Ryder: Skil af hverju fólk hefur áhyggjur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. apríl 2016 18:00 Íþróttadeild 365 birti í morgun fyrstu spá sína fyrir komandi tímabil í Pepsi-deild karla en hún hófst með því að nýliðum Þróttar var spáð tólfta og neðsta sætinu. Sjá einnig: Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Akraborgin á X-inu tekur þátt í ítarlegri umfjöllun okkar um Pepsi-deildina en í dag var Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, gestur þáttarins í tilefni af spánni. „Þetta var viðbúið hjá fjölmiðlum að spá okkur í tólfta sætið en það er ekki skoðun okkar í félaginu eða stuðningsmanna,“ sagði Ryder í viðtalinu sem má heyra í heild sinni hér efst í fréttinni. Þróttur náði ekki að vinna leik á undirbúningstímabilinu og varð að gefa síðasta leik sinn í Lengjubikarnum, gegn Þór á Akureyri. Sjá einnig: „Þróttarar náðu ekki í lið“ „Það er auðvitað alltaf betra að vinna leikina sína. Þess vegna erum við í fótbolta. En meira máli skiptir er að vinna þegar það hefur mikla þýðingu. Stundum þarf að fórna leikjum á undirbúningstímabilinu til þess,“ sagði þjálfarinn sem hefur ekki áhyggjur af því að gengi síðustu vikna hafi áhrif á andrúmsloftið í félaginu. „Ég skil af hverju fólk heldur það. En við höfum spilað 5-6 æfingaleiki síðan við fórum í æfingaferðina til Spánar og töpuðum engum þeirra. Þeir leikir fá ekki jafn mikla athygli og mótsleikir og því margir sem taka ekki eftir því. En leikmenn eru fullir sjálfstrausts og mikil tilhlökkum hjá öllum í kringum félagið.“ Sjá einnig: Karl Brynjar: Loksins heimtað að við vinnum leiki Ryder fer einnig vandlega yfir allar breytingar sem hafa verið gerðar á leikmannahópi Þróttar í vetur en margir þeirra eru leikmenn sem hafa ekki spilað hér á landi áður. En liðið missti Viktor Jónsson, sem var lánsmaður frá Víkingi, aftur í Fossvoginn og fékk Emil Atlason í hans stað. „Framherjar eru afar mismunandi og Emil hefur verið frábær. Hann hefur skorað fjögur mörk í síðustu tveimur leikjum okkar. Hann hefur mikið sjálfstraust en nokkuð óreyndur þar sem hann hefur í raun aldrei fengið almennilegt tækifæri til að sanna sig,“ sagði Ryder sem fór um víðan völl í viðtalinu hér efst í fréttinni. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Karl Brynjar: Loksins heimtað að við vinnum leiki Karl Brynjar Björnsson spilar sitt fyrsta tímabil í efstu deild á fjórtán ára ferli í sumar. 18. apríl 2016 09:30 Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Þróttar 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2016 09:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Íþróttadeild 365 birti í morgun fyrstu spá sína fyrir komandi tímabil í Pepsi-deild karla en hún hófst með því að nýliðum Þróttar var spáð tólfta og neðsta sætinu. Sjá einnig: Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Akraborgin á X-inu tekur þátt í ítarlegri umfjöllun okkar um Pepsi-deildina en í dag var Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, gestur þáttarins í tilefni af spánni. „Þetta var viðbúið hjá fjölmiðlum að spá okkur í tólfta sætið en það er ekki skoðun okkar í félaginu eða stuðningsmanna,“ sagði Ryder í viðtalinu sem má heyra í heild sinni hér efst í fréttinni. Þróttur náði ekki að vinna leik á undirbúningstímabilinu og varð að gefa síðasta leik sinn í Lengjubikarnum, gegn Þór á Akureyri. Sjá einnig: „Þróttarar náðu ekki í lið“ „Það er auðvitað alltaf betra að vinna leikina sína. Þess vegna erum við í fótbolta. En meira máli skiptir er að vinna þegar það hefur mikla þýðingu. Stundum þarf að fórna leikjum á undirbúningstímabilinu til þess,“ sagði þjálfarinn sem hefur ekki áhyggjur af því að gengi síðustu vikna hafi áhrif á andrúmsloftið í félaginu. „Ég skil af hverju fólk heldur það. En við höfum spilað 5-6 æfingaleiki síðan við fórum í æfingaferðina til Spánar og töpuðum engum þeirra. Þeir leikir fá ekki jafn mikla athygli og mótsleikir og því margir sem taka ekki eftir því. En leikmenn eru fullir sjálfstrausts og mikil tilhlökkum hjá öllum í kringum félagið.“ Sjá einnig: Karl Brynjar: Loksins heimtað að við vinnum leiki Ryder fer einnig vandlega yfir allar breytingar sem hafa verið gerðar á leikmannahópi Þróttar í vetur en margir þeirra eru leikmenn sem hafa ekki spilað hér á landi áður. En liðið missti Viktor Jónsson, sem var lánsmaður frá Víkingi, aftur í Fossvoginn og fékk Emil Atlason í hans stað. „Framherjar eru afar mismunandi og Emil hefur verið frábær. Hann hefur skorað fjögur mörk í síðustu tveimur leikjum okkar. Hann hefur mikið sjálfstraust en nokkuð óreyndur þar sem hann hefur í raun aldrei fengið almennilegt tækifæri til að sanna sig,“ sagði Ryder sem fór um víðan völl í viðtalinu hér efst í fréttinni.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Karl Brynjar: Loksins heimtað að við vinnum leiki Karl Brynjar Björnsson spilar sitt fyrsta tímabil í efstu deild á fjórtán ára ferli í sumar. 18. apríl 2016 09:30 Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Þróttar 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2016 09:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Karl Brynjar: Loksins heimtað að við vinnum leiki Karl Brynjar Björnsson spilar sitt fyrsta tímabil í efstu deild á fjórtán ára ferli í sumar. 18. apríl 2016 09:30
Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Þróttar 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2016 09:00