Framtíðin er núna Stjórnarmaðurinn skrifar 30. mars 2016 09:00 Fjölmiðlun er í sífelldri mótun eftir því sem tækni og neysluháttum fleygir fram. Í því samhengi er algengt að heyra dómsdagsspár um örlög hefðbundinna fjölmiðlafyrirtækja. Oft halda spámennirnir því fram að fyrirtæki á borð við Netflix eða Spotify séu framtíðin. Þess vegna er áhugavert að rýna í tölur og afkomu þessara nýju afþreyingarrisa, en þegar það er gert er varla hægt að komast að annarri niðurstöðu en að enn sem komið er hafi þeim ekki tekist að ramba á viðskiptamódel sem virkar. Tekjur sænsku tónlistarveitunnar Spotify námu þannig réttum 1,1 milljarði Bandaríkjadala á síðasta ári, þrátt fyrir það skilar félagið enn tapi sem nam réttum 200 milljónum dala árið 2014. Bandaríska þjónustan Pandora, sem er áþekk Spotify, áætlar tekjur sínar á þessu ári um 1,4 milljarða Bandaríkjadala, og að tapið verði sambærilegt og hjá Spotify. Apple niðurgreiðir tap af tónlistarveitu sinni úr sínum djúpu vösum. Sambærilega sögu er að segja af Netflix. Þrátt fyrir tekjur upp á rétta sjö milljarða Bandaríkjadala er EBIDTA hagnaður félagsins einungis 370 milljónir Bandaríkjadala. Það telst ekki mikið úr þessum mikla tekjustofni. Þrátt fyrir þetta er Netflix metið á 43 milljarða dollara, eða tæplega 85-falt EBIDTA næsta árs. Til samanburðar er Sky, stærsta sjónvarpsfyrirtæki Bretlands, metið á tæplega tífalt EBIDTA. Sky er með langa sögu af arðbærum rekstri, bætir stöðugt við sig viðskiptavinum, er með tvöfalt hærri tekjur en Netflix og tífalt EBIDTA. Hvar liggur verðmunurinn? Sennilega í væntingum um framtíðina. Ljóst er að fyrirtæki á borð við Netflix og Spotify þurfa að hækka verð umtalsvert enda vandséð að hægt sé að fjölga notendum endalaust. Þar liggur hundurinn sennilega grafinn, því hvað gera notendurnir ef verðið hækkar upp úr öllu valdi? Hvað sem því líður er ljóst að nýju afþreyingarrisarnir þurfa að réttlæta stjarnfræðilegt verðmatið fyrr eða síðar. Framtíðin er núna. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Fjölmiðlun er í sífelldri mótun eftir því sem tækni og neysluháttum fleygir fram. Í því samhengi er algengt að heyra dómsdagsspár um örlög hefðbundinna fjölmiðlafyrirtækja. Oft halda spámennirnir því fram að fyrirtæki á borð við Netflix eða Spotify séu framtíðin. Þess vegna er áhugavert að rýna í tölur og afkomu þessara nýju afþreyingarrisa, en þegar það er gert er varla hægt að komast að annarri niðurstöðu en að enn sem komið er hafi þeim ekki tekist að ramba á viðskiptamódel sem virkar. Tekjur sænsku tónlistarveitunnar Spotify námu þannig réttum 1,1 milljarði Bandaríkjadala á síðasta ári, þrátt fyrir það skilar félagið enn tapi sem nam réttum 200 milljónum dala árið 2014. Bandaríska þjónustan Pandora, sem er áþekk Spotify, áætlar tekjur sínar á þessu ári um 1,4 milljarða Bandaríkjadala, og að tapið verði sambærilegt og hjá Spotify. Apple niðurgreiðir tap af tónlistarveitu sinni úr sínum djúpu vösum. Sambærilega sögu er að segja af Netflix. Þrátt fyrir tekjur upp á rétta sjö milljarða Bandaríkjadala er EBIDTA hagnaður félagsins einungis 370 milljónir Bandaríkjadala. Það telst ekki mikið úr þessum mikla tekjustofni. Þrátt fyrir þetta er Netflix metið á 43 milljarða dollara, eða tæplega 85-falt EBIDTA næsta árs. Til samanburðar er Sky, stærsta sjónvarpsfyrirtæki Bretlands, metið á tæplega tífalt EBIDTA. Sky er með langa sögu af arðbærum rekstri, bætir stöðugt við sig viðskiptavinum, er með tvöfalt hærri tekjur en Netflix og tífalt EBIDTA. Hvar liggur verðmunurinn? Sennilega í væntingum um framtíðina. Ljóst er að fyrirtæki á borð við Netflix og Spotify þurfa að hækka verð umtalsvert enda vandséð að hægt sé að fjölga notendum endalaust. Þar liggur hundurinn sennilega grafinn, því hvað gera notendurnir ef verðið hækkar upp úr öllu valdi? Hvað sem því líður er ljóst að nýju afþreyingarrisarnir þurfa að réttlæta stjarnfræðilegt verðmatið fyrr eða síðar. Framtíðin er núna.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira