Fórnarlömb árásanna frá 40 þjóðum Samúel Karl Ólason skrifar 23. mars 2016 14:00 Umfangsmikil leit stendur yfir í Brussel. Vísir/AFP Það sem við vitum Sprengjur voru sprengdar á Zavantem flugvellinum og í lest við Maelbeek lestarstöðina í gærmorgun. Minnst 31 lét lífið. Þar af ellefu á flugvellinum og tuttugu í lestinni. Um 270 eru særðir og hefur þriggja daga þjóðarsorg verið lýst yfir. Bræðurnir Khalid og Ibrahim el-Bakraoui eru sagðir hafa sprengt sig í loft upp. Ibrahim á flugvellinum og Khalid í lestinni. Ekki er búið að bera kennsl á annan sprengjumanninn á flugvellinum. Bræðurnir fæddust báðir í Belgíu og eiga langan sakaferil að baki. Najim Laachraoui, sem talinn er vera sprengjugerðamaður hópsins, gengur enn laus. Hann var þriðji árásarmaðurinn á flugvellinum en flúði þegar sprengja hans sprakk ekki. Miðlar í Belgíu birtu í morgun fréttir um að hann hefði verið handtekinn en þær voru dregnar til baka. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum. Sprengjugerðarbúnaður fannst í íbúð í borginni og var þar mikið magn af sprengiefni, nöglum, skrúfum og fleira. Fáni ISIS fannst einnig þar. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur varað Bandaríkjamenn við því að ferðast um Evrópu. Hryðjuverkasamtök skipuleggi að fremja frekari hryðjuverk í náinni framtíð. Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu standa nú yfir í Belgíu og hafa leitir verið framkvæmdar víða. Ríkissaksóknari Belgíu segir minnst 31 vera látinn vegna árásanna í Brussel í gær og að um 270 hafi særst. Mögulegt er að tala látinna muni hækka, þar sem nokkrir einstaklingar eru enn týndir og erfitt hefur reynst að bera kennsl á lík úr lestinni við Maelbeek stöðina.Sjá einnig: Myndir frá árásunum í Brussel Þeir þrír sem gerðu árásirnar á flugvellinum fóru þangað með leigubíl, en bílstjórinn gat bent lögreglunni á hvar hann tók þá upp í bíl sinn.Frederic Van Leeuw segir að þar hafi lögreglan fundið fundið fartölvu Ibrahim el-Bakjraoui. Þar hafi hann skrifað að hann teldi lögregluna vera að leita að sér og að hann vildi ekki fara í fangelsi.Árásirnar í Brussel tengjast árásunum í París í nóvember.Vísir/GraphicNewsVan Leeuw sagði tvo hafa verið handtekna vegna rannsóknarinnar, en að öðrum þeirra hefði verið sleppt.Tengjast árásunum í París Lögreglan leitar nú að Najim Laachraoui, en hann er talinn hafa verið þriðji árásarmaðurinn á flugvellinum. Það hefur ekki verið staðfest af lögreglu, en fjölmiðlar ganga út frá því að svo sé. Laachraoui er einnig talinn hafa gert sprengjur fyrir árásarmennina í París. Undanfarna daga hefur hann verið á flótta undan lögreglu, eftir að gert var áhlaup á íbúð sem hann var í ásamt Salah Abdeslam, sem tók þátt í árásunum í París. Samkvæmt AFP fréttaveitunni tilheyra látnir og særðir um 40 þjóðum. Þeir komi frá Norður og Suður Ameríku, Asíu, Afríku og Evrópu. Þá særðust fjórir starfsmenn framkvæmdatjórnar ESB. Hryðjuverk í Brussel Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Lýst er eftir fjórða árásarmanninum Sjálfsvígsrásirnar í Brussel kostuðu að minnsta kosti 30 manns lífið. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð. Tveir grunaðir vitorðsmenn voru handteknir og lýst er eftir þeim þriðja. Forsætisráðherra Belgíu hvetur fólk til að hald 23. mars 2016 07:00 Lifði af sína þriðju hryðjuverkaárás Hinn nítján ára gamli Mason Wells hefur upplifað þrjár hryðjuverkaárásir og sloppið lifandi frá þeim öllum. 23. mars 2016 12:09 Hver eru viðbrögð utanríkisráðuneytisins þegar hryðjuverk eru framin? Sérstakt neyðarteymi er strax ræst út og samfélagsmiðlar hjálpa mjög til við að afla uppýsinga um Íslendinga þegar hryðjuverkaárás er gerð. 23. mars 2016 11:00 Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Það sem við vitum Sprengjur voru sprengdar á Zavantem flugvellinum og í lest við Maelbeek lestarstöðina í gærmorgun. Minnst 31 lét lífið. Þar af ellefu á flugvellinum og tuttugu í lestinni. Um 270 eru særðir og hefur þriggja daga þjóðarsorg verið lýst yfir. Bræðurnir Khalid og Ibrahim el-Bakraoui eru sagðir hafa sprengt sig í loft upp. Ibrahim á flugvellinum og Khalid í lestinni. Ekki er búið að bera kennsl á annan sprengjumanninn á flugvellinum. Bræðurnir fæddust báðir í Belgíu og eiga langan sakaferil að baki. Najim Laachraoui, sem talinn er vera sprengjugerðamaður hópsins, gengur enn laus. Hann var þriðji árásarmaðurinn á flugvellinum en flúði þegar sprengja hans sprakk ekki. Miðlar í Belgíu birtu í morgun fréttir um að hann hefði verið handtekinn en þær voru dregnar til baka. