Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur boðað til blaðamannafundar á Bessastöðum klukkan 16:15 í dag. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi.
Sérfræðingar munu rýna í stöðuna í aðdraganda fundarins en ekkert hefur komið fram um efni fundarins. Forsetaritari vildi ekki útiloka að tilefni fundarins væri forsetaframboð Ólafs Ragnars.
Aukafréttatími Stöðvar 2 hefst klukkan 16.
Bein útsending: Aukafréttatími Stöðvar 2 frá Bessastöðum klukkan 16
Tengdar fréttir

Spennan magnast fyrir „Ólafur Ragnar hefur ákveðið að Kanye taki við embættinu“
Eða er tilefni fundarins stóra hjálmamálið?

Telur að Ólafur Ragnar myndi vinna forsetakosningar með annarri hendi
Allra augu eru enn eina ferðina á Bessastöðum.

Ólafur Ragnar Grímsson boðar til blaðamannafundar í dag
Ekki er vitað hvert tilefnið er.