Myndbandið er tekið úr nokkrum öryggismyndavélum en áður hafa birst myndir af manninum við hlið þeirra tveggja sem sprengdu sig á flugvellinum. Á myndbandinu sést hann fara frá flugvellinum og að Malbeek-lestarstöðinni, þar sem önnur sprengja sprakk. Hann sást svo aftur um fjörutíu mínútum eftir þriðju sprengjuárásina.
Maðurinn er klæddur í ljósan jakka og með hatt á myndunum. Lögregla telur að hann hafi losað sig við jakkann, en hann er enn ófundinn.
Ekki hafa verið borin kennsl á manninn.
Umrætt myndband má sjá hér fyrir neðan.