Burt Bacharach heldur tónleika á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 21. mars 2016 07:00 Burt Bacharach hefur unnið til ótal verðlauna fyrir verk sín. Þar á meðal eru átta Grammy-verðlaun og þrenn Óskarsverðlaun. mynd/getty Einn stærsti núlifandi lagahöfundur heimsins, sjálfur Burt Bacharach, heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu þriðjudaginn 12. júlí næstkomandi. Þessi 87 ára snillingur hefur á 60 ára ferli sínum samið meira en 500 lög, þar á meðal vinsæl lög eins og Anyone Who Had a Heart, Raindrops Keep Fallin' on My Head, What’s New Pussycat?, What The World Needs Now Is Love, I Say a Little Prayer og svo mætti lengi telja. Margverðlaunaður listamaður Guðbjartur Finnbjörnsson stendur fyrir tónleikunum. „Burt hélt ógleymanlega tónleika í fyrra, þegar hann spilaði fyrir framan 100.000 gesti á Glastonbury-hátíðinni. Hann hefur alls staðar verið að fá frábæra dóma. Það kemur með honum stór hljómsveit og svo spilar hann auðvitað á flygilinn eins og algjör meistari,“ segir Guðbjartur fullur tilhlökkunar. „Ég væri til í að vera svona þegar ég verð 87 ára gamall,“ bætir Guðbjartur við og hlær. Með Bacharach kemur hingað til lands stórhljómsveit og þrír söngvarar en þetta er í fyrsta sinn sem Bacharach heldur tónleika á Íslandi. Hann hefur unnið til ótal verðlauna fyrir verk sín. Þar á meðal eru átta Grammy-verðlaun, þrenn Óskarsverðlaun, ein Golden Globe-verðlaun og þá hefur hann samið 48 lög sem hafa farið á topp 10 í Bandaríkjunum, níu lög sem hafa farið í efsta sæti vinsældalistans og árið 2012 fékk hann hin virtu Gershwin-verðlaun og hélt þá frábæra tónleika fyrir Barack Obama í Hvíta húsinu. Dionne Warwick, Dusty Springfield, Jackie DeShannon, Bobbie Gentry, Tom Jones, Herb Alpert, B. J. Thomas og The Carpenters eru á meðal þeirra sem flutt hafa lög Bacharachs.Páll Óskar segir að tónlist Burst Bacharach hafi margoft bjargað lífi sínu.mynd/Allan SigurðssoLifandi goðsögn „Burt Bacharach er búinn að semja öll uppáhalds lögin þín og þú hefur ekki hugmynd um það,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson sem er gríðarlega mikill aðdáandi tónskáldsins. „Ég hef aldrei farið á tónleika með honum svo hér er langþráður draumur minn er að rætast.“ Hann segir tónlist Bacharachs oft hafa bjargað lífi sínu. „Og gerir enn. Burt Bacharach og textahöfundurinn Hal David höfðu jafn djúpstæð áhrif á popptónlist og Bítlarnir og Motown-gengið. Þetta fólk bjó til formið sem popptónlist er mótuð eftir enn í dag. Burt hefur ákveðna sérstöðu vegna þess honum tókst alltaf að gera þetta svo flókið-einfalt. Lögin hans virka ofsalega einföld kannski við fyrstu heyrn, en þegar þú ætlar þér að fara spila og flytja þetta sjálfur þá eru þetta svo gríðarlega flóknar taktskiptingar og hljómagangarnir eru stöðugt að taka óvæntar beygjur. Það er ekki fyrir hvern sem er að leika þessa músík, þú þarft að liggja yfir þessu. Hann nær samt að krossa yfir til almúgans með svona gríðarlega flókna músík. Ef þú hefur einhvern tíma ryksugað heima hjá þér, þá hefur þú sungið með I Say a Little Prayer,“ útskýrir Palli.Með Bacharach kemur hingað til lands stórhljómsveit og þrír söngvarar en þetta er í fyrsta sinn sem Bacharach heldur tónleika á Íslandi.mynd/gettySafnar öllum upptökum Palli var sautján ára gamall þegar tónlist Burts Bacharach fór að læðast inn í líf hans. Það var svo árið 1988 að hann kynntist tónlistinni fyrir alvöru, þegar hann vann við að skúra Kringluna. „Ég var að skúra Kringluna þegar hún var að opna og þar var plötubúð Skífunnar. Inni í Skífunni sá ég tvöfalda safnplötu á vínyl með söngkonu sem heitir Dionne Warwick og þar hjó ég eftir því að hvert einasta lag á þessari safnplötu var eftir sama manninn. Öll þessi uppáhaldslög mín sem höfðu verið að læðast til mín voru samin af Bacharach og Hal David þannig að ég sökkti mér á kaf í þetta og ég fór að safna öllum upptökum sem til eru af lögunum hans. Það mun taka mig alla ævina að fullkomna safnið, skal ég segja þér,“ segir Palli léttur í lundu. „Söngvarar slógust um að syngja lögin hans, þannig að oft eru til margar upptökur af sama laginu með mismunandi flytjendum. Það eru til meira en 120 útgefnar upptökur af „The Look of Love“. Eins og fyrr segir hefur Bacharach á 60 ára ferli sínum samið meira en 500 lög en getur Palli nefnt sín uppáhaldslög? „Ég elska mest Walk on By, I Just Don’t Know What to Do with Myself, Close to You, Alfie, I’ll Never Fall in Love Again, The Look of Love og I Say a Little Prayer,“ segir Palli. Hann hefur sjálfur gefið út sínar útgáfur af lögum Bacharachs og nýtur þess að flytja lögin hans. „Þegar ég spila til dæmis með Moniku hörpuleikara hef ég alltaf eitthvað eftir Burt á prógramminu, þessi lög hafa fylgt mér svo lengi. Tónlist þessa manns er löngu orðin hljóðrás lífs míns.“ Miðasala hefst þriðjudaginn 4. apríl á harpa.is. Golden Globes Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira
Einn stærsti núlifandi lagahöfundur heimsins, sjálfur Burt Bacharach, heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu þriðjudaginn 12. júlí næstkomandi. Þessi 87 ára snillingur hefur á 60 ára ferli sínum samið meira en 500 lög, þar á meðal vinsæl lög eins og Anyone Who Had a Heart, Raindrops Keep Fallin' on My Head, What’s New Pussycat?, What The World Needs Now Is Love, I Say a Little Prayer og svo mætti lengi telja. Margverðlaunaður listamaður Guðbjartur Finnbjörnsson stendur fyrir tónleikunum. „Burt hélt ógleymanlega tónleika í fyrra, þegar hann spilaði fyrir framan 100.000 gesti á Glastonbury-hátíðinni. Hann hefur alls staðar verið að fá frábæra dóma. Það kemur með honum stór hljómsveit og svo spilar hann auðvitað á flygilinn eins og algjör meistari,“ segir Guðbjartur fullur tilhlökkunar. „Ég væri til í að vera svona þegar ég verð 87 ára gamall,“ bætir Guðbjartur við og hlær. Með Bacharach kemur hingað til lands stórhljómsveit og þrír söngvarar en þetta er í fyrsta sinn sem Bacharach heldur tónleika á Íslandi. Hann hefur unnið til ótal verðlauna fyrir verk sín. Þar á meðal eru átta Grammy-verðlaun, þrenn Óskarsverðlaun, ein Golden Globe-verðlaun og þá hefur hann samið 48 lög sem hafa farið á topp 10 í Bandaríkjunum, níu lög sem hafa farið í efsta sæti vinsældalistans og árið 2012 fékk hann hin virtu Gershwin-verðlaun og hélt þá frábæra tónleika fyrir Barack Obama í Hvíta húsinu. Dionne Warwick, Dusty Springfield, Jackie DeShannon, Bobbie Gentry, Tom Jones, Herb Alpert, B. J. Thomas og The Carpenters eru á meðal þeirra sem flutt hafa lög Bacharachs.Páll Óskar segir að tónlist Burst Bacharach hafi margoft bjargað lífi sínu.mynd/Allan SigurðssoLifandi goðsögn „Burt Bacharach er búinn að semja öll uppáhalds lögin þín og þú hefur ekki hugmynd um það,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson sem er gríðarlega mikill aðdáandi tónskáldsins. „Ég hef aldrei farið á tónleika með honum svo hér er langþráður draumur minn er að rætast.“ Hann segir tónlist Bacharachs oft hafa bjargað lífi sínu. „Og gerir enn. Burt Bacharach og textahöfundurinn Hal David höfðu jafn djúpstæð áhrif á popptónlist og Bítlarnir og Motown-gengið. Þetta fólk bjó til formið sem popptónlist er mótuð eftir enn í dag. Burt hefur ákveðna sérstöðu vegna þess honum tókst alltaf að gera þetta svo flókið-einfalt. Lögin hans virka ofsalega einföld kannski við fyrstu heyrn, en þegar þú ætlar þér að fara spila og flytja þetta sjálfur þá eru þetta svo gríðarlega flóknar taktskiptingar og hljómagangarnir eru stöðugt að taka óvæntar beygjur. Það er ekki fyrir hvern sem er að leika þessa músík, þú þarft að liggja yfir þessu. Hann nær samt að krossa yfir til almúgans með svona gríðarlega flókna músík. Ef þú hefur einhvern tíma ryksugað heima hjá þér, þá hefur þú sungið með I Say a Little Prayer,“ útskýrir Palli.Með Bacharach kemur hingað til lands stórhljómsveit og þrír söngvarar en þetta er í fyrsta sinn sem Bacharach heldur tónleika á Íslandi.mynd/gettySafnar öllum upptökum Palli var sautján ára gamall þegar tónlist Burts Bacharach fór að læðast inn í líf hans. Það var svo árið 1988 að hann kynntist tónlistinni fyrir alvöru, þegar hann vann við að skúra Kringluna. „Ég var að skúra Kringluna þegar hún var að opna og þar var plötubúð Skífunnar. Inni í Skífunni sá ég tvöfalda safnplötu á vínyl með söngkonu sem heitir Dionne Warwick og þar hjó ég eftir því að hvert einasta lag á þessari safnplötu var eftir sama manninn. Öll þessi uppáhaldslög mín sem höfðu verið að læðast til mín voru samin af Bacharach og Hal David þannig að ég sökkti mér á kaf í þetta og ég fór að safna öllum upptökum sem til eru af lögunum hans. Það mun taka mig alla ævina að fullkomna safnið, skal ég segja þér,“ segir Palli léttur í lundu. „Söngvarar slógust um að syngja lögin hans, þannig að oft eru til margar upptökur af sama laginu með mismunandi flytjendum. Það eru til meira en 120 útgefnar upptökur af „The Look of Love“. Eins og fyrr segir hefur Bacharach á 60 ára ferli sínum samið meira en 500 lög en getur Palli nefnt sín uppáhaldslög? „Ég elska mest Walk on By, I Just Don’t Know What to Do with Myself, Close to You, Alfie, I’ll Never Fall in Love Again, The Look of Love og I Say a Little Prayer,“ segir Palli. Hann hefur sjálfur gefið út sínar útgáfur af lögum Bacharachs og nýtur þess að flytja lögin hans. „Þegar ég spila til dæmis með Moniku hörpuleikara hef ég alltaf eitthvað eftir Burt á prógramminu, þessi lög hafa fylgt mér svo lengi. Tónlist þessa manns er löngu orðin hljóðrás lífs míns.“ Miðasala hefst þriðjudaginn 4. apríl á harpa.is.
Golden Globes Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira