Boða til mótmæla á Austurvelli og krefjast kosninga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. mars 2016 11:53 Frá mótmælum á Austurvelli í maí í fyrra. vísir/stefán Búið er að boða til mótmæla á Austurvelli næstkomandi mánudag klukkan 17 en klukkan 15 kemur Alþingi saman á ný eftir páskahlé. Jæja og Skiltakarlarnir blása til mótmælanna og er krafan sú að boðað verði til kosninga strax þar sem ríkisstjórnin sé umboðslaus. Á Facebook-síðu mótmælanna eru ýmis mál sem komið hafa upp síðustu misseri rakin, meðal annars sala á hlut Landsbankans í Borgun, tengsl Illuga Gunnarssonar við Orku Energy, Lekamálið og Wintris-málið sem er vægast sagt afar umdeilt. Komið hefur í ljós að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, á um milljarð í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum sem lýsti yfir 500 milljóna kröfum í þrotabú föllnu bankanna. „Þessi ríkisstjórn er vanhæf, ekki aðeins einstakir þingmenn og ráðherrar. Þessari stjórn ekki treystandi lengur, að mati meirihluta þjóðarinnar. Almenningur óttast að ríkisstjórnin ætli að færa stóreignamönnum sem mest af eignum ríkisins áður en næstu kosningar verða eftir um ár. Það má ekki verða. Því verður þessi ríkisstjórn að víkja, vegna eigin verka og vegna eigin spillingar. Að ekki sé minnst á tilraunir til að koma í veg fyrir að þjóðin fái þá nýju stjórnarskrá sem hún samdi sér og samþykkti. Sú atlaga að lýðræði í landinu er farin að vekja athygli um allan heim,“ segir á síðu mótmælanna. Vegna Wintris-málsins var sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð segi af sér. Þegar þetta er skrifað hafa yfir 13 þúsund manns skrifað undir en undir aðra undirskriftasöfnun, þar sem forsætisráðherra er þakkað fyrir góð störf, hafa tæplega 900 manns skrifað. Tengdar fréttir Þrír ráðherrar sagðir með tengsl við aflandsfélög í skattaskjólum Þrír íslenskir ráðherrar og fleira áhrifafólk í íslenskum stjórnmálum eru sagðir vera á listum yfir eigendur aflandsfélaga í skattaskjólum. 29. mars 2016 18:26 Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30 Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25 Tíu þúsund manns kalla eftir afsögn Tíu þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem forsætisráðherra og þingmaður. 29. mars 2016 15:06 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Búið er að boða til mótmæla á Austurvelli næstkomandi mánudag klukkan 17 en klukkan 15 kemur Alþingi saman á ný eftir páskahlé. Jæja og Skiltakarlarnir blása til mótmælanna og er krafan sú að boðað verði til kosninga strax þar sem ríkisstjórnin sé umboðslaus. Á Facebook-síðu mótmælanna eru ýmis mál sem komið hafa upp síðustu misseri rakin, meðal annars sala á hlut Landsbankans í Borgun, tengsl Illuga Gunnarssonar við Orku Energy, Lekamálið og Wintris-málið sem er vægast sagt afar umdeilt. Komið hefur í ljós að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, á um milljarð í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum sem lýsti yfir 500 milljóna kröfum í þrotabú föllnu bankanna. „Þessi ríkisstjórn er vanhæf, ekki aðeins einstakir þingmenn og ráðherrar. Þessari stjórn ekki treystandi lengur, að mati meirihluta þjóðarinnar. Almenningur óttast að ríkisstjórnin ætli að færa stóreignamönnum sem mest af eignum ríkisins áður en næstu kosningar verða eftir um ár. Það má ekki verða. Því verður þessi ríkisstjórn að víkja, vegna eigin verka og vegna eigin spillingar. Að ekki sé minnst á tilraunir til að koma í veg fyrir að þjóðin fái þá nýju stjórnarskrá sem hún samdi sér og samþykkti. Sú atlaga að lýðræði í landinu er farin að vekja athygli um allan heim,“ segir á síðu mótmælanna. Vegna Wintris-málsins var sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð segi af sér. Þegar þetta er skrifað hafa yfir 13 þúsund manns skrifað undir en undir aðra undirskriftasöfnun, þar sem forsætisráðherra er þakkað fyrir góð störf, hafa tæplega 900 manns skrifað.
Tengdar fréttir Þrír ráðherrar sagðir með tengsl við aflandsfélög í skattaskjólum Þrír íslenskir ráðherrar og fleira áhrifafólk í íslenskum stjórnmálum eru sagðir vera á listum yfir eigendur aflandsfélaga í skattaskjólum. 29. mars 2016 18:26 Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30 Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25 Tíu þúsund manns kalla eftir afsögn Tíu þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem forsætisráðherra og þingmaður. 29. mars 2016 15:06 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Þrír ráðherrar sagðir með tengsl við aflandsfélög í skattaskjólum Þrír íslenskir ráðherrar og fleira áhrifafólk í íslenskum stjórnmálum eru sagðir vera á listum yfir eigendur aflandsfélaga í skattaskjólum. 29. mars 2016 18:26
Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38
Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30
Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25
Tíu þúsund manns kalla eftir afsögn Tíu þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem forsætisráðherra og þingmaður. 29. mars 2016 15:06