Yngsti meðlimur MisFit Athletics teymisins frá upphafi Guðrún Ansnes skrifar 11. apríl 2016 11:38 Haraldur tekur CrossFit alla leið og segist sjálfur ekki þrífast án þessa að hreyfa sig duglega. Vísir/Ernir „Ég er sá eini utan Bandaríkjanna og eini unglingurinn á heimsvísu sem hefur fengið að vera með í þessu,“ segir Haraldur Holgersson, 17 ára, sem nýlega var boðið að verða svokallaður MisFit Athlete.„Þetta er mjög stórt, enda eitt þekktasta CrossFit-prógramm í heiminum.“ Hefur það í för með sér að Haraldur kemur til með að svara spurningum þeirra sem nýta sér prógrammið ásamt því að birta af sér myndbönd. Haraldur er fyrsti unglingurinn sem fær boð um að slást í hópinn og ber fyrirtækið honum söguna vel á Instagram-síðu sinni, þar sem segir meðal annars að afar fágætt sé að svo ungur einstaklingur nái jafn miklum framförum og Haraldur. Þá er hann jafnframt lofsamaður fyrir vinnusemina og sagður draumur hvers þjálfara en Haraldur hefur nýtt sér prógrammið í rúmt ár. „Hver sem er getur tekið þátt í forkeppninni sem er á vegum CrossFit Inc., maður þarf bara að hafa aðgang að CrossFit-stöð og þar eru þjálfarar sem geta dæmt þig. Þetta er fimm vikna keppni og í lokin birtast svo úrslit,“ útskýrir Haraldur. Til að komast á hina eftirsóknarverðu heimsleika þurfa keppendur að ná einu af efstu tíu sætunum og það gerði Haraldur í ár, náði 5. sæti, og keppir í flokki 16-17 ára unglinga á leikunum. „Það var markmiðið og draumur hvers þess sem æfir,“ segir hann ánægður og bætir við að í fyrra hafi hann reynt og lent þá í 43. sæti. Hann er að vonum spenntur fyrir að komast til Los Angeles þar sem leikarnir fara fram dagana 19. til 21. júlí næstkomandi, en þó hitinn heilli Íslendinginn þá gæti hann samtímis orðið honum áskorun. „Þetta er náttúrulega rosalegur hiti. Ég kem til með að undirbúa mig með því að æfa í sánu vikurnar áður og vera duglegur að mæta í hot jóga tíma. Auk þess stefnum við á að fara út tveimur vikum fyrir keppnina til að aðlagast hitanum. Annars verður maður bara að vera duglegur að drekka mikið vatn og passa upp á steinefnin í líkamanum,“ útskýrir hann. Aðspurður hvað það þýði fyrir ungling að komast svona langt, og hvort það þýði að bankabókin þykkni, hlær hann og segist ekki eiga von á því. „Það eru ekki miklir peningar í þessu fyrir unglinga, en það hefur mikil áhrif að fá að taka þátt. Þannig fæ ég athygli sem þýðir auknar líkur á að fyrirtæki sponsori mann. Svo er þetta bara mjög góð reynsla. Annars er ég búinn að fá heilmikið af fötum og svoleiðis, sem er ekki leiðinlegt.“ Með Haraldi fara móðir hans Katrín Halldórsdóttir og tveir þjálfarar sem hafa hjálpað honum gríðarlega, þau Árni Björn Kristjánsson og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, eigandi CrossFit XY þar sem Haraldur æfir. Haraldur hefur hug á að leggja sportið fyrir sig og gerast atvinnumaður í framtíðinni. „Ef það gengur ekki þá langar mig að verða þjálfari,“ segir hann af mikilli hógværð að lokum. Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Hollywood speglarnir slá í gegn Lífið samstarf Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Sjá meira
„Ég er sá eini utan Bandaríkjanna og eini unglingurinn á heimsvísu sem hefur fengið að vera með í þessu,“ segir Haraldur Holgersson, 17 ára, sem nýlega var boðið að verða svokallaður MisFit Athlete.„Þetta er mjög stórt, enda eitt þekktasta CrossFit-prógramm í heiminum.“ Hefur það í för með sér að Haraldur kemur til með að svara spurningum þeirra sem nýta sér prógrammið ásamt því að birta af sér myndbönd. Haraldur er fyrsti unglingurinn sem fær boð um að slást í hópinn og ber fyrirtækið honum söguna vel á Instagram-síðu sinni, þar sem segir meðal annars að afar fágætt sé að svo ungur einstaklingur nái jafn miklum framförum og Haraldur. Þá er hann jafnframt lofsamaður fyrir vinnusemina og sagður draumur hvers þjálfara en Haraldur hefur nýtt sér prógrammið í rúmt ár. „Hver sem er getur tekið þátt í forkeppninni sem er á vegum CrossFit Inc., maður þarf bara að hafa aðgang að CrossFit-stöð og þar eru þjálfarar sem geta dæmt þig. Þetta er fimm vikna keppni og í lokin birtast svo úrslit,“ útskýrir Haraldur. Til að komast á hina eftirsóknarverðu heimsleika þurfa keppendur að ná einu af efstu tíu sætunum og það gerði Haraldur í ár, náði 5. sæti, og keppir í flokki 16-17 ára unglinga á leikunum. „Það var markmiðið og draumur hvers þess sem æfir,“ segir hann ánægður og bætir við að í fyrra hafi hann reynt og lent þá í 43. sæti. Hann er að vonum spenntur fyrir að komast til Los Angeles þar sem leikarnir fara fram dagana 19. til 21. júlí næstkomandi, en þó hitinn heilli Íslendinginn þá gæti hann samtímis orðið honum áskorun. „Þetta er náttúrulega rosalegur hiti. Ég kem til með að undirbúa mig með því að æfa í sánu vikurnar áður og vera duglegur að mæta í hot jóga tíma. Auk þess stefnum við á að fara út tveimur vikum fyrir keppnina til að aðlagast hitanum. Annars verður maður bara að vera duglegur að drekka mikið vatn og passa upp á steinefnin í líkamanum,“ útskýrir hann. Aðspurður hvað það þýði fyrir ungling að komast svona langt, og hvort það þýði að bankabókin þykkni, hlær hann og segist ekki eiga von á því. „Það eru ekki miklir peningar í þessu fyrir unglinga, en það hefur mikil áhrif að fá að taka þátt. Þannig fæ ég athygli sem þýðir auknar líkur á að fyrirtæki sponsori mann. Svo er þetta bara mjög góð reynsla. Annars er ég búinn að fá heilmikið af fötum og svoleiðis, sem er ekki leiðinlegt.“ Með Haraldi fara móðir hans Katrín Halldórsdóttir og tveir þjálfarar sem hafa hjálpað honum gríðarlega, þau Árni Björn Kristjánsson og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, eigandi CrossFit XY þar sem Haraldur æfir. Haraldur hefur hug á að leggja sportið fyrir sig og gerast atvinnumaður í framtíðinni. „Ef það gengur ekki þá langar mig að verða þjálfari,“ segir hann af mikilli hógværð að lokum.
Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Hollywood speglarnir slá í gegn Lífið samstarf Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Sjá meira