Frakkar hafa ákveðið að loka landamærum sínum að Belgíu. 1.600 hermenn hafa verið sendir til að vakta landamærin. Öryggisgæsla hefur verið aukin á flugvöllum og öðrum samgöngustöðum víða um Evrópu.
Belgar hafa einnig aukið öryggisgæslu við kjarnorkuver landsins.
Öryggisgæsla á flugvöllum í Evrópu hefur sérstaklega verið aukin í kjölfar árásanna í Brussel. Sömu sögu er að segja af lestarstöðvum. Þá segjast Rússar ætla að skoða hvort tilefni sé til að auka öryggisgæslu þar í landi.
Öryggisgæsla aukin um Evrópu

Tengdar fréttir

Belgíska landsliðið frestar æfingu í Brussel
Hryðjuverkin í Brussel hafa áhrif á margt í borginni og líka á belgíska landsliðið.

Aukafréttatími Stöðvar 2 klukkan tólf
26 eru taldir af eftir að minnsta kosti þrjár sprengingar urðu í Brussel, höfuðborg Belgíu, í morgun.

Íslendingur í Brussel: „Mikið af blóði og sært fólk“
Sigrún Kristjánsdóttir var stödd í flugstöðinni þegar tvær sprengingar urðu.

Gunnar Bragi biður Íslendinga í Brussel að hafa samband heim
Minnst þrettán eru látnir eftir sprengjuárásir sem gerðar voru á borgina í morgun.