Íslenski landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason skoraði í sínum öðrum leik leik í röð í Bundesligunni um helgina þegar hann gerði eina mark Augsburg í 3-1 tapi á móti Borussia Dortmund.
Það er ekki á hverjum degi sem íslenskur fótboltamaður skorar á móti þessu eina öflugasta liði Þýskalands og það voru liðin rétt tæp 23 ár síðan að Íslendingur skoraði síðast deildarmark á móti liði Borussia Dortmund.
Alfreð var líklega nýbyrjaður á leikskóla þegar Eyjólfur Sverrisson skoraði eitt marka Stuttgart í óvæntum 4-0 útisigri á Borussia Dortmund 15. maí.
Eyjólfur hafði einnig náð því að skora þrennu á móti Borussia Dortmund rúmum tveimur árum fyrr.
Þrír aðrir íslenskir leikmenn hafa skorað á móti Borussia Dortmund í Bundesligunni en það eru þeir Lárus Guðmundsson, Ásgeir Sigurvinsson og Atli Eðvvaldsson. Atli var fyrstur og afrekaði það einni í tveimur leikjum.
Alfreð hefur nú skorað 3 mörk og gefið 2 stoðsendingar í fyrstu 7 leikjum sínum með Augsburg í Bundesligunni.
Það er hægt að sjá markið hans Alfreðs á móti Dortmund í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslensk mörk á móti Borussia Dortmund í Bundesligunni
Atli Eðvvaldsson
2 fyrir Fortuna Düsseldorf á móti Dortmund 9. október 1982
1 fyrir Fortuna Düsseldorf á móti Dortmund 25. mars 1983
Lárus Guðmundsson
1 fyrir Bayer 05 Uerdingen á móti Dortmund 5. október 1985
Ásgeir Sigurvinsson
1 fyrir Stuttgart á móti Dortmund 19. apríl 1986
Eyjólfur Sverrisson
3 fyrir Stuttgart á móti Dortmund 23. febrúar 1991
1 fyrir Stuttgart á móti Dortmund 14. maí 1993
Alfreð Finnbogason
1 fyrir Augsburg á móti Dortmund 20. mars 2016
23 ár síðan að Íslendingur skoraði síðast á móti Dortmund
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mest lesið





Guðrún kveður Rosengård
Fótbolti

Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn



Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City
Enski boltinn
