Trump vísaði til 9/11 sem 7/11 Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. apríl 2016 10:01 Trump mismælti sig í gær. Vísir Donald Trump mismælti sig allsvakalega í framboðsræðu í Buffalo-borg í New York fylki í gærkvöldi þegar hann nefndi vinsæla verslunarkeðju í staðinn fyrir daginn 11. september 2001, daginn sem minnst er fyrir hryðjuverkaárás Al-Qaeda á tvíburaturnana í New York. Trump er sem kunnugt er einn frambjóðenda Repúblikanaflokksins til forseta Bandaríkjanna og nýtur hann víðtæks stuðnings. Mismælin eru örlítið skiljanlegri á ensku heldur en á okkar ylhýra enda ber verslunarkeðjan heitið 7/11 en dagur hryðjuverkaárásanna í daglegu tali kallaður 9/11. Trump var í ræðu sinni að mæra New York búa og seiglu þeirra. „Ég skrifaði þetta niður og þetta er mjög nærri hjarta mínu,“ sagði hann. „Af því að ég var þarna, og horfði á lögreglumennina okkar og slökkviliðsmennina okkar þann sjöunda ellefta, við World Trade Center, stuttu eftir að byggingin hrundi og ég sá magnaðasta fólk sem ég hef séð að störfum.“ Forsetaframbjóðandinn leiðrétti ekki mál sitt. Hann kemur frá New York og er því spáð að hann vinni stórsigur í forkosningum í fylkinu en þær fara fram í dag. Því er jafnvel spáð að hann vinni næstum 50 prósent sigur og það myndi merkja að hann fengi alla 95 fulltrúa fylkisins. Donald Trump Tengdar fréttir Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00 Trump: Sakar forystu repúblíkanaflokksins um samsæri gegn sér Washington Post spáir því að enginn frambjóðandi nái kjörmanna meirihluta og í forkosningu repúblíkana og að Ted Cruz muni þá sigra í kosningu flokksins í júlí. 13. apríl 2016 15:11 Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar Nú fer að síga á seinni hluta forkosningatímabilsins í Bandaríkjunum. Bernie Sanders hefur verið á mikilli siglingu undanfarið en á þungan róður eftir. Næst er kosið í New York á þriðjudaginn. 16. apríl 2016 07:00 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Sjá meira
Donald Trump mismælti sig allsvakalega í framboðsræðu í Buffalo-borg í New York fylki í gærkvöldi þegar hann nefndi vinsæla verslunarkeðju í staðinn fyrir daginn 11. september 2001, daginn sem minnst er fyrir hryðjuverkaárás Al-Qaeda á tvíburaturnana í New York. Trump er sem kunnugt er einn frambjóðenda Repúblikanaflokksins til forseta Bandaríkjanna og nýtur hann víðtæks stuðnings. Mismælin eru örlítið skiljanlegri á ensku heldur en á okkar ylhýra enda ber verslunarkeðjan heitið 7/11 en dagur hryðjuverkaárásanna í daglegu tali kallaður 9/11. Trump var í ræðu sinni að mæra New York búa og seiglu þeirra. „Ég skrifaði þetta niður og þetta er mjög nærri hjarta mínu,“ sagði hann. „Af því að ég var þarna, og horfði á lögreglumennina okkar og slökkviliðsmennina okkar þann sjöunda ellefta, við World Trade Center, stuttu eftir að byggingin hrundi og ég sá magnaðasta fólk sem ég hef séð að störfum.“ Forsetaframbjóðandinn leiðrétti ekki mál sitt. Hann kemur frá New York og er því spáð að hann vinni stórsigur í forkosningum í fylkinu en þær fara fram í dag. Því er jafnvel spáð að hann vinni næstum 50 prósent sigur og það myndi merkja að hann fengi alla 95 fulltrúa fylkisins.
Donald Trump Tengdar fréttir Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00 Trump: Sakar forystu repúblíkanaflokksins um samsæri gegn sér Washington Post spáir því að enginn frambjóðandi nái kjörmanna meirihluta og í forkosningu repúblíkana og að Ted Cruz muni þá sigra í kosningu flokksins í júlí. 13. apríl 2016 15:11 Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar Nú fer að síga á seinni hluta forkosningatímabilsins í Bandaríkjunum. Bernie Sanders hefur verið á mikilli siglingu undanfarið en á þungan róður eftir. Næst er kosið í New York á þriðjudaginn. 16. apríl 2016 07:00 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Sjá meira
Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00
Trump: Sakar forystu repúblíkanaflokksins um samsæri gegn sér Washington Post spáir því að enginn frambjóðandi nái kjörmanna meirihluta og í forkosningu repúblíkana og að Ted Cruz muni þá sigra í kosningu flokksins í júlí. 13. apríl 2016 15:11
Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar Nú fer að síga á seinni hluta forkosningatímabilsins í Bandaríkjunum. Bernie Sanders hefur verið á mikilli siglingu undanfarið en á þungan róður eftir. Næst er kosið í New York á þriðjudaginn. 16. apríl 2016 07:00