AC/DC og GNR sameinuðust á sviði Coachella Birgir Örn Steinarsson skrifar 18. apríl 2016 14:09 Fyrir helgi bárust þungarokksheimum þær undarlegu fregnir að Axl Rose úr Guns N‘ Roses hefði verið ráðinn nýr söngvari AC/DC, í það minnsta tímabundið. Ástæðan er sú að Brian Johnson sem starfað hefur með sveitinni síðan 1980 hefur verið skipað af læknum að leggja rokkið á hilluna vilji hann halda heyrninni. Það hefur nú verið staðfest á heimasíðu AC/DC að Axl Rose mun koma fram með sveitinni og klára þá tólf tónleika sem sveitin átti eftir á núverandi tónleikaferð sinni. Fréttirnar hafa valdið aðdáendum beggja sveita nokkrum áhyggjum. Aðdáendur Guns N‘Roses óttast að þetta gæti trufla plön GNR þar sem allir upprunalegu liðsmenn þeirrar sveitar (nema Izzy Stradlin) hafa nýverið grafið stríðsöxina og tekið upp þráðinn að nýju. Aðdáendur AC/DC spyrja sig hvort rödd Rose passi mögulega við tónlistina. Það virðist þó ekki vera nein ástæða til þess að örvænta þar sem Guns N‘Roses hefur nú gefið það út að tónleikaferð þeirra hefjist ekki fyrr en í lok júní eða nokkrum vikum eftir að AC/DC klárar sína tónleikaferð. Gestir Coachella tónlistarhátíðarinnar, sem fram fór í Kaliforníu um helgina, fengu svo óvænt smjörþefinn af því hvernig rödd Rose hljómar með lögum AC/DC þegar gítarleikarinn Angus Young steig á svið með Guns N‘Roses sem lék með honum lögin „Riff Raff“ og „Whole Lotta Rosie“ sem bæði eru úr lagabanka áströlsku rokksveitarinnar. Athygli vakti einnig að Axl Rose sat alla tónleikana í sérsmíðuðum stól en hann meiddist nýverið á fæti. Tónlist Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fyrir helgi bárust þungarokksheimum þær undarlegu fregnir að Axl Rose úr Guns N‘ Roses hefði verið ráðinn nýr söngvari AC/DC, í það minnsta tímabundið. Ástæðan er sú að Brian Johnson sem starfað hefur með sveitinni síðan 1980 hefur verið skipað af læknum að leggja rokkið á hilluna vilji hann halda heyrninni. Það hefur nú verið staðfest á heimasíðu AC/DC að Axl Rose mun koma fram með sveitinni og klára þá tólf tónleika sem sveitin átti eftir á núverandi tónleikaferð sinni. Fréttirnar hafa valdið aðdáendum beggja sveita nokkrum áhyggjum. Aðdáendur Guns N‘Roses óttast að þetta gæti trufla plön GNR þar sem allir upprunalegu liðsmenn þeirrar sveitar (nema Izzy Stradlin) hafa nýverið grafið stríðsöxina og tekið upp þráðinn að nýju. Aðdáendur AC/DC spyrja sig hvort rödd Rose passi mögulega við tónlistina. Það virðist þó ekki vera nein ástæða til þess að örvænta þar sem Guns N‘Roses hefur nú gefið það út að tónleikaferð þeirra hefjist ekki fyrr en í lok júní eða nokkrum vikum eftir að AC/DC klárar sína tónleikaferð. Gestir Coachella tónlistarhátíðarinnar, sem fram fór í Kaliforníu um helgina, fengu svo óvænt smjörþefinn af því hvernig rödd Rose hljómar með lögum AC/DC þegar gítarleikarinn Angus Young steig á svið með Guns N‘Roses sem lék með honum lögin „Riff Raff“ og „Whole Lotta Rosie“ sem bæði eru úr lagabanka áströlsku rokksveitarinnar. Athygli vakti einnig að Axl Rose sat alla tónleikana í sérsmíðuðum stól en hann meiddist nýverið á fæti.
Tónlist Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira