Nám í lýðræði - og íslensk umræðuhefð Tryggvi Gíslason skrifar 13. apríl 2016 07:00 Vegna atburða undanfarna daga og reynslu fyrri ára legg ég til, að mennta- og menningarmálaráðuneytið láti vel menntað fólk semja námskrá í lýðræði og lýðræðislegri hugsun og geri lýðræði og lýðræðislega hugsun að skyldunámi í grunnskólum og framhaldsskólum landsins. Í náminu væri rakin saga og inntak lýðræðis á Vesturlöndum og bent á réttindi og skyldur almennings og stjórnvalda í lýðræðisríki og höfð til hliðsjónar rannsóknarskýrsla Alþingis og niðurstöður Þjófundarins 2009. Til þess að kynna og kenna nemendum lýðræðislega hugsun og lýðræðisleg viðhorf þarf að gefa kennurum kost á að sækja námskeið - fjarnám - á vegum Sagnfræði- og heimspekideildar Háskóla Íslands þar sem meginþættir lýðræðis eru dregnir fram og saga og inntak lýðræðis á Vesturlöndum kynnt. Umræðuhefð sú sem þróast hefur á Íslandi áratugum saman, einkennist af kappræðu í stað samræðu og stingur mjög í stúf við umræðuhefð hjá frændþjóðum okkar í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, sem eru fremstu lýðræðisríki heims. Í kennslu í lýðræði og lýðræðislegri hugsun þarf því að leggja mikla áherslu á umræðu - samræðu - þar sem hlustað er á viðmælandann og skoðanir annarra virtar. Þótt mikið hafi áunnist í jafnrétti og lýðréttindum undanfarna öld er marg ógert. Næst á eftir því að gera ungu fólki kleift að eignast íbúð með eðlilegum kjörum, reisa nýjan landspítala og koma heilsugæslu á landinu í sæmilegt horf og vinna gegn einelti og hvers konar ofbeldi, er nám í lýðræði og lýðræðislegri umræðu og lýðræðislegri hugsun og lýðræðislegri hegðun mest aðkallandi í landi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Vegna atburða undanfarna daga og reynslu fyrri ára legg ég til, að mennta- og menningarmálaráðuneytið láti vel menntað fólk semja námskrá í lýðræði og lýðræðislegri hugsun og geri lýðræði og lýðræðislega hugsun að skyldunámi í grunnskólum og framhaldsskólum landsins. Í náminu væri rakin saga og inntak lýðræðis á Vesturlöndum og bent á réttindi og skyldur almennings og stjórnvalda í lýðræðisríki og höfð til hliðsjónar rannsóknarskýrsla Alþingis og niðurstöður Þjófundarins 2009. Til þess að kynna og kenna nemendum lýðræðislega hugsun og lýðræðisleg viðhorf þarf að gefa kennurum kost á að sækja námskeið - fjarnám - á vegum Sagnfræði- og heimspekideildar Háskóla Íslands þar sem meginþættir lýðræðis eru dregnir fram og saga og inntak lýðræðis á Vesturlöndum kynnt. Umræðuhefð sú sem þróast hefur á Íslandi áratugum saman, einkennist af kappræðu í stað samræðu og stingur mjög í stúf við umræðuhefð hjá frændþjóðum okkar í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, sem eru fremstu lýðræðisríki heims. Í kennslu í lýðræði og lýðræðislegri hugsun þarf því að leggja mikla áherslu á umræðu - samræðu - þar sem hlustað er á viðmælandann og skoðanir annarra virtar. Þótt mikið hafi áunnist í jafnrétti og lýðréttindum undanfarna öld er marg ógert. Næst á eftir því að gera ungu fólki kleift að eignast íbúð með eðlilegum kjörum, reisa nýjan landspítala og koma heilsugæslu á landinu í sæmilegt horf og vinna gegn einelti og hvers konar ofbeldi, er nám í lýðræði og lýðræðislegri umræðu og lýðræðislegri hugsun og lýðræðislegri hegðun mest aðkallandi í landi okkar.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar