Umfangsmikil leit um alla Belgíu að grunuðum hryðjuverkamanni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2016 18:26 Lögreglan í Belgíu leitar nú ákaft af manninum í hvíta jakkanum. Uppfært klukkan 19.20:Belgíska lögreglan hefur fundið sprengju, meðal annars með nöglum, í áhlaupi á íbúð í Schaarbeek-hverfinu í Brussel. Þá fundust einnig efni til sprengjugerðar í íbúðinni auk fána Íslamska ríkisins. Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld. Hann staðfesti að þrjár sprengjur hefðu sprungið, tvær á Zaventem-flugvellinum og ein í lest nærri Maelbeek-lestarstöðinni. Að minnsta kosti 34 létust í árásunum og yfir 230 særðust. Fram kom í máli saksóknarans að tveir mannanna sem eru á mynd sem lögreglan birti úr eftirlitsmyndavélum af flugvellinum í dag séu mjög líklega tengdir árásunum. Talið er að þeir hafi sprengt sig í loft upp á flugvellinum en þriðja mannsins, þess sem klæddur er í hvítan jakka, er nú ákaft leitað af belgísku lögreglunni og eru áhlaup í gangi víða um land. Þá hefur verið lýst eftir honum í fjölmiðlum en grunur leikur á að hann sé viðriðinn árásirnar. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum en saksóknarinn sagði enn of snemmt að tengja árásirnar í dag beint við hryðjuverkaárásirnar í París í nóvember þar sem 130 manns fórust. Forsætisráðherra Belgíu, Charles Michel, ávarpaði jafnframt þjóðina á blaðamannafundinum en lýst hefur verið yfir þjóðarsorg næstu þrjá daga. Ráðherrann sagði Belga vilja að daglegt líf kæmist sem fyrst í eðlilegt horf. Hann sagði að ráðist hefði verið á frelsið í hjarta þess í dag, líkt og gert hefði verið í árásunum í París í nóvember, og í London árið 2007 og Madríd árið 2004. „Þetta er sameiginleg barátta sem þekkir engin landamæri og við erum staðráðin í að berjast fyrir frelsi okkar,“ sagði tárvotur forsætisráðherrann á blaðamannafundinum í dag. Hér má fylgjast með umfjöllun Guardian um hryðjuverkaárásirnar. Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Myndir frá árásunum í Brussel Minnst 34 eru látnir eftir samhæfðar sprengingar í Brussel í morgun. 22. mars 2016 14:00 Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Öryggisgæsla aukin um Evrópu 1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland. 22. mars 2016 10:46 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Uppfært klukkan 19.20:Belgíska lögreglan hefur fundið sprengju, meðal annars með nöglum, í áhlaupi á íbúð í Schaarbeek-hverfinu í Brussel. Þá fundust einnig efni til sprengjugerðar í íbúðinni auk fána Íslamska ríkisins. Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld. Hann staðfesti að þrjár sprengjur hefðu sprungið, tvær á Zaventem-flugvellinum og ein í lest nærri Maelbeek-lestarstöðinni. Að minnsta kosti 34 létust í árásunum og yfir 230 særðust. Fram kom í máli saksóknarans að tveir mannanna sem eru á mynd sem lögreglan birti úr eftirlitsmyndavélum af flugvellinum í dag séu mjög líklega tengdir árásunum. Talið er að þeir hafi sprengt sig í loft upp á flugvellinum en þriðja mannsins, þess sem klæddur er í hvítan jakka, er nú ákaft leitað af belgísku lögreglunni og eru áhlaup í gangi víða um land. Þá hefur verið lýst eftir honum í fjölmiðlum en grunur leikur á að hann sé viðriðinn árásirnar. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum en saksóknarinn sagði enn of snemmt að tengja árásirnar í dag beint við hryðjuverkaárásirnar í París í nóvember þar sem 130 manns fórust. Forsætisráðherra Belgíu, Charles Michel, ávarpaði jafnframt þjóðina á blaðamannafundinum en lýst hefur verið yfir þjóðarsorg næstu þrjá daga. Ráðherrann sagði Belga vilja að daglegt líf kæmist sem fyrst í eðlilegt horf. Hann sagði að ráðist hefði verið á frelsið í hjarta þess í dag, líkt og gert hefði verið í árásunum í París í nóvember, og í London árið 2007 og Madríd árið 2004. „Þetta er sameiginleg barátta sem þekkir engin landamæri og við erum staðráðin í að berjast fyrir frelsi okkar,“ sagði tárvotur forsætisráðherrann á blaðamannafundinum í dag. Hér má fylgjast með umfjöllun Guardian um hryðjuverkaárásirnar.
Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Myndir frá árásunum í Brussel Minnst 34 eru látnir eftir samhæfðar sprengingar í Brussel í morgun. 22. mars 2016 14:00 Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Öryggisgæsla aukin um Evrópu 1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland. 22. mars 2016 10:46 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Myndir frá árásunum í Brussel Minnst 34 eru látnir eftir samhæfðar sprengingar í Brussel í morgun. 22. mars 2016 14:00
Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38