Ríkisráðstaskan sem reyndist eitt helsta sönnunargagn forsetans Birgir Olgeirsson skrifar 6. apríl 2016 17:27 Ólafi Ragnari var tíðrætt um embættismenn í eldhúsi Bessastaða sem biðu hans með ríkisráðstöskuna á meðan forsætisráðherrann bað hann um að skrifa undir þingrofstillögu sína. Vísir/Anton Brink/Forsætisráðuneytið Fáar töskur hafa vakið jafn mikla athygli og ríkisráðstaskan svokallaða sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, nefndi sem sönnun fyrir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefði óskað formlega eftir þingrofi við sig á fundi sem þeir áttu saman í hádeginu á Bessastöðum í gær. Vísir sendi fyrirspurn til Ragnhildar Arnljótsdóttur, ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins, þar sem spurt var út í viðkomandi ríkisráðstösku en hún sagði ekki til sérstaka tösku í forsætisráðuneytinu sem merkt er eða einkennd sem „ríkisráðstaska“. Hins vegar segir hún tvær skjalatöskur þó til í ráðuneytinu sem meðal annars eru notaðar til að bera skjöl til undirritunar forseta og sendi því til sönnunar mynd af þessum umræddu töskum, sem sjá má hér fyrir ofan, en ekki er vitað hvor þeirra var tekin með á Bessastaði í gær.Sigmundur fékk þvert nei við erindi sínu á fundi á Bessastöðum.vísir/AntonSögulegur fundurÓlafur Ragnar greindi frá því á blaðamannafundi í gær, eftir fund sinn með forsætisráðherra, að Sigmundur Davíð hefði óskað eftir því að forsetinn myndi skrifa undir þingrofstillög Sigmundar Davíðs. Ólafur Ragnar varð ekki við þeirri ósk og fór þá Sigmundur Davíð fram á að forsetinn myndi gefa heit um undirskrift á slíka tillögu síðar, sem Ólafur Ragnar neitaði einnig. Taldi Ólafur Ragnar það ekki við hæfi fyrr en hann hefði rætt við formann Sjálfstæðisflokksins.Ætlaði að nota tillöguna sem vopn í viðræðum Forsetinn sagðist hafa dregið þá ályktun eftir fund sinn með Sigmundi Davíð að forsætisráðherrann ætlaði sér að nota þingrofstillöguna sem vopn í viðræðum sínum við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, um áframhaldandi stjórnarsamstarf flokkanna. Ólafur Ragnar sagði það ekki við hæfi að forsetaembættið væri notað sem leikflétta í slíkum aflraunum frá einni klukkustund til annarrar á milli forystumanna stjórnarflokkanna. Sagði hann þessa ályktun sína hafa styrkst eftir fundinn sem hann átti síðar með formanni Sjálfstæðisflokksins.Sagði túlkun forsetans á fundinum ranga Eftir að Ólafur Ragnar hafði greint blaðamönnum frá niðurstöðu af fundi hans með Sigmundi Davíð barst fréttatilkynning frá forsætisráðuneytinu þar sem kom fram að formleg tillaga hefði ekki verið borin upp á fundinum né kynnt forseta Íslands eins og skilja mátti af ummælum forsetans að fundi loknum. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kom fram að Sigmundur Davíð hefði tjáð forsetanum að hann hygðist bera þingrofstillöguna formlega upp við forseta ef í ljós kæmi að að meirihluta stuðningur við ríkisstjórnina væri brostinn.Embættismenn og skjalataskan helsta sönnunargagn forsetans Ólafur Ragnar sagði í kvöldfréttum í gær að það væri alveg ljóst að sínu mati hver ætlun forsætisráðherra var á þessum fundi og nefndi því til sönnunar embættismenn sem biðu hans inni í eldhúsi á Bessastöðum með skjalatösku ríkisráðsins með í för sem innihélt tillöguna sem hann átti að undirrita. Sagði hann þetta í fyrsta skiptið í sinni forsetatíð sem forsætisráðherra kemur til samræðufundar við forseta með því að hafa embættismenn ríkisráðsins með sér „Það er fullkomlega ljóst hvernig þessi atburðarás var enda hvaða erindi átti ritari ríkisráðs og skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins með ríkisráðstöskuna hingað til Bessastaða ef það var ekki ætlunin,“ sagði Ólafur Ragnar við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gærkvöldi.Forsetanum gramdist að ályktað væri að hann hefði ekkert um málið að segja Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir það liggja í augum uppi að Ólafi Ragnari gramdist, svo vægt sé til orða tekið, að Sigmundur Davíð virtist líta svo á að hann væri á leið til Bessastaða til að ná í stimpil og undirritun þar sem forseti hefði ekkert vald um það hvort hann yrði við vilja forsætisráðherra eður ei.Guðni Th. Jóhannesson.vísir/gvaÓlafur Ragnar var vel vígbúinn „Sigmundi til varnar þar má segja að sú hefur verið venjan og hefðin í íslenskri stjórnskipun að leggi forsætisráðherrann fram ósk um