Umfangsmikil leit um alla Belgíu að grunuðum hryðjuverkamanni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2016 18:26 Lögreglan í Belgíu leitar nú ákaft af manninum í hvíta jakkanum. Uppfært klukkan 19.20:Belgíska lögreglan hefur fundið sprengju, meðal annars með nöglum, í áhlaupi á íbúð í Schaarbeek-hverfinu í Brussel. Þá fundust einnig efni til sprengjugerðar í íbúðinni auk fána Íslamska ríkisins. Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld. Hann staðfesti að þrjár sprengjur hefðu sprungið, tvær á Zaventem-flugvellinum og ein í lest nærri Maelbeek-lestarstöðinni. Að minnsta kosti 34 létust í árásunum og yfir 230 særðust. Fram kom í máli saksóknarans að tveir mannanna sem eru á mynd sem lögreglan birti úr eftirlitsmyndavélum af flugvellinum í dag séu mjög líklega tengdir árásunum. Talið er að þeir hafi sprengt sig í loft upp á flugvellinum en þriðja mannsins, þess sem klæddur er í hvítan jakka, er nú ákaft leitað af belgísku lögreglunni og eru áhlaup í gangi víða um land. Þá hefur verið lýst eftir honum í fjölmiðlum en grunur leikur á að hann sé viðriðinn árásirnar. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum en saksóknarinn sagði enn of snemmt að tengja árásirnar í dag beint við hryðjuverkaárásirnar í París í nóvember þar sem 130 manns fórust. Forsætisráðherra Belgíu, Charles Michel, ávarpaði jafnframt þjóðina á blaðamannafundinum en lýst hefur verið yfir þjóðarsorg næstu þrjá daga. Ráðherrann sagði Belga vilja að daglegt líf kæmist sem fyrst í eðlilegt horf. Hann sagði að ráðist hefði verið á frelsið í hjarta þess í dag, líkt og gert hefði verið í árásunum í París í nóvember, og í London árið 2007 og Madríd árið 2004. „Þetta er sameiginleg barátta sem þekkir engin landamæri og við erum staðráðin í að berjast fyrir frelsi okkar,“ sagði tárvotur forsætisráðherrann á blaðamannafundinum í dag. Hér má fylgjast með umfjöllun Guardian um hryðjuverkaárásirnar. Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Myndir frá árásunum í Brussel Minnst 34 eru látnir eftir samhæfðar sprengingar í Brussel í morgun. 22. mars 2016 14:00 Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Öryggisgæsla aukin um Evrópu 1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland. 22. mars 2016 10:46 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira
Uppfært klukkan 19.20:Belgíska lögreglan hefur fundið sprengju, meðal annars með nöglum, í áhlaupi á íbúð í Schaarbeek-hverfinu í Brussel. Þá fundust einnig efni til sprengjugerðar í íbúðinni auk fána Íslamska ríkisins. Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld. Hann staðfesti að þrjár sprengjur hefðu sprungið, tvær á Zaventem-flugvellinum og ein í lest nærri Maelbeek-lestarstöðinni. Að minnsta kosti 34 létust í árásunum og yfir 230 særðust. Fram kom í máli saksóknarans að tveir mannanna sem eru á mynd sem lögreglan birti úr eftirlitsmyndavélum af flugvellinum í dag séu mjög líklega tengdir árásunum. Talið er að þeir hafi sprengt sig í loft upp á flugvellinum en þriðja mannsins, þess sem klæddur er í hvítan jakka, er nú ákaft leitað af belgísku lögreglunni og eru áhlaup í gangi víða um land. Þá hefur verið lýst eftir honum í fjölmiðlum en grunur leikur á að hann sé viðriðinn árásirnar. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum en saksóknarinn sagði enn of snemmt að tengja árásirnar í dag beint við hryðjuverkaárásirnar í París í nóvember þar sem 130 manns fórust. Forsætisráðherra Belgíu, Charles Michel, ávarpaði jafnframt þjóðina á blaðamannafundinum en lýst hefur verið yfir þjóðarsorg næstu þrjá daga. Ráðherrann sagði Belga vilja að daglegt líf kæmist sem fyrst í eðlilegt horf. Hann sagði að ráðist hefði verið á frelsið í hjarta þess í dag, líkt og gert hefði verið í árásunum í París í nóvember, og í London árið 2007 og Madríd árið 2004. „Þetta er sameiginleg barátta sem þekkir engin landamæri og við erum staðráðin í að berjast fyrir frelsi okkar,“ sagði tárvotur forsætisráðherrann á blaðamannafundinum í dag. Hér má fylgjast með umfjöllun Guardian um hryðjuverkaárásirnar.
Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Myndir frá árásunum í Brussel Minnst 34 eru látnir eftir samhæfðar sprengingar í Brussel í morgun. 22. mars 2016 14:00 Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Öryggisgæsla aukin um Evrópu 1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland. 22. mars 2016 10:46 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira
Myndir frá árásunum í Brussel Minnst 34 eru látnir eftir samhæfðar sprengingar í Brussel í morgun. 22. mars 2016 14:00
Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38