Hafa hafið undirskriftarsöfnun gegn Joe and the Juice í Alþingishúsinu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. apríl 2016 14:13 Framkvæmdir ganga vel en staðurinn verður opnaður eftir helgi. Vísir/Vilhelm Ekki eru allir sáttir við að Joe and the Juice opni útibú í Alþingishúsinu á mánudaginn næsta en greint var frá þessu í Fréttablaðinu í dag. Settur hefur verið af stað undirskriftarlisti í því skyni að mótmæla þróuninni en staðurinn verður ekki opinn almenningi en þingmönnum og starfsmönnum hússins mun gefast kostur á því að kaupa samlokur á kostakjörum. „Er þetta í alvöru það sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eru að beita sér fyrir? Nú er umræða um aflandsfélögin og mögulega spillingu í hámarki, en þrátt fyrir það fara þeir fram á samlokur á þingi – og niðurgreiddar í þokkabót,“ segir í undirskriftasöfnuninni. Framkvæmdir standa yfir um þessar mundir en staðurinn verður formlega opnaður á mánudag. Aðstandendur undirskriftarlistans hyggjast afhenda undirskriftirnar forseta Alþingis við það tækifæri.Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.Neita að niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn Máltíðir í Alþingishúsinu eru niðurgreiddar og kosta 550 krónur en samlokurnar verða aðeins dýrari. Samloka og lítill safi mun kosta samtals 1.500 krónur en þessi sama máltíð fyrir hinn almenna borgara kostar 2.100 krónur. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, benti á það í samtali við Fréttablaðið að ekkert útboð hefði farið fram á þjónustunni sem hann telur gagnrýnivert og undir það taka aðstandendur undirskriftarlistans. Nálgast má undirskriftarlistann hér. 49 hafa ritað nafn sitt við hann þegar þetta er skrifað. Til samanburðar má nefna að sú undirskriftarsöfnun sem telst hvað stærsta söfnun Íslandssögunnar er komin með 85,067 undirskriftir. Hún stafar frá Kára Stefánssyni og varðar endurreisn heilbrigðiskerfisins. „Viljum við niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn? Nei! Þess vegna skulum við öll skrifa nafn okkar á þennan lista og fara fram á að þeir að minnsta kosti greiði fyrir sitt fæði sjálfir, líkt og við hin gerum! Forseta Alþingis verður svo afhentur listinn á mánudag, þegar staðurinn verður formlega opnaður,“ spyrja reiðir landsmenn. Tengdar fréttir Opna Joe and the Juice í Alþingishúsinu Ekkert útboð fór fram. 1. apríl 2016 07:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Ekki eru allir sáttir við að Joe and the Juice opni útibú í Alþingishúsinu á mánudaginn næsta en greint var frá þessu í Fréttablaðinu í dag. Settur hefur verið af stað undirskriftarlisti í því skyni að mótmæla þróuninni en staðurinn verður ekki opinn almenningi en þingmönnum og starfsmönnum hússins mun gefast kostur á því að kaupa samlokur á kostakjörum. „Er þetta í alvöru það sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eru að beita sér fyrir? Nú er umræða um aflandsfélögin og mögulega spillingu í hámarki, en þrátt fyrir það fara þeir fram á samlokur á þingi – og niðurgreiddar í þokkabót,“ segir í undirskriftasöfnuninni. Framkvæmdir standa yfir um þessar mundir en staðurinn verður formlega opnaður á mánudag. Aðstandendur undirskriftarlistans hyggjast afhenda undirskriftirnar forseta Alþingis við það tækifæri.Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.Neita að niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn Máltíðir í Alþingishúsinu eru niðurgreiddar og kosta 550 krónur en samlokurnar verða aðeins dýrari. Samloka og lítill safi mun kosta samtals 1.500 krónur en þessi sama máltíð fyrir hinn almenna borgara kostar 2.100 krónur. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, benti á það í samtali við Fréttablaðið að ekkert útboð hefði farið fram á þjónustunni sem hann telur gagnrýnivert og undir það taka aðstandendur undirskriftarlistans. Nálgast má undirskriftarlistann hér. 49 hafa ritað nafn sitt við hann þegar þetta er skrifað. Til samanburðar má nefna að sú undirskriftarsöfnun sem telst hvað stærsta söfnun Íslandssögunnar er komin með 85,067 undirskriftir. Hún stafar frá Kára Stefánssyni og varðar endurreisn heilbrigðiskerfisins. „Viljum við niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn? Nei! Þess vegna skulum við öll skrifa nafn okkar á þennan lista og fara fram á að þeir að minnsta kosti greiði fyrir sitt fæði sjálfir, líkt og við hin gerum! Forseta Alþingis verður svo afhentur listinn á mánudag, þegar staðurinn verður formlega opnaður,“ spyrja reiðir landsmenn.
Tengdar fréttir Opna Joe and the Juice í Alþingishúsinu Ekkert útboð fór fram. 1. apríl 2016 07:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira