Máni Orrason er búinn að vera duglegur að fylgja eftir sinni fyrstu plötu Repeating Patterns með tónleikaferðalögum um Evrópu. Hann kom nýlega heim frá skemmtilegri tónleikaferð um Sviss og er mikið framundan.
Áhugi Þjóðverja virðist vera mikill á Mána en Máni eyddi miklum tíma á síðasta ári í tónleikaferðalög um Þýskaland og hefur hann fengið mikla útvarps og sjónvarpsspilun þar.
Myndbandið við lagið Wake me Up er tekið upp úti á Spáni og tónlistaráhugamenn kannast jafnvel við andlitið á aðal leikkonu myndbandsins en hún fer líka með aðal hlutverkið í myndbandi Tame Impala við lagið „The Less I know the better“.