Flugumfer
ð hófst um Zaventem-flugvöll í Brussel í dag þegar þrjár flugvélar á vegum Brussel-airlines héldu til jafnmargra áfangastaða í Evrópu. Tólf dagar eru síðan sjálfsmorðssprengjumenn ISIS myrtu sextán á flugvellinum. Hryðjuverkasamtökin létu einnig til skara skríða í öðrum hluta borgarinnar. Alls fórust þrjátíu og tveir í árásunum.
Gríðarleg öryggisgæsla er á flugvellinum og þurftu farþegar að undirgangast tvöfalda öryggisleit áður en þeir fengu að koma sér fyrir í sætum sínum.
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að starfsmenn Zaventem-flugvallar hafi safnast saman við flugbrautina til að fylgjast með flugtakinu, klukkan ellefu tuttugu fyrir hádegi í dag.