þingrof þá verði forsetinn við því. Hins vegar er fordæmalaust að forsætisráðherra arki til Bessastaða með þingrofsbeiðni í vasanum, eða skjalatöskunni, en hafi ekki rætt það með formlegum hætti við leiðtoga samstarfsflokk í ríkisstjórn og ekki einu sinni félaga í eigin flokki og þess vegna var Ólafur Ragnar vel vígbúinn þegar þeir mættust á vellinum,“ segir Guðni.Krúttlegt að til sé háæruverðug ríkisráðstaska Varðandi ríkisráðstöskuna segir Guðni að hann hafi aldrei séð hana en lesið fagurlega ritaðar fundargerðir ríkisráðs í stórum fundargerðabókum og dregið þá ályktun að ríkisráðstaskan væri stærri en venjuleg skjalataska. Hann segir hana í lítilli notkun enda ríkisráðsfundir venjulega haldnir einu sinni til tvisvar á ári og komið hafa ár þar sem enginn ríkisráðsfundur hefur verið haldinn. Spurður af hverju þurfi sérstaka ríkisráðstösku segir hann Íslendinga ekki svo ríka af hefðum í stjórnskipun. „Þannig að þetta er kannski eitt af því fáa sem við höfum og kannski dálítið sætt og krúttlegt, af það orð má nota, að til sé sérstök háæruverðug skjalataska ríkisráðs.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur ræddi við blaðamenn vegna Facebook-færslu Sigmundar Davíðs „Það er harla óvenjulegt að forseti tali við fjölmiðla í kjölfar funds með forsætisráðherra,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. 5. apríl 2016 13:30 Ólafur Ragnar vísar áburði um ósannsögli á bug Sigmundur Davíð kvaðst ekki hafa óskað eftir þingrofi. 5. apríl 2016 19:03 "Forsetinn tekur að sér að verða gæslumaður ríkisstjórnarinnar“ Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti, segir ákvörðun forseta í meira lagi óvenjulega. 5. apríl 2016 13:10 Ólafur Ragnar sagður hafa rassskellt Sigmund Davíð Millileikur Ólafs Ragnars, að neita Sigmundi um heimild til þingrofs, er metið sem leikur stórmeistara -- sem hefur sett forsætisráðherra í vonlausa stöðu. 5. apríl 2016 15:07 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Fáar töskur hafa vakið jafn mikla athygli og ríkisráðstaskan svokallaða sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, nefndi sem sönnun fyrir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefði óskað formlega eftir þingrofi við sig á fundi sem þeir áttu saman í hádeginu á Bessastöðum í gær. Vísir sendi fyrirspurn til Ragnhildar Arnljótsdóttur, ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins, þar sem spurt var út í viðkomandi ríkisráðstösku en hún sagði ekki til sérstaka tösku í forsætisráðuneytinu sem merkt er eða einkennd sem „ríkisráðstaska“. Hins vegar segir hún tvær skjalatöskur þó til í ráðuneytinu sem meðal annars eru notaðar til að bera skjöl til undirritunar forseta og sendi því til sönnunar mynd af þessum umræddu töskum, sem sjá má hér fyrir ofan, en ekki er vitað hvor þeirra var tekin með á Bessastaði í gær.Sigmundur fékk þvert nei við erindi sínu á fundi á Bessastöðum.vísir/AntonSögulegur fundurÓlafur Ragnar greindi frá því á blaðamannafundi í gær, eftir fund sinn með forsætisráðherra, að Sigmundur Davíð hefði óskað eftir því að forsetinn myndi skrifa undir þingrofstillög Sigmundar Davíðs. Ólafur Ragnar varð ekki við þeirri ósk og fór þá Sigmundur Davíð fram á að forsetinn myndi gefa heit um undirskrift á slíka tillögu síðar, sem Ólafur Ragnar neitaði einnig. Taldi Ólafur Ragnar það ekki við hæfi fyrr en hann hefði rætt við formann Sjálfstæðisflokksins.Ætlaði að nota tillöguna sem vopn í viðræðum Forsetinn sagðist hafa dregið þá ályktun eftir fund sinn með Sigmundi Davíð að forsætisráðherrann ætlaði sér að nota þingrofstillöguna sem vopn í viðræðum sínum við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, um áframhaldandi stjórnarsamstarf flokkanna. Ólafur Ragnar sagði það ekki við hæfi að forsetaembættið væri notað sem leikflétta í slíkum aflraunum frá einni klukkustund til annarrar á milli forystumanna stjórnarflokkanna. Sagði hann þessa ályktun sína hafa styrkst eftir fundinn sem hann átti síðar með formanni Sjálfstæðisflokksins.Sagði túlkun forsetans á fundinum ranga Eftir að Ólafur Ragnar hafði greint blaðamönnum frá niðurstöðu af fundi hans með Sigmundi Davíð barst fréttatilkynning frá forsætisráðuneytinu þar sem kom fram að formleg tillaga hefði ekki verið borin upp á fundinum né kynnt forseta Íslands eins og skilja mátti af ummælum forsetans að fundi loknum. