Tónlist

Loksins kemur út plata!

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Gunnar Ingi Valgeirsson og Daníel Guðnason
Gunnar Ingi Valgeirsson og Daníel Guðnason Vísir/Ernir
„Við erum loksins að gefa út okkar fyrstu plötu,” segir Gunnar Ingi Valgeirsson, stofnmeðlimur í hljómsveitinni Major Pink.

Hljómsveitin er sennilega þekktust fyrir lag sitt It’s Gonna be Alright, sem kom út í október 2014 í samstarfi við Barða Jóhannsson, oftast kenndan við Bang Gang og Starwalker. Nýja platan heitir Take the Abuse.

Útgáfutónleikar verða í Lucky Records í dag klukkan fjögur.

Sveitin á sér langa sögu, en hún var fyrst stofnuð 2007.

„Við vorum nokkrir fjórtán ára krakkar úr Grafaravogi sem langaði til að stofna hljómsveit. Við skírðum hana Major Pink Disaster. Sú sveit spilaði einu sinni,” segir Gunnar Ingi og hlær.

Fimm árum seinna, árið 2012, hittust tveir fyrrum meðlimir sveitarinnar, Gunnar Ingi og Daníel Guðnason og ræddu um að endurvekja hljómsveitina.

„Hún hét þá Major Pink and the Disasters, við sömdum nokkur lög áður en við skiptum um nafn í þriðja og svo fjórða sinn.”

Í dag heitir sveitin einfaldlega Major Pink og vinnur enn náið með Barða, auk þess sem Hrafnhildur Magnea bættist í sveitina og er hljómborðsleikari.

„Við hvetjum sem flesta til að láta sjá sig í stuði!” segir Gunnar Ingi að lokum.

Hér má hlýða á lagið It's Gonna be Alright í flutningi Major Pink.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×