Fótbolti

Evra ætlar að spila þar til hann verður fertugur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Evra í leik með Juve.
Evra í leik með Juve. vísir/getty
Bakvörðurinn Patrice Evra er alls ekki á þeim buxunum að leggja skóna á hilluna og segist ætla spila þangað til hann verður fertugur.

Evra lék í mörg ár með Manchester United og vann hann þar marga titla. Í dag er hann leikmaður Juventus á Ítalíu en vill komast frá félaginu en þessi 34 ára bakvörður hefur lengi verið leikmaður franska landsliðsins og verður í eldlínunni í Frakklandi í sumar.

„Svo lengi sem ég er enn að spila fótbolta þá hef ég metnað til að spila með franska landsliðinu,“ segir Evra við L'Equipe.

„Mínar fyrirmyndir eru Javier Zanetti, Ryan Giggs og Paolo Maldini. Þeir hættu allir þegar þeir voru fertugir og það er það sem ég ætla að gera.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×