Fjölmargir féllu fyrir aprílgabbi Vísis sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. apríl 2016 17:44 Fast 8 bílarnir voru því miður ekki til sýnis í dag – en fólk greip þó ekki í tómt. Fjölmargir lögðu leið sína á Korputorg í dag til að berja Fast 8 bílana augum, en greint var frá því á Vísi að þeir yrðu til sýnis í dag. Hér með upplýsist það að um aprílgabb var að ræða. Áhugasamir gripu þó ekki í tómt því Krúsera-klúbburinn tók þátt í gríninu og voru þrír bílar á vegum félagsmanna klúbbsins til sýnis á torginu. Þeir sem gerðu sér ferð á Korputorg í dag tóku vel í grínið þrátt fyrir að ekki allir hafi verið tilbúnir til að viðurkenna það að þeir hafi verið látnir hlaupa á þessum alþjóðlega hrekkja- og gabbdegi. Fréttastofa náði tali af nokkrum sem litu við á Korputorg í dag, líkt og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan.Þá greindi Fréttablaðið frá því í dag að samlokustaðurinn Joe and the Juice myndi opna í Alþingishúsinu á næstu dögum. Þingmenn og annað starfsfólk hafi kallað eftir auknum fjölbreytileika í matarvali og að samlokurnar yrðu niðurgreiddar. Einnig var um aprílgabb að ræða en stofnaður var undirskriftalisti þar sem fólk mótmælti því að þurfa að niðurgreiða samlokur fyrir þingmenn.Samkvæmt Vísindavefnum er sá siður að vera með grín og hrekki þann 1. apríl margra alda gamall. Hann megi líklega rekja til Evrópu á miðöldum þegar tíðkaðist að halda upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars. „Samkvæmt fornri hefð stóðu merkar hátíðir í átta daga og 1. apríl var því áttundi og síðasti dagur nýárshátíðarinnar,“ segir á Vísindavefnum.Forvitnir lögðu leið sína á Korputorg í dag.vísir/vilhelmKrúsera-klúbburinn tók þátt í gríninu með Vísi.vísir/vilhelmvísir/vilhelmFulltrúar framhaldsskólans í Mosfellsbæ.vísir/vilhelm Aprílgabb Tengdar fréttir Hafa hafið undirskriftarsöfnun gegn Joe and the Juice í Alþingishúsinu „Viljum við niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn? Nei!“ 1. apríl 2016 14:13 Fast 8 bílarnir til sýnis í dag Áhugafólk um bíla er velkomið en nokkrir af fallegustu gripunum verða til sýnis milli klukkan 12 og 14 og bifvélavirkjar svara spurningum. 1. apríl 2016 09:30 Opna Joe and the Juice í Alþingishúsinu Ekkert útboð fór fram. 1. apríl 2016 07:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira
Fjölmargir lögðu leið sína á Korputorg í dag til að berja Fast 8 bílana augum, en greint var frá því á Vísi að þeir yrðu til sýnis í dag. Hér með upplýsist það að um aprílgabb var að ræða. Áhugasamir gripu þó ekki í tómt því Krúsera-klúbburinn tók þátt í gríninu og voru þrír bílar á vegum félagsmanna klúbbsins til sýnis á torginu. Þeir sem gerðu sér ferð á Korputorg í dag tóku vel í grínið þrátt fyrir að ekki allir hafi verið tilbúnir til að viðurkenna það að þeir hafi verið látnir hlaupa á þessum alþjóðlega hrekkja- og gabbdegi. Fréttastofa náði tali af nokkrum sem litu við á Korputorg í dag, líkt og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan.Þá greindi Fréttablaðið frá því í dag að samlokustaðurinn Joe and the Juice myndi opna í Alþingishúsinu á næstu dögum. Þingmenn og annað starfsfólk hafi kallað eftir auknum fjölbreytileika í matarvali og að samlokurnar yrðu niðurgreiddar. Einnig var um aprílgabb að ræða en stofnaður var undirskriftalisti þar sem fólk mótmælti því að þurfa að niðurgreiða samlokur fyrir þingmenn.Samkvæmt Vísindavefnum er sá siður að vera með grín og hrekki þann 1. apríl margra alda gamall. Hann megi líklega rekja til Evrópu á miðöldum þegar tíðkaðist að halda upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars. „Samkvæmt fornri hefð stóðu merkar hátíðir í átta daga og 1. apríl var því áttundi og síðasti dagur nýárshátíðarinnar,“ segir á Vísindavefnum.Forvitnir lögðu leið sína á Korputorg í dag.vísir/vilhelmKrúsera-klúbburinn tók þátt í gríninu með Vísi.vísir/vilhelmvísir/vilhelmFulltrúar framhaldsskólans í Mosfellsbæ.vísir/vilhelm
Aprílgabb Tengdar fréttir Hafa hafið undirskriftarsöfnun gegn Joe and the Juice í Alþingishúsinu „Viljum við niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn? Nei!“ 1. apríl 2016 14:13 Fast 8 bílarnir til sýnis í dag Áhugafólk um bíla er velkomið en nokkrir af fallegustu gripunum verða til sýnis milli klukkan 12 og 14 og bifvélavirkjar svara spurningum. 1. apríl 2016 09:30 Opna Joe and the Juice í Alþingishúsinu Ekkert útboð fór fram. 1. apríl 2016 07:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira
Hafa hafið undirskriftarsöfnun gegn Joe and the Juice í Alþingishúsinu „Viljum við niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn? Nei!“ 1. apríl 2016 14:13
Fast 8 bílarnir til sýnis í dag Áhugafólk um bíla er velkomið en nokkrir af fallegustu gripunum verða til sýnis milli klukkan 12 og 14 og bifvélavirkjar svara spurningum. 1. apríl 2016 09:30