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum. Sprengjugerðarbúnaður fannst í íbúð í borginni og var þar mikið magn af sprengiefni, nöglum, skrúfum og fleira. Fáni ISIS fannst einnig þar. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur varað Bandaríkjamenn við því að ferðast um Evrópu. Hryðjuverkasamtök skipuleggi að fremja frekari hryðjuverk í náinni framtíð. Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu standa nú yfir í Belgíu og hafa leitir verið framkvæmdar víða. Ríkissaksóknari Belgíu segir minnst 31 vera látinn vegna árásanna í Brussel í gær og að um 270 hafi særst. Mögulegt er að tala látinna muni hækka, þar sem nokkrir einstaklingar eru enn týndir og erfitt hefur reynst að bera kennsl á lík úr lestinni við Maelbeek stöðina.Sjá einnig: Myndir frá árásunum í Brussel Þeir þrír sem gerðu árásirnar á flugvellinum fóru þangað með leigubíl, en bílstjórinn gat bent lögreglunni á hvar hann tók þá upp í bíl sinn.Frederic Van Leeuw segir að þar hafi lögreglan fundið fundið fartölvu Ibrahim el-Bakjraoui. Þar hafi hann skrifað að hann teldi lögregluna vera að leita að sér og að hann vildi ekki fara í fangelsi.Árásirnar í Brussel tengjast árásunum í París í nóvember.Vísir/GraphicNewsVan Leeuw sagði tvo hafa verið handtekna vegna rannsóknarinnar, en að öðrum þeirra hefði verið sleppt.Tengjast árásunum í París Lögreglan leitar nú að Najim Laachraoui, en hann er talinn hafa verið þriðji árásarmaðurinn á flugvellinum. Það hefur ekki verið staðfest af lögreglu, en fjölmiðlar ganga út frá því að svo sé. Laachraoui er einnig talinn hafa gert sprengjur fyrir árásarmennina í París. Undanfarna daga hefur hann verið á flótta undan lögreglu, eftir að gert var áhlaup á íbúð sem hann var í ásamt Salah Abdeslam, sem tók þátt í árásunum í París. Samkvæmt AFP fréttaveitunni tilheyra látnir og særðir um 40 þjóðum. Þeir komi frá Norður og Suður Ameríku, Asíu, Afríku og Evrópu. Þá særðust fjórir starfsmenn framkvæmdatjórnar ESB.
Hryðjuverk í Brussel Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Lýst er eftir fjórða árásarmanninum Sjálfsvígsrásirnar í Brussel kostuðu að minnsta kosti 30 manns lífið. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð. Tveir grunaðir vitorðsmenn voru handteknir og lýst er eftir þeim þriðja. Forsætisráðherra Belgíu hvetur fólk til að hald 23. mars 2016 07:00 Lifði af sína þriðju hryðjuverkaárás Hinn nítján ára gamli Mason Wells hefur upplifað þrjár hryðjuverkaárásir og sloppið lifandi frá þeim öllum. 23. mars 2016 12:09 Hver eru viðbrögð utanríkisráðuneytisins þegar hryðjuverk eru framin? Sérstakt neyðarteymi er strax ræst út og samfélagsmiðlar hjálpa mjög til við að afla uppýsinga um Íslendinga þegar hryðjuverkaárás er gerð. 23. mars 2016 11:00 Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31
Lýst er eftir fjórða árásarmanninum Sjálfsvígsrásirnar í Brussel kostuðu að minnsta kosti 30 manns lífið. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð. Tveir grunaðir vitorðsmenn voru handteknir og lýst er eftir þeim þriðja. Forsætisráðherra Belgíu hvetur fólk til að hald 23. mars 2016 07:00
Lifði af sína þriðju hryðjuverkaárás Hinn nítján ára gamli Mason Wells hefur upplifað þrjár hryðjuverkaárásir og sloppið lifandi frá þeim öllum. 23. mars 2016 12:09
Hver eru viðbrögð utanríkisráðuneytisins þegar hryðjuverk eru framin? Sérstakt neyðarteymi er strax ræst út og samfélagsmiðlar hjálpa mjög til við að afla uppýsinga um Íslendinga þegar hryðjuverkaárás er gerð. 23. mars 2016 11:00
Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16