KR er komið áfram í undanúrslit Lengjubikarins í fótbolta eftir 3-0 sigur á Fylki á Valsvellinum í kvöld.
Staðan var markalaus í hálfleik en KR-ingar geta þakkað markverði sínum, Stefáni Loga Magnússyni, fyrir það en hann varði nokkrum sinnum vel frá Árbæingum í upplögðum færum.
KR-ingar vöknuðu til lífsins í seinni hálfleik og kláruðu leikinn með þremur mörkum á 16 mínútna kafla. Morten Beck Andersen skoraði tvö mörk og Óskar Örn Hauksson eitt.
KR og Víkingur eru komin áfram í undanúrslit Lengjubikarsins en nú stendur yfir leikur Keflavíkur og FH í 8-liða úrslitunum. Staðan var markalaus í hálfleik.
Á miðvikudaginn mætast svo Valur og Breiðablik í síðasta leik 8-liða úrslitanna.
