Af ógæfufólki í íslenskri pólitík Þorsteinn Sæmundsson skrifar 21. mars 2016 09:54 Ég hef fylgst með atburðum á Íslandi undanfarna daga úr fjarlægð. Ég verð að viðurkenna að mér blöskrar umræðan sem nú fer fram um eiginkonu forsætisráðherra og eignir hennar. Sá sem hóf umræðuna veit reyndar ekki hvað nauðasamningur er eins og fram kom í umræðum um stöðugleikaframlög á Alþingi Íslendinga. Samt situr hann í bankastjórn Seðlabankans. Sá sem hóf umræðuna veit heldur ekki muninn á kröfuhafa og innistæðueiganda ef dæma má af málflutningi hans. Samt situr hann í bankastjórn Seðlabankans. Þó nokkuð vandræðaleg staðreynd en þó meira alvarleg. Umræða undanfarinna daga er nokkur nýjung í íslenskri stjórnmálaumræðu. Í þrjú ár hafa nokkrir stjórnmálamenn sem voru til í að leggja klyfjar á íslenska þjóð til frambúðar lagt sig fram um að ófrægja forsætisráðherra sem leiddi flokk sinn til sigurs á grundvelli loforða sem síðan hafa verið efnd hvert af öðru. M.a. kom forsætisráðherra ekki bara í veg fyrir að klyfjar ófrægingarmanna yrðu lagðir á þjóðina heldur leystu stöðugleikasamningar svo vel að eftir er tekið. Reyndar svo vel að Ísland hefur ekki staðið jafnvel síðan á síldarárunum upp úr miðri síðustu öld. Sá vaski samningamaður Lee Bucheit segir á þá leið að ,,Sú niðurstaða sem náðist varðandi uppgjör slitabúa gömlu bankanna, þar sem kröfuhafar samþykktu að framselja til íslenskra stjórnvalda án endurgjalds innlendar eignir sem eru metnar á mörg hundruð milljarða króna, er fordæmalaus í alþjóðlegri fjármálasögu“ Ófrægingarmönnum virðast sárna þessi staðreynd kannski vegna þess að þeir höfðu ekki kjark og þor til að ráðast til atlögu við kröfuhafa. Ófrægingarmennirnir þola ekki að forsætisráðherra á alla kosti sem þá skortir. Hann á framsýni kjark og dug sem þeir eiga ekki. Þess vegna hefur þetta ógæfufólk hamast á forsætisráðherra hvern dag í þrjú ár en auðvitað án árangurs því niðurrifið og hælbitin efla Sigmund Davíð í hverri raun. Hvað tekur ófrægingarliðið þá til bragðs? Jú, það skrifar nýjan kafla í lágkúruumræðu sinni með því að beina spjótum sínum að eiginkonu forsætisráðherra vegna þess að hún á eignir. Og hvað haldiði nema þau fái ekki í lið með sér hjárænulegan Sjálfstæðisþingmann sem er í vandræðum með sjálfsmynd sína. Það eru tíðindi að Sjálfstæðisþingmaður láti vinstrið siga sér eins og rakka vegna einhverrar minnimáttakenndar. Það hefur lengi verið alþekkt staðreynd að eiginkona forsætisráðherra er velefnuð. Það er einnig lýðum ljóst hvernig eignirnar eru til komnar. Það hefur aldrei hvílt leynd yfir þessari staðreynd. Það liggur fyrir að skattar hafa verið greiddir á Íslandi vegna þessara eigna alla tíð. Það liggur fyrir að eiginkona forstætisráðherra hefur ef eitthvað er tapað eignum vegna þeirra aðgerða sem eiginmaður hennar hefur staðið fyrir. En hælbítarnir gefast ekki upp enda eru pólísk samtök þeirra við það að þurrkast út. Það ætti ekki að koma neinum á óvart sem fylgst hefur með framgöngu þeirra undanfarin ár. Spurningin sem uppúr stendur er samt þessi: Viljum við að íslensk stjórnmálaumræða snúist um fjölskyldumeðlimi stjórnmálamanna? Fjölskyldumeðlimi sem eru ekki þátttakendur í stjórnmálum. Þurfa stjórnmálamenn framvegist að gera ráð fyrir því að fjölskyldur þeirra verði fyrir áreiti og dylgjum vegna þess að makinn er í pólitík? Mitt svar er nei. Til þess að svo megi verða þarf ógæfufólkið í pólitík að gaumgæfa vel framgöngu sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef fylgst með atburðum á Íslandi undanfarna daga úr fjarlægð. Ég verð að viðurkenna að mér blöskrar umræðan sem nú fer fram um eiginkonu forsætisráðherra og eignir hennar. Sá sem hóf umræðuna veit reyndar ekki hvað nauðasamningur er eins og fram kom í umræðum um stöðugleikaframlög á Alþingi Íslendinga. Samt situr hann í bankastjórn Seðlabankans. Sá sem hóf umræðuna veit heldur ekki muninn á kröfuhafa og innistæðueiganda ef dæma má af málflutningi hans. Samt situr hann í bankastjórn Seðlabankans. Þó nokkuð vandræðaleg staðreynd en þó meira alvarleg. Umræða undanfarinna daga er nokkur nýjung í íslenskri stjórnmálaumræðu. Í þrjú ár hafa nokkrir stjórnmálamenn sem voru til í að leggja klyfjar á íslenska þjóð til frambúðar lagt sig fram um að ófrægja forsætisráðherra sem leiddi flokk sinn til sigurs á grundvelli loforða sem síðan hafa verið efnd hvert af öðru. M.a. kom forsætisráðherra ekki bara í veg fyrir að klyfjar ófrægingarmanna yrðu lagðir á þjóðina heldur leystu stöðugleikasamningar svo vel að eftir er tekið. Reyndar svo vel að Ísland hefur ekki staðið jafnvel síðan á síldarárunum upp úr miðri síðustu öld. Sá vaski samningamaður Lee Bucheit segir á þá leið að ,,Sú niðurstaða sem náðist varðandi uppgjör slitabúa gömlu bankanna, þar sem kröfuhafar samþykktu að framselja til íslenskra stjórnvalda án endurgjalds innlendar eignir sem eru metnar á mörg hundruð milljarða króna, er fordæmalaus í alþjóðlegri fjármálasögu“ Ófrægingarmönnum virðast sárna þessi staðreynd kannski vegna þess að þeir höfðu ekki kjark og þor til að ráðast til atlögu við kröfuhafa. Ófrægingarmennirnir þola ekki að forsætisráðherra á alla kosti sem þá skortir. Hann á framsýni kjark og dug sem þeir eiga ekki. Þess vegna hefur þetta ógæfufólk hamast á forsætisráðherra hvern dag í þrjú ár en auðvitað án árangurs því niðurrifið og hælbitin efla Sigmund Davíð í hverri raun. Hvað tekur ófrægingarliðið þá til bragðs? Jú, það skrifar nýjan kafla í lágkúruumræðu sinni með því að beina spjótum sínum að eiginkonu forsætisráðherra vegna þess að hún á eignir. Og hvað haldiði nema þau fái ekki í lið með sér hjárænulegan Sjálfstæðisþingmann sem er í vandræðum með sjálfsmynd sína. Það eru tíðindi að Sjálfstæðisþingmaður láti vinstrið siga sér eins og rakka vegna einhverrar minnimáttakenndar. Það hefur lengi verið alþekkt staðreynd að eiginkona forsætisráðherra er velefnuð. Það er einnig lýðum ljóst hvernig eignirnar eru til komnar. Það hefur aldrei hvílt leynd yfir þessari staðreynd. Það liggur fyrir að skattar hafa verið greiddir á Íslandi vegna þessara eigna alla tíð. Það liggur fyrir að eiginkona forstætisráðherra hefur ef eitthvað er tapað eignum vegna þeirra aðgerða sem eiginmaður hennar hefur staðið fyrir. En hælbítarnir gefast ekki upp enda eru pólísk samtök þeirra við það að þurrkast út. Það ætti ekki að koma neinum á óvart sem fylgst hefur með framgöngu þeirra undanfarin ár. Spurningin sem uppúr stendur er samt þessi: Viljum við að íslensk stjórnmálaumræða snúist um fjölskyldumeðlimi stjórnmálamanna? Fjölskyldumeðlimi sem eru ekki þátttakendur í stjórnmálum. Þurfa stjórnmálamenn framvegist að gera ráð fyrir því að fjölskyldur þeirra verði fyrir áreiti og dylgjum vegna þess að makinn er í pólitík? Mitt svar er nei. Til þess að svo megi verða þarf ógæfufólkið í pólitík að gaumgæfa vel framgöngu sína.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar