403 látið lífið í árásum íslamista í Evrópu frá 2004 Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2016 15:15 Frá árásunum í París í nóvember. Vísir/AFP Alls hafa 403 látið lífið í árásum íslamista í Evrópu frá árinu 2004. Þá eru ekki taldir með þeir sem hafa látið lífið í árásunum í Brussel í morgun. Minnst 34 eru látnir þar en sú tala á líklega eftir að hækka. Þessar árásir eru þær nýjustu röð hryðjuverkaárása frá árinu 2004 þegar sprengjur voru sprengdar í lestum í Madrid. AFP fréttaveitan fór yfir árásirnar, sem hundruð manna hafa særst í. Þann 11. mars 2004 voru tólf sprengjur sprengdar um borð í fjórum lestum í Madrid. 191 lét lífið í árásinni og um tvö þúsund manns særðust. Hópur vígamanna sem framkvæmdu árásirnar sögðust hafa verið á vegum al-Qaeda. Tilefni árásarinnar var að refsa Spánverjum fyrir að taka þátt í innrásinni í Írak árið 2003. Sjö menn sem grunaðir voru um að hafa framkvæmt árásina sprengdu sig í loft upp þegar lögreglan gerði atlögu að íbúð þeirra nærri Madrid. Einn lögregluþjónn lét lífið.Fjórir sjálfsmorðsárásarmenn sprengdu sig í loft upp í London þann 7. júlí 2005. Þrír þeirra um borð í neðanjarðarlestum og einn í strætó. 52 létu lífið og um 700 særðust.Al-Qaeda lýsti yfir ábyrgð á árásinni, sem er sú versta á breskri grundu frá því að flugvél var sprengd í loft upp yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988.Á dögunum 11. til 19. mars 2012 myrti hinn 23 ára gamli Mohamed Merah þrjá franska hermenn í borgunum Toulouse og Montauban í suðurhluta-Frakklands. Þá myrti hann þrjú börn af gyðingaættum og kennara í Toulouse. Sjálfur sagðist Merah aðhyllast al-Qaeda samtökunum, en hann var felldur af lögreglu eftir 32 tíma umsátur um íbúð hans.Þann 24. maí 2014 skaut Mehdi Nemmouche á hóp fólks á safni gyðinga í Brussel. Hann myrti fjóra og þar með tvo ferðamenn frá Ísrael. Hann var fæddur í Frakklandi, en upprunalega frá Alsír. Hann var svo handtekinn í Frakklandi og framseldur til Belgíu.Tveir þungvopnaðir menn ruddust inn á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í París í janúar í fyrra. Þar myrtu þeir tólf einstaklinga. Þar með taldir eru tveir lögregluþjónar sem þeir skutu á flótta frá Charlie Hebdo. Næsta dag lét lögreglukona lífið fyrir utan París og fjórir aðrir þegar vopnaður maður tók yfir matvöruverslun gyðinga í París. Allir árásarmennirnir létu lífið í skotbardögum við lögreglu. Mennirnir sem réðust á Charlie Hebdo sögðust vera á vegum ISIS en maðurinn sem réðst á matvöruverslunina sagðist vera á vegum al-Qaeda.Þann 14. febrúar 2015 réðst hinn 22 ára gamli Omar El-Hussein á hóp fólks á málþingi um íslam og málfrelsi í Kaupmannahöfn. Hann skaut kvikmyndagerðarmann til bana og særði þrjá lögregluþjóna. Skömmu seinna myrti hann öryggisvörð við bænahús gyðinga og særði tvo aðra lögregluþjóna. Hann var skotinn til bana af lögreglu nokkrum klukkustundum seinna.Þann 13. nóvember réðst hópur vígamanna iSIS á París. Vígamenn sprengdi sig í loft upp við Stade de France þar sem Frakkar og Þýskaland kepptu í fótbolta. Vígamenn skutu á kaffihús og réðust á tónleikastaðinn Bataclan. 130 manns létu lífið og rúmlega 350 særðust í árásunum. Þetta er alvarlegasta hryðjuverkaárásin í sögu Frakklands. Árásarmennirnir voru felldir af lögreglu, nema Salah Abdeslam sem flúði til Belgíu.Í dag voru sprengdar sprengjur á flugvelli í Brussel og á lestarstöð. Einungis nokkrum dögum eftir að einn af Abdeslam var handtekinn. Hryðjuverk í Brussel Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Alls hafa 403 látið lífið í árásum íslamista í Evrópu frá árinu 2004. Þá eru ekki taldir með þeir sem hafa látið lífið í árásunum í Brussel í morgun. Minnst 34 eru látnir þar en sú tala á líklega eftir að hækka. Þessar árásir eru þær nýjustu röð hryðjuverkaárása frá árinu 2004 þegar sprengjur voru sprengdar í lestum í Madrid. AFP fréttaveitan fór yfir árásirnar, sem hundruð manna hafa særst í. Þann 11. mars 2004 voru tólf sprengjur sprengdar um borð í fjórum lestum í Madrid. 191 lét lífið í árásinni og um tvö þúsund manns særðust. Hópur vígamanna sem framkvæmdu árásirnar sögðust hafa verið á vegum al-Qaeda. Tilefni árásarinnar var að refsa Spánverjum fyrir að taka þátt í innrásinni í Írak árið 2003. Sjö menn sem grunaðir voru um að hafa framkvæmt árásina sprengdu sig í loft upp þegar lögreglan gerði atlögu að íbúð þeirra nærri Madrid. Einn lögregluþjónn lét lífið.Fjórir sjálfsmorðsárásarmenn sprengdu sig í loft upp í London þann 7. júlí 2005. Þrír þeirra um borð í neðanjarðarlestum og einn í strætó. 52 létu lífið og um 700 særðust.Al-Qaeda lýsti yfir ábyrgð á árásinni, sem er sú versta á breskri grundu frá því að flugvél var sprengd í loft upp yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988.Á dögunum 11. til 19. mars 2012 myrti hinn 23 ára gamli Mohamed Merah þrjá franska hermenn í borgunum Toulouse og Montauban í suðurhluta-Frakklands. Þá myrti hann þrjú börn af gyðingaættum og kennara í Toulouse. Sjálfur sagðist Merah aðhyllast al-Qaeda samtökunum, en hann var felldur af lögreglu eftir 32 tíma umsátur um íbúð hans.Þann 24. maí 2014 skaut Mehdi Nemmouche á hóp fólks á safni gyðinga í Brussel. Hann myrti fjóra og þar með tvo ferðamenn frá Ísrael. Hann var fæddur í Frakklandi, en upprunalega frá Alsír. Hann var svo handtekinn í Frakklandi og framseldur til Belgíu.Tveir þungvopnaðir menn ruddust inn á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í París í janúar í fyrra. Þar myrtu þeir tólf einstaklinga. Þar með taldir eru tveir lögregluþjónar sem þeir skutu á flótta frá Charlie Hebdo. Næsta dag lét lögreglukona lífið fyrir utan París og fjórir aðrir þegar vopnaður maður tók yfir matvöruverslun gyðinga í París. Allir árásarmennirnir létu lífið í skotbardögum við lögreglu. Mennirnir sem réðust á Charlie Hebdo sögðust vera á vegum ISIS en maðurinn sem réðst á matvöruverslunina sagðist vera á vegum al-Qaeda.Þann 14. febrúar 2015 réðst hinn 22 ára gamli Omar El-Hussein á hóp fólks á málþingi um íslam og málfrelsi í Kaupmannahöfn. Hann skaut kvikmyndagerðarmann til bana og særði þrjá lögregluþjóna. Skömmu seinna myrti hann öryggisvörð við bænahús gyðinga og særði tvo aðra lögregluþjóna. Hann var skotinn til bana af lögreglu nokkrum klukkustundum seinna.Þann 13. nóvember réðst hópur vígamanna iSIS á París. Vígamenn sprengdi sig í loft upp við Stade de France þar sem Frakkar og Þýskaland kepptu í fótbolta. Vígamenn skutu á kaffihús og réðust á tónleikastaðinn Bataclan. 130 manns létu lífið og rúmlega 350 særðust í árásunum. Þetta er alvarlegasta hryðjuverkaárásin í sögu Frakklands. Árásarmennirnir voru felldir af lögreglu, nema Salah Abdeslam sem flúði til Belgíu.Í dag voru sprengdar sprengjur á flugvelli í Brussel og á lestarstöð. Einungis nokkrum dögum eftir að einn af Abdeslam var handtekinn.
Hryðjuverk í Brussel Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira