Boða til mótmæla á Austurvelli og krefjast kosninga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. mars 2016 11:53 Frá mótmælum á Austurvelli í maí í fyrra. vísir/stefán Búið er að boða til mótmæla á Austurvelli næstkomandi mánudag klukkan 17 en klukkan 15 kemur Alþingi saman á ný eftir páskahlé. Jæja og Skiltakarlarnir blása til mótmælanna og er krafan sú að boðað verði til kosninga strax þar sem ríkisstjórnin sé umboðslaus. Á Facebook-síðu mótmælanna eru ýmis mál sem komið hafa upp síðustu misseri rakin, meðal annars sala á hlut Landsbankans í Borgun, tengsl Illuga Gunnarssonar við Orku Energy, Lekamálið og Wintris-málið sem er vægast sagt afar umdeilt. Komið hefur í ljós að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, á um milljarð í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum sem lýsti yfir 500 milljóna kröfum í þrotabú föllnu bankanna. „Þessi ríkisstjórn er vanhæf, ekki aðeins einstakir þingmenn og ráðherrar. Þessari stjórn ekki treystandi lengur, að mati meirihluta þjóðarinnar. Almenningur óttast að ríkisstjórnin ætli að færa stóreignamönnum sem mest af eignum ríkisins áður en næstu kosningar verða eftir um ár. Það má ekki verða. Því verður þessi ríkisstjórn að víkja, vegna eigin verka og vegna eigin spillingar. Að ekki sé minnst á tilraunir til að koma í veg fyrir að þjóðin fái þá nýju stjórnarskrá sem hún samdi sér og samþykkti. Sú atlaga að lýðræði í landinu er farin að vekja athygli um allan heim,“ segir á síðu mótmælanna. Vegna Wintris-málsins var sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð segi af sér. Þegar þetta er skrifað hafa yfir 13 þúsund manns skrifað undir en undir aðra undirskriftasöfnun, þar sem forsætisráðherra er þakkað fyrir góð störf, hafa tæplega 900 manns skrifað. Tengdar fréttir Þrír ráðherrar sagðir með tengsl við aflandsfélög í skattaskjólum Þrír íslenskir ráðherrar og fleira áhrifafólk í íslenskum stjórnmálum eru sagðir vera á listum yfir eigendur aflandsfélaga í skattaskjólum. 29. mars 2016 18:26 Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30 Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25 Tíu þúsund manns kalla eftir afsögn Tíu þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem forsætisráðherra og þingmaður. 29. mars 2016 15:06 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Búið er að boða til mótmæla á Austurvelli næstkomandi mánudag klukkan 17 en klukkan 15 kemur Alþingi saman á ný eftir páskahlé. Jæja og Skiltakarlarnir blása til mótmælanna og er krafan sú að boðað verði til kosninga strax þar sem ríkisstjórnin sé umboðslaus. Á Facebook-síðu mótmælanna eru ýmis mál sem komið hafa upp síðustu misseri rakin, meðal annars sala á hlut Landsbankans í Borgun, tengsl Illuga Gunnarssonar við Orku Energy, Lekamálið og Wintris-málið sem er vægast sagt afar umdeilt. Komið hefur í ljós að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, á um milljarð í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum sem lýsti yfir 500 milljóna kröfum í þrotabú föllnu bankanna. „Þessi ríkisstjórn er vanhæf, ekki aðeins einstakir þingmenn og ráðherrar. Þessari stjórn ekki treystandi lengur, að mati meirihluta þjóðarinnar. Almenningur óttast að ríkisstjórnin ætli að færa stóreignamönnum sem mest af eignum ríkisins áður en næstu kosningar verða eftir um ár. Það má ekki verða. Því verður þessi ríkisstjórn að víkja, vegna eigin verka og vegna eigin spillingar. Að ekki sé minnst á tilraunir til að koma í veg fyrir að þjóðin fái þá nýju stjórnarskrá sem hún samdi sér og samþykkti. Sú atlaga að lýðræði í landinu er farin að vekja athygli um allan heim,“ segir á síðu mótmælanna. Vegna Wintris-málsins var sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð segi af sér. Þegar þetta er skrifað hafa yfir 13 þúsund manns skrifað undir en undir aðra undirskriftasöfnun, þar sem forsætisráðherra er þakkað fyrir góð störf, hafa tæplega 900 manns skrifað.
Tengdar fréttir Þrír ráðherrar sagðir með tengsl við aflandsfélög í skattaskjólum Þrír íslenskir ráðherrar og fleira áhrifafólk í íslenskum stjórnmálum eru sagðir vera á listum yfir eigendur aflandsfélaga í skattaskjólum. 29. mars 2016 18:26 Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30 Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25 Tíu þúsund manns kalla eftir afsögn Tíu þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem forsætisráðherra og þingmaður. 29. mars 2016 15:06 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Þrír ráðherrar sagðir með tengsl við aflandsfélög í skattaskjólum Þrír íslenskir ráðherrar og fleira áhrifafólk í íslenskum stjórnmálum eru sagðir vera á listum yfir eigendur aflandsfélaga í skattaskjólum. 29. mars 2016 18:26
Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38
Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30
Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25
Tíu þúsund manns kalla eftir afsögn Tíu þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem forsætisráðherra og þingmaður. 29. mars 2016 15:06