ÍBV greindi frá því í dag að félagið hefur fengið framherjann Charles Vernam að láni frá enska B-deildarfélaginu Derby County.
Vernam er 20 ára og getur einnig spilað sem framliggjandi miðjumaður. Hann hefur verið á mála hjá Derby síðan 2012 og spilar með ÍBV þar til að undirbúningstímabilið hefst í Englandi um mitt sumar.
Samkvæmt úttekt Fótbolti.net verða 60 erlendir leikmenn í Pepsi-deild karla í sumar og flestir þeirra í ÍBV en Vernon verður tíundi erlendi leikmaður ÍBV.
