Michael Stipe syngur Bowie Birgir Örn Steinarsson skrifar 30. mars 2016 14:22 Michael Stipe söngvari R.E.M. skartar gráu jólasveinaskeggi þessa daganna. Vísir/Getty Á morgun og föstudag ætla margir af helstu tónlistarmönnum heims að minnast David Bowie á tónleikum í New York. Fyrri hlutinn fer fram í Carnegie Hall á morgun og sá seinni í Radio City á föstudag. Þar koma margir af góðvinum söngvarans látna fram en um undirleik í mörgum tilfellum sér hans eigin tónleikahljómsveit. Michael Stipe, söngvari R.E.M., verður einn þeirra sem kemur fram á tónleikunum og mætti hann með glæsilegt jólasveinaskegg til Jimmy Fallon í gærkveldi til þess að vekja athygli á viðburðinum. Hér má heyra hann flytja lagið „The Man Who Sold the World“ úr þættinum.Pixies á tónleikum í Laugardalshöll.Stórkostleg dagskrá Tónleikarnir stefna í að verða ógleymanlegir eins og Bowie sjálfur því ásamt Michael Stipe koma þar m.a. fram; Pixies, Cat Power, Blondie, Patti Smith, Mumford & Sons, Anna Calvi, The Roots, Laurie Anderson, Bette Midler, The Flaming Lips, TV on the Radio og Kronos Quartett svo fátt eitt sé nefnt. Ágóði af tónleikunum rennur til hinna ýmsu samtaka sem tengjast ungu fólki og tónlistarsköpun. Þar má nefna Little Kids Rock, Church Street School of Music, the Center for Arts Education og fleira. Tónlist Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Á morgun og föstudag ætla margir af helstu tónlistarmönnum heims að minnast David Bowie á tónleikum í New York. Fyrri hlutinn fer fram í Carnegie Hall á morgun og sá seinni í Radio City á föstudag. Þar koma margir af góðvinum söngvarans látna fram en um undirleik í mörgum tilfellum sér hans eigin tónleikahljómsveit. Michael Stipe, söngvari R.E.M., verður einn þeirra sem kemur fram á tónleikunum og mætti hann með glæsilegt jólasveinaskegg til Jimmy Fallon í gærkveldi til þess að vekja athygli á viðburðinum. Hér má heyra hann flytja lagið „The Man Who Sold the World“ úr þættinum.Pixies á tónleikum í Laugardalshöll.Stórkostleg dagskrá Tónleikarnir stefna í að verða ógleymanlegir eins og Bowie sjálfur því ásamt Michael Stipe koma þar m.a. fram; Pixies, Cat Power, Blondie, Patti Smith, Mumford & Sons, Anna Calvi, The Roots, Laurie Anderson, Bette Midler, The Flaming Lips, TV on the Radio og Kronos Quartett svo fátt eitt sé nefnt. Ágóði af tónleikunum rennur til hinna ýmsu samtaka sem tengjast ungu fólki og tónlistarsköpun. Þar má nefna Little Kids Rock, Church Street School of Music, the Center for Arts Education og fleira.
Tónlist Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira