Barðstrendingar berjast gegn lokun sveitaskólans Kristján Már Unnarsson skrifar 20. mars 2016 20:15 Íbúar á Barðaströnd hafa brugðist hart við áformum bæjarstjórnar Vesturbyggðar að loka sveitaskólanum á Birkimel. Þeir óttast að sveitin leggist í eyði verði skólahaldi hætt. Eftir að Barðaströnd varð hluti Vesturbyggðar fyrir 22 árum hefur skólinn á Birkimel heyrt undir stjórnsýsluna á Patreksfirði. Í sveitinni eru nítján heimili og þarna er því ein gróskumesta sveitabyggð Vestfjarða. Raunar voru yfir fimmtíu börn í Birkimelsskóla fyrir þrjátíu árum en þeim hafði fækkað niður í sjö talsins þegar við kvikmynduðum þar í fyrravetur, - og öll í efstu bekkjum.Verður þetta umferðarskilti óþarft við Birkimelsskóla á Barðaströnd?Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En nú hefur bæjarstjórn Vesturbyggðar boðað að skólastarfi ljúki í vor, þar sem þá verði einungis tvö börn eftir í skólanum. Þetta þýðir að aka þarf með börnin í skóla á Patreksfirði, fjörutíu kílómetra leið og yfir 400 metra háa Kleifaheiði, en bæjarstjórnin segir í stefnuyfirlýsingu enga forsendu til að halda úti faglegu skólastarfi með aðeins tveimur börnum. Hjónin á Brjánslæk, þau Jóhann Pétur Ágústsson og Halldóra Ingibjörg Ragnarsdóttir, riðu á vaðið í mótmælum með opnu bréfi til bæjarstjórnar í síðasta mánuði og núna í vikunni var með undirskriftum 32 íbúa á Barðaströnd skorað á bæjarstjórn Vesturbyggðar að halda Birkimelsskóla áfram í rekstri og tryggja þar með blómlega byggð sveitarinnar.Þríburasystkin frá Brjánslæk eru meðal þeirra nemenda sem útskrifast í vor úr Birkimelsskóla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Jóhann Pétur vísar til þess sem gerðist þegar Örlygshafnarskóla var lokað í gamla Rauðasandshreppi, þá hafi fimm heimili farið strax úr sveitinni og byggðin brostið. Hann óttast að það sama gerist á Barðaströnd. Sveitin eigi mikla framtíðarmöguleika, sé rétt á málum haldið. Hann bendir á að þrjú ung börn séu á leikskólaaldri og að ungt fólk vilji flytja inn á svæðið, - en það komi ekki fari skólinn. Fjallað var um mannlíf á Brjánslæk á Barðaströnd á Stöð 2 í fyrravetur í þættinum Um land allt. Skóla - og menntamál Um land allt Vesturbyggð Tengdar fréttir Sjö börn á Barðaströnd og öll í efstu bekkjum Birkimelsskóli á Barðaströnd er að verða barnlaus. 28. október 2014 22:45 Byggðin sem tapaði mestu vegna hvalveiðibannsins Nærri þrjátíu árum eftir að Alþingi féllst á hvalveiðibann hefur samfélagið á Barðaströnd ekki enn náð sér eftir áfallið. 27. október 2014 22:15 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Íbúar á Barðaströnd hafa brugðist hart við áformum bæjarstjórnar Vesturbyggðar að loka sveitaskólanum á Birkimel. Þeir óttast að sveitin leggist í eyði verði skólahaldi hætt. Eftir að Barðaströnd varð hluti Vesturbyggðar fyrir 22 árum hefur skólinn á Birkimel heyrt undir stjórnsýsluna á Patreksfirði. Í sveitinni eru nítján heimili og þarna er því ein gróskumesta sveitabyggð Vestfjarða. Raunar voru yfir fimmtíu börn í Birkimelsskóla fyrir þrjátíu árum en þeim hafði fækkað niður í sjö talsins þegar við kvikmynduðum þar í fyrravetur, - og öll í efstu bekkjum.Verður þetta umferðarskilti óþarft við Birkimelsskóla á Barðaströnd?Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En nú hefur bæjarstjórn Vesturbyggðar boðað að skólastarfi ljúki í vor, þar sem þá verði einungis tvö börn eftir í skólanum. Þetta þýðir að aka þarf með börnin í skóla á Patreksfirði, fjörutíu kílómetra leið og yfir 400 metra háa Kleifaheiði, en bæjarstjórnin segir í stefnuyfirlýsingu enga forsendu til að halda úti faglegu skólastarfi með aðeins tveimur börnum. Hjónin á Brjánslæk, þau Jóhann Pétur Ágústsson og Halldóra Ingibjörg Ragnarsdóttir, riðu á vaðið í mótmælum með opnu bréfi til bæjarstjórnar í síðasta mánuði og núna í vikunni var með undirskriftum 32 íbúa á Barðaströnd skorað á bæjarstjórn Vesturbyggðar að halda Birkimelsskóla áfram í rekstri og tryggja þar með blómlega byggð sveitarinnar.Þríburasystkin frá Brjánslæk eru meðal þeirra nemenda sem útskrifast í vor úr Birkimelsskóla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Jóhann Pétur vísar til þess sem gerðist þegar Örlygshafnarskóla var lokað í gamla Rauðasandshreppi, þá hafi fimm heimili farið strax úr sveitinni og byggðin brostið. Hann óttast að það sama gerist á Barðaströnd. Sveitin eigi mikla framtíðarmöguleika, sé rétt á málum haldið. Hann bendir á að þrjú ung börn séu á leikskólaaldri og að ungt fólk vilji flytja inn á svæðið, - en það komi ekki fari skólinn. Fjallað var um mannlíf á Brjánslæk á Barðaströnd á Stöð 2 í fyrravetur í þættinum Um land allt.
Skóla - og menntamál Um land allt Vesturbyggð Tengdar fréttir Sjö börn á Barðaströnd og öll í efstu bekkjum Birkimelsskóli á Barðaströnd er að verða barnlaus. 28. október 2014 22:45 Byggðin sem tapaði mestu vegna hvalveiðibannsins Nærri þrjátíu árum eftir að Alþingi féllst á hvalveiðibann hefur samfélagið á Barðaströnd ekki enn náð sér eftir áfallið. 27. október 2014 22:15 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Sjö börn á Barðaströnd og öll í efstu bekkjum Birkimelsskóli á Barðaströnd er að verða barnlaus. 28. október 2014 22:45
Byggðin sem tapaði mestu vegna hvalveiðibannsins Nærri þrjátíu árum eftir að Alþingi féllst á hvalveiðibann hefur samfélagið á Barðaströnd ekki enn náð sér eftir áfallið. 27. október 2014 22:15