Dómarinn stoppaði leikinn hjá Söru og félögum í kvöld vegna kynþáttaníðs úr stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2016 21:39 Sara Björk Gunnarsdóttir. Vísir/Getty Núverandi liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Rosengård og fyrrum liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur, Gaëlle Enganamouit, lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í kvöld í seinni leik Rosengård og Frankfurt í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Gaëlle Enganamouit er frá Kamerún og hún þurfti að hlusta á óskemmtileg köll áhorfenda allan leikinn. Hún var reyndar ekki sú eina því hin brasilíska Marta fékk einnig sinn skammt. Svo slæmt varð þetta á endanum að dómari leiksins, hin ítalska Carina Vitulano, stoppaði leikinn í seini hálfleik og fór og talaði við eftirlitsdómara UEFA. Skömmu síðar kom vallarþulurinn í kallkerfi vallarins og tilkynnti að kynþáttafordómar ættu ekki heima í fótbolta. „Ég heyrði vel að þeir voru að kalla en mér var alveg sama. Þegar þú ætlar að gera þitt besta þá máttu ekki láta þetta hafa áhrif á þig," sagði Gaëlle Enganamouit við DN.se eftir leikinn. Heimavöllur Frankfurt er lítill og áhorfendurnir eru mjög nálægt vellinum. Það heyrðist því mjög vel í þeim og það fór ekki á milli mála að þar var á ferðinni harðasta kynþáttarníð. Sænska liðið stóð sig frábærlega á heimavelli Evrópumeistara Frankfurt og komst í 1-0 með marki Söru Bjarkar. Það nægði þó aðeins til að koma leiknum í vítakeppni þar sem Frankfurt vann 1-0 sigur í fyrri leiknum í Svíþjóð. Rosengård tapaði leiknum á endanum í vítakeppni eftir að Sara Björk Gunnarsdóttir hafði klikkað á sínu víti en Gaëlle Enganamouit skoraði úr sinni vítaspyrnu. „Ég verð aldrei hrædd á vellinum. Ég vil alltaf skora og það heyrðist ekki mikið í þeim eftir að ég skoraði," sagði Gaëlle Enganamouit. Jack Majgaard Jensen, þjálfari Rosengård, hikaði ekki við að láta Gaëlle Enganamouit taka víti þrátt fyrir alls þessa ömurlegu meðferð áhorfenda í leiknum. „Ég ætlaði að sýna þessum vitleysingum að þeir munu ekki ráða því hvort við vinnum eða töpum þessari vítakeppni. Ég sá að hún var klár og því lét ég hana taka víti," sagði Jack Majgaard Jensen.Gaëlle Enganamouit.Vísir/Getty Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sara Björk fyrst hetja og svo skúrkur þegar Rosengård datt úr leik Sænsku meistararnir í Rosengård eru úr leik í Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir tap á móti þýska liðinu Frankfurt í seinni viðureign liðanna í átta liða úrslita í kvöld en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. 30. mars 2016 18:43 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Núverandi liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Rosengård og fyrrum liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur, Gaëlle Enganamouit, lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í kvöld í seinni leik Rosengård og Frankfurt í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Gaëlle Enganamouit er frá Kamerún og hún þurfti að hlusta á óskemmtileg köll áhorfenda allan leikinn. Hún var reyndar ekki sú eina því hin brasilíska Marta fékk einnig sinn skammt. Svo slæmt varð þetta á endanum að dómari leiksins, hin ítalska Carina Vitulano, stoppaði leikinn í seini hálfleik og fór og talaði við eftirlitsdómara UEFA. Skömmu síðar kom vallarþulurinn í kallkerfi vallarins og tilkynnti að kynþáttafordómar ættu ekki heima í fótbolta. „Ég heyrði vel að þeir voru að kalla en mér var alveg sama. Þegar þú ætlar að gera þitt besta þá máttu ekki láta þetta hafa áhrif á þig," sagði Gaëlle Enganamouit við DN.se eftir leikinn. Heimavöllur Frankfurt er lítill og áhorfendurnir eru mjög nálægt vellinum. Það heyrðist því mjög vel í þeim og það fór ekki á milli mála að þar var á ferðinni harðasta kynþáttarníð. Sænska liðið stóð sig frábærlega á heimavelli Evrópumeistara Frankfurt og komst í 1-0 með marki Söru Bjarkar. Það nægði þó aðeins til að koma leiknum í vítakeppni þar sem Frankfurt vann 1-0 sigur í fyrri leiknum í Svíþjóð. Rosengård tapaði leiknum á endanum í vítakeppni eftir að Sara Björk Gunnarsdóttir hafði klikkað á sínu víti en Gaëlle Enganamouit skoraði úr sinni vítaspyrnu. „Ég verð aldrei hrædd á vellinum. Ég vil alltaf skora og það heyrðist ekki mikið í þeim eftir að ég skoraði," sagði Gaëlle Enganamouit. Jack Majgaard Jensen, þjálfari Rosengård, hikaði ekki við að láta Gaëlle Enganamouit taka víti þrátt fyrir alls þessa ömurlegu meðferð áhorfenda í leiknum. „Ég ætlaði að sýna þessum vitleysingum að þeir munu ekki ráða því hvort við vinnum eða töpum þessari vítakeppni. Ég sá að hún var klár og því lét ég hana taka víti," sagði Jack Majgaard Jensen.Gaëlle Enganamouit.Vísir/Getty
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sara Björk fyrst hetja og svo skúrkur þegar Rosengård datt úr leik Sænsku meistararnir í Rosengård eru úr leik í Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir tap á móti þýska liðinu Frankfurt í seinni viðureign liðanna í átta liða úrslita í kvöld en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. 30. mars 2016 18:43 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Sara Björk fyrst hetja og svo skúrkur þegar Rosengård datt úr leik Sænsku meistararnir í Rosengård eru úr leik í Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir tap á móti þýska liðinu Frankfurt í seinni viðureign liðanna í átta liða úrslita í kvöld en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. 30. mars 2016 18:43
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn