KA er úr leik í Lengjubikarnum eftir tap gegn Fylki, 4-2, í lokaumferð riðlakeppninnar.
KA hefði komist áfram með sigri og byrjaði leikinn vel er Húsvíkingurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði strax á 12. mínútur.
Fylkir svaraði því með þrem mörkum á níu mínútna kafla fyrir hlé. Oddur Ingi Guðmundsson, Jose Sito og Garðar Jóhannsson á skotskónum.
Spilandi aðstoðarþjálfarinn Garðar kom Fylki svo í 4-1 á 53. mínútu.
Hallgrímur Mar minnkaði muninn í tvö mörk með fallegu marki beint úr aukaspyrnu skömmu síðar en nær komust Norðanmenn ekki.
Fylkir vinnur riðilinn og Blikar fylgja þeim áfram upp úr riðlinum.
Aðstoðarþjálfarinn heitur gegn KA
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