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kom fram að Sigmundur Davíð hefði tjáð forsetanum að hann hygðist bera þingrofstillöguna formlega upp við forseta ef í ljós kæmi að að meirihluta stuðningur við ríkisstjórnina væri brostinn.Embættismenn og skjalataskan helsta sönnunargagn forsetans Ólafur Ragnar sagði í kvöldfréttum í gær að það væri alveg ljóst að sínu mati hver ætlun forsætisráðherra var á þessum fundi og nefndi því til sönnunar embættismenn sem biðu hans inni í eldhúsi á Bessastöðum með skjalatösku ríkisráðsins með í för sem innihélt tillöguna sem hann átti að undirrita. Sagði hann þetta í fyrsta skiptið í sinni forsetatíð sem forsætisráðherra kemur til samræðufundar við forseta með því að hafa embættismenn ríkisráðsins með sér „Það er fullkomlega ljóst hvernig þessi atburðarás var enda hvaða erindi átti ritari ríkisráðs og skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins með ríkisráðstöskuna hingað til Bessastaða ef það var ekki ætlunin,“ sagði Ólafur Ragnar við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gærkvöldi.Forsetanum gramdist að ályktað væri að hann hefði ekkert um málið að segja Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir það liggja í augum uppi að Ólafi Ragnari gramdist, svo vægt sé til orða tekið, að Sigmundur Davíð virtist líta svo á að hann væri á leið til Bessastaða til að ná í stimpil og undirritun þar sem forseti hefði ekkert vald um það hvort hann yrði við vilja forsætisráðherra eður ei.Guðni Th. Jóhannesson.vísir/gvaÓlafur Ragnar var vel vígbúinn „Sigmundi til varnar þar má segja að sú hefur verið venjan og hefðin í íslenskri stjórnskipun að leggi forsætisráðherrann fram ósk um þingrof þá verði forsetinn við því. Hins vegar er fordæmalaust að forsætisráðherra arki til Bessastaða með þingrofsbeiðni í vasanum, eða skjalatöskunni, en hafi ekki rætt það með formlegum hætti við leiðtoga samstarfsflokk í ríkisstjórn og ekki einu sinni félaga í eigin flokki og þess vegna var Ólafur Ragnar vel vígbúinn þegar þeir mættust á vellinum,“ segir Guðni.Krúttlegt að til sé háæruverðug ríkisráðstaska Varðandi ríkisráðstöskuna segir Guðni að hann hafi aldrei séð hana en lesið fagurlega ritaðar fundargerðir ríkisráðs í stórum fundargerðabókum og dregið þá ályktun að ríkisráðstaskan væri stærri en venjuleg skjalataska. Hann segir hana í lítilli notkun enda ríkisráðsfundir venjulega haldnir einu sinni til tvisvar á ári og komið hafa ár þar sem enginn ríkisráðsfundur hefur verið haldinn. Spurður af hverju þurfi sérstaka ríkisráðstösku segir hann Íslendinga ekki svo ríka af hefðum í stjórnskipun. „Þannig að þetta er kannski eitt af því fáa sem við höfum og kannski dálítið sætt og krúttlegt, af það orð má nota, að til sé sérstök háæruverðug skjalataska ríkisráðs.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur ræddi við blaðamenn vegna Facebook-færslu Sigmundar Davíðs „Það er harla óvenjulegt að forseti tali við fjölmiðla í kjölfar funds með forsætisráðherra,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. 5. apríl 2016 13:30 Ólafur Ragnar vísar áburði um ósannsögli á bug Sigmundur Davíð kvaðst ekki hafa óskað eftir þingrofi. 5. apríl 2016 19:03 "Forsetinn tekur að sér að verða gæslumaður ríkisstjórnarinnar“ Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti, segir ákvörðun forseta í meira lagi óvenjulega. 5. apríl 2016 13:10 Ólafur Ragnar sagður hafa rassskellt Sigmund Davíð Millileikur Ólafs Ragnars, að neita Sigmundi um heimild til þingrofs, er metið sem leikur stórmeistara -- sem hefur sett forsætisráðherra í vonlausa stöðu. 5. apríl 2016 15:07 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Ólafur ræddi við blaðamenn vegna Facebook-færslu Sigmundar Davíðs „Það er harla óvenjulegt að forseti tali við fjölmiðla í kjölfar funds með forsætisráðherra,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. 5. apríl 2016 13:30
Ólafur Ragnar vísar áburði um ósannsögli á bug Sigmundur Davíð kvaðst ekki hafa óskað eftir þingrofi. 5. apríl 2016 19:03
"Forsetinn tekur að sér að verða gæslumaður ríkisstjórnarinnar“ Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti, segir ákvörðun forseta í meira lagi óvenjulega. 5. apríl 2016 13:10
Ólafur Ragnar sagður hafa rassskellt Sigmund Davíð Millileikur Ólafs Ragnars, að neita Sigmundi um heimild til þingrofs, er metið sem leikur stórmeistara -- sem hefur sett forsætisráðherra í vonlausa stöðu. 5. apríl 2016 15:07