Frakkar hafa ákveðið að loka landamærum sínum að Belgíu. 1.600 hermenn hafa verið sendir til að vakta landamærin. Öryggisgæsla hefur verið aukin á flugvöllum og öðrum samgöngustöðum víða um Evrópu.
Belgar hafa einnig aukið öryggisgæslu við kjarnorkuver landsins.
Öryggisgæsla á flugvöllum í Evrópu hefur sérstaklega verið aukin í kjölfar árásanna í Brussel. Sömu sögu er að segja af lestarstöðvum. Þá segjast Rússar ætla að skoða hvort tilefni sé til að auka öryggisgæslu þar í landi.
