Enn einn landsliðsmaðurinn frá Mexíkó er á leið til landsins til að spila í Pepsi-deild kvenna í sumar.
Arianna Jeanette Romero hefur gengið til liðs við ÍBV en Fótbolti.net greinir frá því.
Romero er 23 ára varnarmaður sem á 31 leik að baki með landsliði Mexíkó.
Hún fær góðan félagsskap í Pepsi-deildinni í sumar því Þór/KA hefur samið við þrjár landsliðskonur frá Mexíkó.
Fjórða landsliðskonan frá Mexíkó í Pepsi-deildina

Tengdar fréttir

Þrjár landsliðskonur Mexíkó með Þór/KA í sumar
Það verða mexíkósk áhrif innan liðs Þór/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar en félagið hefur nú samið við þriðju landsliðskonu Mexíkó á stuttum tíma.