Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Birgir Olgeirsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 18. apríl 2016 16:15 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Mynd/Anton Ólafur Ragnar Grímsson mun sækjast eftir endurkjöri til embættis forseta Íslands. Þetta kom fram í máli forseta á blaðamannafundi rétt í þessu. Forsetakosningar verða haldnar í júní en kjördagur er þann 25. júní. Ólafur Ragnar hefur gegnt embættinu síðan 1996 og býður hann fram krafta sína í sjötta skiptið.Ólafur Ragnar sagði í tilkynningu, sem hann las að Bessastöðum, undanfarin ár hafa verið tími umróts og erfiðrar glímu. Mótmæli árið 2009 kölluðu á að stjórnvöld færu frá völdum og boðað yrði til kosninga. Fjöldaaðgerðir leiddu svo til þess að þjóðin hafnaði Icesave-samningum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig nefndi hann fjölda mótmælin við Alþingi fyrir tveimur vikum þar sem mótmælendur kröfðust afsagnar forsætisráðherra og nýrra kosninga.Fjöldi fólks beðið hann um að endurskoða Hann sagði ástandið í þjóðfélaginu viðkvæmt og að stjórnvöld og kjörnir fulltrúar verði að vanda sig. Hann sagði fjölda fólks víða að úr þjóðfélaginu hafa höfðað til skyldu sinnar, reynslu og ábyrgðar og beðið hann um að endurskoða ákvörðun sína sem hann tilkynnti í nýársávarpi sínu um að gefa ekki kost á sér áfram. Sagðist hann hafa verið hvattur til að gefa áfram kost á sér og standa vaktina með fólkinu. Sagði hann þá sem hafa komið að máli við sig hafa vísað til þess að nú sé fyrir hönd kosningar þar sem myndun nýrrar ríkisstjórnar gæti reynst erfið og flókin og sambúð þings og þjóðar áfram þrungin spennu. Ólafur Ragnar sagði ýmsa hafa borið upp slíkt erindi við sig fyrir atburðina sem áttu sér stað fyrir tveimur vikum en sú alda hafi orðið þyngri undanfarna daga.Tæki tapi með æðruleysi Forsetinn sagðist gera sér grein fyrir því að það séu ekki allir á þeirri skoðun og tími sé kominn til að annar skipi þetta embætti. Hann sagðist engu að síður hafa komist að þeirri niðurstöðu að verða við óskum þeirra sem hafa hvatt hann áfram og gefa kost á sér til endurkjörs í komandi kosningum. Yrði niðurstaða forsetakosninganna sú að þjóðin kysir annan frambjóðanda en hann þá myndi hann taka því vel, óska honum heilla og ganga glaður til móts við frelsið. Ef þjóðin hins vegar kýs að fela honum að gegna þessar stöðu að nýju muni hann auðmjúkur þjóna áfram hagsmunum Íslands og standa vaktina með fólkinu. Þá sagði hann Dorrit Moussaieff, eiginkonu hans, hafa verið þeirrar skoðunar lengi vel að gott væri komið. Það hefði hins vegar breyst, eins og skoðun hans, í ljósi atburða undanfarinna vikna. Þau myndu þó taka úrslitunum með æðruleysi, hver svo sem þau yrðu.Upptöku af aukafréttatíma og blaðamannafundi Ólafs Ragnars á Bessastöðum má sjá hér fyrir neðan. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson mun sækjast eftir endurkjöri til embættis forseta Íslands. Þetta kom fram í máli forseta á blaðamannafundi rétt í þessu. Forsetakosningar verða haldnar í júní en kjördagur er þann 25. júní. Ólafur Ragnar hefur gegnt embættinu síðan 1996 og býður hann fram krafta sína í sjötta skiptið.Ólafur Ragnar sagði í tilkynningu, sem hann las að Bessastöðum, undanfarin ár hafa verið tími umróts og erfiðrar glímu. Mótmæli árið 2009 kölluðu á að stjórnvöld færu frá völdum og boðað yrði til kosninga. Fjöldaaðgerðir leiddu svo til þess að þjóðin hafnaði Icesave-samningum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig nefndi hann fjölda mótmælin við Alþingi fyrir tveimur vikum þar sem mótmælendur kröfðust afsagnar forsætisráðherra og nýrra kosninga.Fjöldi fólks beðið hann um að endurskoða Hann sagði ástandið í þjóðfélaginu viðkvæmt og að stjórnvöld og kjörnir fulltrúar verði að vanda sig. Hann sagði fjölda fólks víða að úr þjóðfélaginu hafa höfðað til skyldu sinnar, reynslu og ábyrgðar og beðið hann um að endurskoða ákvörðun sína sem hann tilkynnti í nýársávarpi sínu um að gefa ekki kost á sér áfram. Sagðist hann hafa verið hvattur til að gefa áfram kost á sér og standa vaktina með fólkinu. Sagði hann þá sem hafa komið að máli við sig hafa vísað til þess að nú sé fyrir hönd kosningar þar sem myndun nýrrar ríkisstjórnar gæti reynst erfið og flókin og sambúð þings og þjóðar áfram þrungin spennu. Ólafur Ragnar sagði ýmsa hafa borið upp slíkt erindi við sig fyrir atburðina sem áttu sér stað fyrir tveimur vikum en sú alda hafi orðið þyngri undanfarna daga.Tæki tapi með æðruleysi Forsetinn sagðist gera sér grein fyrir því að það séu ekki allir á þeirri skoðun og tími sé kominn til að annar skipi þetta embætti. Hann sagðist engu að síður hafa komist að þeirri niðurstöðu að verða við óskum þeirra sem hafa hvatt hann áfram og gefa kost á sér til endurkjörs í komandi kosningum. Yrði niðurstaða forsetakosninganna sú að þjóðin kysir annan frambjóðanda en hann þá myndi hann taka því vel, óska honum heilla og ganga glaður til móts við frelsið. Ef þjóðin hins vegar kýs að fela honum að gegna þessar stöðu að nýju muni hann auðmjúkur þjóna áfram hagsmunum Íslands og standa vaktina með fólkinu. Þá sagði hann Dorrit Moussaieff, eiginkonu hans, hafa verið þeirrar skoðunar lengi vel að gott væri komið. Það hefði hins vegar breyst, eins og skoðun hans, í ljósi atburða undanfarinna vikna. Þau myndu þó taka úrslitunum með æðruleysi, hver svo sem þau yrðu.Upptöku af aukafréttatíma og blaðamannafundi Ólafs Ragnars á Bessastöðum má sjá hér fyrir neðan.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira