Elfar Árni: Mjög hissa er ég sá að hann fékk aðeins gult Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. mars 2016 13:00 Elfar Árni í leik gegn Blikum. vísir/stefán „Ég er með mar við augað eftir þetta,“ segir KA-maðurinn Elfar Árni Aðalsteinsson sem var skallaður ansi hraustlega í leik KA og Selfoss um nýliðna helgi Stefán Ragnar Guðlaugsson, fyrirliði Selfoss, missti þá stjórn á skapi sínu. Hljóp að Elfari Árna og skallaði hann fast í andlitið. „Ég var merkilega góður á eftir. Ég var nokkuð æstur þarna í kjölfarið en róaðist fljótt. Ég kláraði leikinn og ekkert vesen hvað það varðar,“ segir Elfar en hann hafði ekki lent í því áður að vera skallaður. „Þetta var frekar vont.“Sjá einnig: Aðeins gult spjald fyrir að skalla andstæðing | Myndband Elfar Árni meiddist illa í ágúst árið 2013. Þá fékk hann þungt högg á höfuðið í leik Breiðabliks og KR en hann lék þá með Blikum. Húsvíkingurinn missti meðvitund og var fluttur burt í sjúkrabíl. Svo alvarlegt var atvikið að leikurinn var flautaður af. Hann segir að þetta höfuðhögg hafi ekki vakið upp gömlu, alvarlegu meiðslin sem hann varð fyrir í þeim leik. „Ég er ekki með neinn svima og hef ekki verið neitt eftir mig.“Sjá einnig:Elfar Árni: Brattur þrátt fyrir svolitla ógleði Ástæðan fyrir því að Stefán Ragnar snöggreiðist svona er að Elfar Árni fer aðeins í markvörð Selfoss er hann reynir að komast í boltann. „Ég er á fullu og teygi mig í boltann. Markvörðurinn er á undan en ég kem aðeins við hann. Það var óviljaverk og ég tek það strax á mig og ætla að biðjast afsökunar er hann kemur aðvífandi og skallar mig,“ segir Elfar en hvernig brást hann við er hann sá að Stefán fékk aðeins gult fyrir skallann? „Ég var mjög hissa.“ Elfar Árni segir að Stefán Ragnar sé búinn að hringja í sig og biðjast afsökunar. „Við áttum gott spjall og þessu máli er lokið af minni hálfu.“Þetta var gult spjald á báða leikmenn. Þetta yrði langt bann í flestum löndum í kringum okkur en gult hér. Stundum skil...Posted by Saevar Petursson on Monday, March 21, 2016 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Ég er með mar við augað eftir þetta,“ segir KA-maðurinn Elfar Árni Aðalsteinsson sem var skallaður ansi hraustlega í leik KA og Selfoss um nýliðna helgi Stefán Ragnar Guðlaugsson, fyrirliði Selfoss, missti þá stjórn á skapi sínu. Hljóp að Elfari Árna og skallaði hann fast í andlitið. „Ég var merkilega góður á eftir. Ég var nokkuð æstur þarna í kjölfarið en róaðist fljótt. Ég kláraði leikinn og ekkert vesen hvað það varðar,“ segir Elfar en hann hafði ekki lent í því áður að vera skallaður. „Þetta var frekar vont.“Sjá einnig: Aðeins gult spjald fyrir að skalla andstæðing | Myndband Elfar Árni meiddist illa í ágúst árið 2013. Þá fékk hann þungt högg á höfuðið í leik Breiðabliks og KR en hann lék þá með Blikum. Húsvíkingurinn missti meðvitund og var fluttur burt í sjúkrabíl. Svo alvarlegt var atvikið að leikurinn var flautaður af. Hann segir að þetta höfuðhögg hafi ekki vakið upp gömlu, alvarlegu meiðslin sem hann varð fyrir í þeim leik. „Ég er ekki með neinn svima og hef ekki verið neitt eftir mig.“Sjá einnig:Elfar Árni: Brattur þrátt fyrir svolitla ógleði Ástæðan fyrir því að Stefán Ragnar snöggreiðist svona er að Elfar Árni fer aðeins í markvörð Selfoss er hann reynir að komast í boltann. „Ég er á fullu og teygi mig í boltann. Markvörðurinn er á undan en ég kem aðeins við hann. Það var óviljaverk og ég tek það strax á mig og ætla að biðjast afsökunar er hann kemur aðvífandi og skallar mig,“ segir Elfar en hvernig brást hann við er hann sá að Stefán fékk aðeins gult fyrir skallann? „Ég var mjög hissa.“ Elfar Árni segir að Stefán Ragnar sé búinn að hringja í sig og biðjast afsökunar. „Við áttum gott spjall og þessu máli er lokið af minni hálfu.“Þetta var gult spjald á báða leikmenn. Þetta yrði langt bann í flestum löndum í kringum okkur en gult hér. Stundum skil...Posted by Saevar Petursson on Monday, March 21, 2016
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira