Hælisleitandi sem óttast um líf sitt í Frakklandi á leið úr landi Birgir Olgeirsson skrifar 12. apríl 2016 16:27 Eduard Sakash flýði Rússland árið 2013. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfum rússnesk hælisleitanda sem fór fram að ógilt yrði sú ákvörðun Útlendingastofnunar að mál hans yrði ekki tekin til efnismeðferðar hér á landi. Hælisleitandinn heitir Eduard Alexandrovixh Sakash og er frá Rússlandi en hann sótti um hæli hér á landi í nóvember árið 2014. Við skoðun kom í ljós að hann hafði fyrst sótt um hæli í Frakklandi og var umsókn hans hér á landi hafnað, bæði af Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, með vísan til Dyflinarreglugerðarinnar.Varð fyrir líflátstilraun í Moskvu Sakash starfaði sem viðskiptalögfræðingur í Moskvu en hann sagði í samtali við fréttastofu 365 í fyrra að hann hefði ítrekað orðið fyrir líkamsárásum í heimalandi sínum sökum kynhneigðar sinnar. Auk þess að vera virkur í réttindabaráttu samkynhneigðra í Rússlandi var hann einnig virkur í baráttu stjórnarandstæðinga gegn forseta landsins, Vladimír Pútín. Hann sagði árásarmenn hafa reynt að drepa sig rétt við íbúðina hans í Moskvu í október árið 2013 og ákvað hann í kjölfarið að flýja land. Fyrr sama ár samþykkti rússneska þingið samþykkt frumvarp sem gera alla umfjöllun eða opna umræðu um samkynhneigð ólöglega í Rússlandi. Leið hans lá til Frakklands þar sem fékk að vera en án atvinnuleyfis eða nokkurrar aðstoðar.Telur lífi sínu ógnað í Frakklandi vegna ISIS Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sagði hann líf sitt í mikilli hættu verði honum gert að snúa til Frakklands. Sagði hann aðstæður í Frakklandi þannig í dag, í kjölfar hryðjuverkaárása af völdum ISIS beinlínis hættulegar. Sérstaklega séu aðstæðurnar hættulegar samkynhneigðum og þeim sem séu á móti íslamstrú, en hann flokkist undir báða hópa. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að ákvörðun Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála um að taka hælisumsókn hans ekki til efnismeðferðar sé byggð á Dyflinnarsamstarfinu sem Ísland er aðili að, og ber því að vísa beiðni Sakash til Frakklands vegna ábyrgðar þarlendra yfirvalda á umfjöllun um hælisbeiðni hans. Var það mat Héraðsdóms Reykjavíkur að stjórnvaldsákvarðanir sem teknar voru í máli Sakash hafi ekki verið haldnar þeim annmörkum að leitt geti til ógildingar þeirra. Var íslenska ríkið því sýkna af kröfum Sakash í máli þessu. Flóttamenn Tengdar fréttir Samkynhneigður Rússi fer huldu höfði í Reykjavík "Einhverjir reyndu að drepa mig rétt við íbúðina mína í Moskvu, þegar ég var á leið heim frá vinnu,“ segir Eduard Sakash. 24. september 2015 18:30 Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: "Ég óttast um líf mitt“ Samkynhneigður Rússi sem neitað hefur verið um hæli hér á landi segist óttast um líf sitt í heimalandinu Rússlandi. Hann fer nú huldu höfði í Reykjavík af ótta við að vera sendur úr landi. 24. september 2015 17:45 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfum rússnesk hælisleitanda sem fór fram að ógilt yrði sú ákvörðun Útlendingastofnunar að mál hans yrði ekki tekin til efnismeðferðar hér á landi. Hælisleitandinn heitir Eduard Alexandrovixh Sakash og er frá Rússlandi en hann sótti um hæli hér á landi í nóvember árið 2014. Við skoðun kom í ljós að hann hafði fyrst sótt um hæli í Frakklandi og var umsókn hans hér á landi hafnað, bæði af Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, með vísan til Dyflinarreglugerðarinnar.Varð fyrir líflátstilraun í Moskvu Sakash starfaði sem viðskiptalögfræðingur í Moskvu en hann sagði í samtali við fréttastofu 365 í fyrra að hann hefði ítrekað orðið fyrir líkamsárásum í heimalandi sínum sökum kynhneigðar sinnar. Auk þess að vera virkur í réttindabaráttu samkynhneigðra í Rússlandi var hann einnig virkur í baráttu stjórnarandstæðinga gegn forseta landsins, Vladimír Pútín. Hann sagði árásarmenn hafa reynt að drepa sig rétt við íbúðina hans í Moskvu í október árið 2013 og ákvað hann í kjölfarið að flýja land. Fyrr sama ár samþykkti rússneska þingið samþykkt frumvarp sem gera alla umfjöllun eða opna umræðu um samkynhneigð ólöglega í Rússlandi. Leið hans lá til Frakklands þar sem fékk að vera en án atvinnuleyfis eða nokkurrar aðstoðar.Telur lífi sínu ógnað í Frakklandi vegna ISIS Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sagði hann líf sitt í mikilli hættu verði honum gert að snúa til Frakklands. Sagði hann aðstæður í Frakklandi þannig í dag, í kjölfar hryðjuverkaárása af völdum ISIS beinlínis hættulegar. Sérstaklega séu aðstæðurnar hættulegar samkynhneigðum og þeim sem séu á móti íslamstrú, en hann flokkist undir báða hópa. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að ákvörðun Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála um að taka hælisumsókn hans ekki til efnismeðferðar sé byggð á Dyflinnarsamstarfinu sem Ísland er aðili að, og ber því að vísa beiðni Sakash til Frakklands vegna ábyrgðar þarlendra yfirvalda á umfjöllun um hælisbeiðni hans. Var það mat Héraðsdóms Reykjavíkur að stjórnvaldsákvarðanir sem teknar voru í máli Sakash hafi ekki verið haldnar þeim annmörkum að leitt geti til ógildingar þeirra. Var íslenska ríkið því sýkna af kröfum Sakash í máli þessu.
Flóttamenn Tengdar fréttir Samkynhneigður Rússi fer huldu höfði í Reykjavík "Einhverjir reyndu að drepa mig rétt við íbúðina mína í Moskvu, þegar ég var á leið heim frá vinnu,“ segir Eduard Sakash. 24. september 2015 18:30 Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: "Ég óttast um líf mitt“ Samkynhneigður Rússi sem neitað hefur verið um hæli hér á landi segist óttast um líf sitt í heimalandinu Rússlandi. Hann fer nú huldu höfði í Reykjavík af ótta við að vera sendur úr landi. 24. september 2015 17:45 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira
Samkynhneigður Rússi fer huldu höfði í Reykjavík "Einhverjir reyndu að drepa mig rétt við íbúðina mína í Moskvu, þegar ég var á leið heim frá vinnu,“ segir Eduard Sakash. 24. september 2015 18:30
Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: "Ég óttast um líf mitt“ Samkynhneigður Rússi sem neitað hefur verið um hæli hér á landi segist óttast um líf sitt í heimalandinu Rússlandi. Hann fer nú huldu höfði í Reykjavík af ótta við að vera sendur úr landi. 24. september 2015 17:45