Hvert stefnir? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 5. apríl 2016 07:00 Stjórnmálamönnum ber að að halda trúnaði við umbjóðendur sína og samfélagið og nú hafa nokkrir þeirra brugðist traustinu - einn þeirra sýnu verst og mest. Nokkrar misvænlegar leiðir eru færar til að lágmarka skaðann, hér innanlands jafnt sem utan landsins - þá gildir að yfirvegun og sanngirni ráði. Ég skora á allt frjálslynt og félagslega sinnað fólk um að ná sem mestri samstöðu þar um. Það tekur töluverðan tíma - jafnvel allmörg ár - að rétta kúrsinn af og þoka samfélaginu til margaukins jöfnuðar og minni (geldrar) markaðshyggju - hvað þá sjálfbærni sem framtíðin veltur á.Alþýða manna á betra skilið Alþýða manna - allir þeir sem vinna eða þjóna fyrir sér og sínum í sveita síns andlits - á annað og betra skilið en 607 aflandsmenn, auk bankstera, fjárglæframanna og hönnuða kollsteypunnar 2008. Fjöldinn ber auðvitað ábyrgð á eigin framtíð og verður að finna henni leið um fulltrúalýðræði og með samræðu. Á Íslandi er stjórnkerfi sem nefnist þingbundið lýðræði enn við lýði og ekkert sólóútspil einstaklinga á að vera í boði - einhvers konar gerræði sem á að bjarga málum. Heldur ekki stjórnlaus reiði stórra hópa. Munum líka að bak við einstaklinga eru jafnan fjölskyldur, vinir og samstarfsmenn sem geta harmað atburðarásir og hafa lítt eða ekkert með þær að gera. Mannúð kostar umhugsun.Styrkur frjálsrar upplýsingamiðlunar Að þessu sinni sýndu íslenskir og alþjóðlegir fjölmiðlar styrk frjálsrar upplýsingamiðlunar og skoðanaskipta og ber að þakka það - um leið og við höfnum síendurteknum tilraunum til að sverta þá með ásökunum um sviðsettar og tilhæfulausar árásir á stjórnmálamenn. Rökstudd gagnrýni er góð en hana sjáum við allt of sjaldan. Í annað sinn á einum áratug hriktir í samfélaginu svo um munar. Erum við mannskapur til að fást við það svo vel fari? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálamönnum ber að að halda trúnaði við umbjóðendur sína og samfélagið og nú hafa nokkrir þeirra brugðist traustinu - einn þeirra sýnu verst og mest. Nokkrar misvænlegar leiðir eru færar til að lágmarka skaðann, hér innanlands jafnt sem utan landsins - þá gildir að yfirvegun og sanngirni ráði. Ég skora á allt frjálslynt og félagslega sinnað fólk um að ná sem mestri samstöðu þar um. Það tekur töluverðan tíma - jafnvel allmörg ár - að rétta kúrsinn af og þoka samfélaginu til margaukins jöfnuðar og minni (geldrar) markaðshyggju - hvað þá sjálfbærni sem framtíðin veltur á.Alþýða manna á betra skilið Alþýða manna - allir þeir sem vinna eða þjóna fyrir sér og sínum í sveita síns andlits - á annað og betra skilið en 607 aflandsmenn, auk bankstera, fjárglæframanna og hönnuða kollsteypunnar 2008. Fjöldinn ber auðvitað ábyrgð á eigin framtíð og verður að finna henni leið um fulltrúalýðræði og með samræðu. Á Íslandi er stjórnkerfi sem nefnist þingbundið lýðræði enn við lýði og ekkert sólóútspil einstaklinga á að vera í boði - einhvers konar gerræði sem á að bjarga málum. Heldur ekki stjórnlaus reiði stórra hópa. Munum líka að bak við einstaklinga eru jafnan fjölskyldur, vinir og samstarfsmenn sem geta harmað atburðarásir og hafa lítt eða ekkert með þær að gera. Mannúð kostar umhugsun.Styrkur frjálsrar upplýsingamiðlunar Að þessu sinni sýndu íslenskir og alþjóðlegir fjölmiðlar styrk frjálsrar upplýsingamiðlunar og skoðanaskipta og ber að þakka það - um leið og við höfnum síendurteknum tilraunum til að sverta þá með ásökunum um sviðsettar og tilhæfulausar árásir á stjórnmálamenn. Rökstudd gagnrýni er góð en hana sjáum við allt of sjaldan. Í annað sinn á einum áratug hriktir í samfélaginu svo um munar. Erum við mannskapur til að fást við það svo vel fari?
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar