Belgísk yfirvöld hafa ákært 35 ára gamlan karlmann fyrir þátt sinn í hryðjuverkaárásunum í Brussel. Hann er þriðji maðurinn sem ákærður er vegna árásanna.
Í yfirlýsingu frá lögreglu var maðurinn aðeins nefndir Y.A og var hann ákærður fyrir að taka þátt í starfsemi hryðjuverkahópa.
Tveir aðrir menn, Abderrahmane A. og Rabah M, hafa einnig verið ákærðir vegna sömu saka.
Sá sem er helst grunaður um að vera höfuðpaur árásanna er maður að nafni Reda Kriket sem handtekinn var í París í síðustu viku.
Segir í yfirlýsingu frá saksóknara í París að magn vopna sem fannst á heimili Kriket bendi til þess að hann hafi haft í hyggju að fremja hryðjuverk í náinni framtíð.
Þá er einn maður í haldi lögreglu í Hollandi vegna tengsla við árásirnar. Lögregluyfirvöld víðsvegar um Evrópu starfa nú saman að því að rannsaka hryðjuverkaárásirnar í Brussel og til þess að koma í veg fyrir frekari árásir.
Þriðji maðurinn ákærður vegna hryðjuverkanna í Brussel

Tengdar fréttir

Handsömuðu mann sem grunaður er um að skipuleggja hryðjuverkaárás
Lögreglan í Rotterdam handtók í dag mann að beiðni franskra yfirvalda.

Tveir ákærðir í tengslum við árásirnar
Fjölmiðlar hafa gert því í skóna að þriðji maðurinn, sem sást á Zaventem-flugvellinum, sé í haldi lögreglu.

Einum þeirra sem helst var grunaður um þáttöku í hryðjuverkunum í Brussel sleppt úr haldi
Faycal Cheffou hefur verið sleppt úr haldi lögreglu í Brussel vegna skorts á sönnunargögnum.