Viðreisn tilbúin í kosningar hvenær sem kallið kemur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. apríl 2016 12:45 Fylgi Viðreisnar er nú birt í fyrsta skipti í Þjóðarpúlsi Gallup þar sem það sem mælist meira en verið hefur, eða 2,1 prósent. Ekki er búið að stofna Viðreisn formlega sem stjórnmálaflokk en Benedikt Jóhannesson, sem er í forsvari fyrir hreyfinguna, er afar ánægður með að starfið sé farið að vekja athygli meðal þjóðarinnar. Hann segir innra starfið í fullum gangi og að vel gangi að fá fólks til liðs við Viðreisn. „Við erum á fullu sjálf að vinna í nefndarstarfi inni í Ármúla. Þar eru fjölmargar nefndir í gangi og við erum að skerpa áherslum í málaflokkunum þannig að ég á von á því að við verðum tilbúin með framboð í öllum kjördæmum strax þegar það verður kosið hvort sem að það verður eftir ár eða fyrr,“ segir Benedikt. Benedikt segist telja að ástæðan fyrir því að Viðreisn mælist nú stærri en áður vera þá að hreyfingin hafi verið að færa aukinn kraft í starfið og auka sýnileika sinn. Nú sé verið að undirbúa innviðina áður en að flokkurinn verði formlega stofnaður, sem verði annað hvort í vor eða í haust. Eins og greint hefur verið frá hyggst stjórnarandstaðan leggja fram tillögu um þingrof og kosningar í næstu viku en er Viðreisn klár í kosningar ef þær myndu fara fram á næstu misserum? „Við verðum tilbúin með sterkan málefnapakka bara núna innan örfárra vikna og það er mjög margt gott fólk sem hefur verið að vinna í málefnastarfinu þannig að ég er alveg viss um það að við verðum með afar sterka framboðslista hvenær sem kallið kemur.“ Benedikt segist skynja ástandið í samfélaginu þannig að það sé kallað á nýtt afl sem setji almannahagsmuni framar sérhagsmunum. Þar af leiðandi komi það honum ekki á óvart að Viðreisn sé nú með byr í seglunum. Annars eru afar litlar breytingar á fylgi flokka milli mánaða samkvæmt Þjóðarpúlsinum. Liðlega 36 prósent kysu Pírata ef gengið væri til kosninga í dag, rúmlega 23 prósent Sjálfstæðisflokkinn, liðlega 12 prósent Framsóknarflokkinn og 11 prósent Vinstri græn. Rösklega 9 prósent segjast myndu kjósa Samfylkinguna og rúmlega 3 prósent Bjarta framtíð. Tæplega 10 prósent segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis og nær 11 prósent taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp. Könnunin var gerð dagana 25. febrúar til 30. mars. Heildarúrtakið var 6.900 og var þátttökuhlutfallið 59,5 prósent.fylgi flokkannaCreate line charts Alþingi Tengdar fréttir Viðreisn auglýsir eftir stólum, ísskáp og kaffivél fyrir nýtt húsnæði flokksins Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn mun á næstu dögum opna húsnæði flokksins í Ármúla sem hýsa mun skrifstofu og viðburði á vegum flokksins. 8. febrúar 2016 22:58 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Fylgi Viðreisnar er nú birt í fyrsta skipti í Þjóðarpúlsi Gallup þar sem það sem mælist meira en verið hefur, eða 2,1 prósent. Ekki er búið að stofna Viðreisn formlega sem stjórnmálaflokk en Benedikt Jóhannesson, sem er í forsvari fyrir hreyfinguna, er afar ánægður með að starfið sé farið að vekja athygli meðal þjóðarinnar. Hann segir innra starfið í fullum gangi og að vel gangi að fá fólks til liðs við Viðreisn. „Við erum á fullu sjálf að vinna í nefndarstarfi inni í Ármúla. Þar eru fjölmargar nefndir í gangi og við erum að skerpa áherslum í málaflokkunum þannig að ég á von á því að við verðum tilbúin með framboð í öllum kjördæmum strax þegar það verður kosið hvort sem að það verður eftir ár eða fyrr,“ segir Benedikt. Benedikt segist telja að ástæðan fyrir því að Viðreisn mælist nú stærri en áður vera þá að hreyfingin hafi verið að færa aukinn kraft í starfið og auka sýnileika sinn. Nú sé verið að undirbúa innviðina áður en að flokkurinn verði formlega stofnaður, sem verði annað hvort í vor eða í haust. Eins og greint hefur verið frá hyggst stjórnarandstaðan leggja fram tillögu um þingrof og kosningar í næstu viku en er Viðreisn klár í kosningar ef þær myndu fara fram á næstu misserum? „Við verðum tilbúin með sterkan málefnapakka bara núna innan örfárra vikna og það er mjög margt gott fólk sem hefur verið að vinna í málefnastarfinu þannig að ég er alveg viss um það að við verðum með afar sterka framboðslista hvenær sem kallið kemur.“ Benedikt segist skynja ástandið í samfélaginu þannig að það sé kallað á nýtt afl sem setji almannahagsmuni framar sérhagsmunum. Þar af leiðandi komi það honum ekki á óvart að Viðreisn sé nú með byr í seglunum. Annars eru afar litlar breytingar á fylgi flokka milli mánaða samkvæmt Þjóðarpúlsinum. Liðlega 36 prósent kysu Pírata ef gengið væri til kosninga í dag, rúmlega 23 prósent Sjálfstæðisflokkinn, liðlega 12 prósent Framsóknarflokkinn og 11 prósent Vinstri græn. Rösklega 9 prósent segjast myndu kjósa Samfylkinguna og rúmlega 3 prósent Bjarta framtíð. Tæplega 10 prósent segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis og nær 11 prósent taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp. Könnunin var gerð dagana 25. febrúar til 30. mars. Heildarúrtakið var 6.900 og var þátttökuhlutfallið 59,5 prósent.fylgi flokkannaCreate line charts
Alþingi Tengdar fréttir Viðreisn auglýsir eftir stólum, ísskáp og kaffivél fyrir nýtt húsnæði flokksins Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn mun á næstu dögum opna húsnæði flokksins í Ármúla sem hýsa mun skrifstofu og viðburði á vegum flokksins. 8. febrúar 2016 22:58 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Viðreisn auglýsir eftir stólum, ísskáp og kaffivél fyrir nýtt húsnæði flokksins Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn mun á næstu dögum opna húsnæði flokksins í Ármúla sem hýsa mun skrifstofu og viðburði á vegum flokksins. 8. febrúar 2016 22:58