Beyoncé hannar ræktarfatnað Ritstjórn skrifar 31. mars 2016 16:45 Drottningin sjálf, Beyoncé, hefur hannað sína eigin fatalínu sem hún kallar Ivy Park. Fatalínan sem inniheldur íþróttafatnað, er væntanleg í verslanir þann 14.apríl, en hún verður einungis fáanleg í nokkrum útvöldum verslunum eins og Topshop, Net A Porter, Selfridges og Nordstrom. Línan er hönnuð í samstarfi við Sir Phillip Green, stofnanda Topshop og einkennist af svörtum, hvítum og gráum íþróttafatnaði eins og hettupeysum, leggings æfingabuxum, íþróttatoppum og derhúfum svo eitthvað sé nefnt. Nú er bara að bíða og vona að línan rati hingað til lands, því ef það er eitthvað sem okkur langar þá er það að vera eins og Bey í ræktinni, Flawless. Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband línunnar, en þar útskýrir Beyoncé meininguna á bakvið nafnið á merkinu, Ivy Park. Mest lesið Húðflúraður fyrirliði sem gefst aldrei upp Glamour Samstarf Alexander Wang og Adidas heldur áfram Glamour Katie Holmes og Jamie Foxx eru saman Glamour Sienna Miller frumsýndi sumarlínu Sólveigar Glamour Pharrell er andlit nýjustu handtösku Chanel Glamour Beyonce mætt með stelpugengið sitt í nýju herferð Ivy Park Glamour Litaðir glossar koma sterkir inn fyrir sumarið Glamour Airwaves 2017: Pelsar, silki og yndisfagrir tónar Glamour Ný hugmynd að buxum kynnt til leiks í Tókýó Glamour Tísku-icon verða skósveinar Glamour
Drottningin sjálf, Beyoncé, hefur hannað sína eigin fatalínu sem hún kallar Ivy Park. Fatalínan sem inniheldur íþróttafatnað, er væntanleg í verslanir þann 14.apríl, en hún verður einungis fáanleg í nokkrum útvöldum verslunum eins og Topshop, Net A Porter, Selfridges og Nordstrom. Línan er hönnuð í samstarfi við Sir Phillip Green, stofnanda Topshop og einkennist af svörtum, hvítum og gráum íþróttafatnaði eins og hettupeysum, leggings æfingabuxum, íþróttatoppum og derhúfum svo eitthvað sé nefnt. Nú er bara að bíða og vona að línan rati hingað til lands, því ef það er eitthvað sem okkur langar þá er það að vera eins og Bey í ræktinni, Flawless. Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband línunnar, en þar útskýrir Beyoncé meininguna á bakvið nafnið á merkinu, Ivy Park.
Mest lesið Húðflúraður fyrirliði sem gefst aldrei upp Glamour Samstarf Alexander Wang og Adidas heldur áfram Glamour Katie Holmes og Jamie Foxx eru saman Glamour Sienna Miller frumsýndi sumarlínu Sólveigar Glamour Pharrell er andlit nýjustu handtösku Chanel Glamour Beyonce mætt með stelpugengið sitt í nýju herferð Ivy Park Glamour Litaðir glossar koma sterkir inn fyrir sumarið Glamour Airwaves 2017: Pelsar, silki og yndisfagrir tónar Glamour Ný hugmynd að buxum kynnt til leiks í Tókýó Glamour Tísku-icon verða skósveinar Glamour