Fundu búnað til sprengjugerðar í húsleit Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. mars 2016 07:00 Hermenn leita á vegfarendum í Brussel, daginn eftir sjálfsvígsárásirnar á Zaventem-flugvellinum og Maelbeek-lestarstöðinni. Nordicphotos/AFP Lögreglan í Brussel fann í gær búnað til sprengjugerðar í húsi í Schaerbeek-hverfinu í norðurhluta borgarinnar. Ljóst þótti að bræðurnir Khalid og Ibrahim el Bakraoui hefðu, ásamt félögum sínum, notað húsnæðið við undirbúning hryðjuverkanna á þriðjudag. Lögreglan fann þar meðal annars tölvu sem annar bræðranna, Ibrahim, hafði notað en hent í ruslið. Á tölvunni var að finna eins konar yfirlýsingu, þar sem hann segist vera á flótta og ekki geta hugsað sér að lenda í fangelsi: „Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég er að flýta mér. Ég er á flótta. Menn eru að leita að mér alls staðar. Og ef ég gef mig fram þá enda ég í fangelsi.“ Ibrahim, eða Brahim eins og hann er einnig nefndur, er sá sem sprengdi sig í loft upp á flugvellinum í Brussel. Hinn bróðirinn, Khalid, sprengdi sig á lestarstöðinni. Samtals myrtu þeir, ásamt þriðja manninum sem einnig sprengdi sig á flugvellinum, meira en 30 manns. Fjórði maðurinn, Najim Laachraoui, komst undan og var hans ákaft leitað í gær. Hann er talinn hafa verið sprengjusérfræðingurinn í hópnum og sást á flugvellinum í Brussel ásamt öðrum Bakraoui-bróðurnum og þriðja manni, sem einnig sprengdi sig í loft upp. Laachraoui virðist hafa verið með stærstu sprengjuna, en af einhverjum ástæðum sprakk hún ekki og hann lét sig hverfa. Fjölmiðlar í Belgíu héldu því fram í gærmorgun að Laachraoui hefði verið handtekinn í Anderlecht-hverfinu í Brussel, en þær fregnir voru bornar til baka. Annar maður var handtekinn þar og yfirheyrður í tengslum við árásirnar. Talið er að Salah Abdeslam, sá sem handtekinn var í Brussel í síðustu viku, hafi líklega ætlað sér að taka þátt í hryðjuverkaárás í Brussel með félögum sínum, sem síðan létu til skarar skríða á þriðjudaginn. Þetta hefur bandaríska fréttastöðin CNN eftir belgískum embættismanni. Salah hefur verið í yfirheyrslum og veitt lögreglunni margvíslegar upplýsingar, bæði um árásirnar í Brussel á þriðjudaginn og árásirnar í París í nóvember, sem kostuðu 130 manns lífið. Salah tók sjálfur þátt í árásunum í París en sprengdi sig á endanum ekki í loft upp, þótt talið sé að hann hafi upphaflega ætlað að gera það. Bróðir hans, Brahim Abdeslam, var hins vegar einn þeirra sem drápu sig í París.Hetjudraumar og ævintýraþráÍ skýrslu frá evrópsku lögreglustofnuninni Europol frá í janúar síðastliðnum segir að evrópskir hryðjuverkahópar, sem kenna sig við Íslamska ríkið, séu að mestu „heimaræktaðir“ og staðbundnir. Þá segir í skýrslunni að stór hluti þeirra Evrópubúa, sem haldið hafa til liðs við Íslamska ríkið í Sýrlandi eða Írak, hafi áður greinst með geðræn vandamál. Margir þeirra hafi auk þess áður komist í kast við lögin, ýmist fyrir smáglæpi eða stærri afbrot. Þar segir einnig að trúarleg áhrif hafi að stórum hluta vikið fyrir félagslegum þáttum þegar skoðað er hvað hreki einstaklinga út á þessar brautir. Þar skipti jafningjaþrýstingur og félagslegar fyrirmyndir meira máli en trúarlegar pælingar „Auk þess gætu rómantískar væntingar um að vera þátttakandi í mikilvægum og spennandi atburðum átt hlut að máli,“ segir í skýrslunni. „Sjálfsvígssprengjumenn líta frekar á sig sem hetjur en trúarlega píslarvotta.“Fréttin birtist fyrst Fréttablaðinu 24. mars Hryðjuverk í Brussel Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Lögreglan í Brussel fann í gær búnað til sprengjugerðar í húsi í Schaerbeek-hverfinu í norðurhluta borgarinnar. Ljóst þótti að bræðurnir Khalid og Ibrahim el Bakraoui hefðu, ásamt félögum sínum, notað húsnæðið við undirbúning hryðjuverkanna á þriðjudag. Lögreglan fann þar meðal annars tölvu sem annar bræðranna, Ibrahim, hafði notað en hent í ruslið. Á tölvunni var að finna eins konar yfirlýsingu, þar sem hann segist vera á flótta og ekki geta hugsað sér að lenda í fangelsi: „Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég er að flýta mér. Ég er á flótta. Menn eru að leita að mér alls staðar. Og ef ég gef mig fram þá enda ég í fangelsi.“ Ibrahim, eða Brahim eins og hann er einnig nefndur, er sá sem sprengdi sig í loft upp á flugvellinum í Brussel. Hinn bróðirinn, Khalid, sprengdi sig á lestarstöðinni. Samtals myrtu þeir, ásamt þriðja manninum sem einnig sprengdi sig á flugvellinum, meira en 30 manns. Fjórði maðurinn, Najim Laachraoui, komst undan og var hans ákaft leitað í gær. Hann er talinn hafa verið sprengjusérfræðingurinn í hópnum og sást á flugvellinum í Brussel ásamt öðrum Bakraoui-bróðurnum og þriðja manni, sem einnig sprengdi sig í loft upp. Laachraoui virðist hafa verið með stærstu sprengjuna, en af einhverjum ástæðum sprakk hún ekki og hann lét sig hverfa. Fjölmiðlar í Belgíu héldu því fram í gærmorgun að Laachraoui hefði verið handtekinn í Anderlecht-hverfinu í Brussel, en þær fregnir voru bornar til baka. Annar maður var handtekinn þar og yfirheyrður í tengslum við árásirnar. Talið er að Salah Abdeslam, sá sem handtekinn var í Brussel í síðustu viku, hafi líklega ætlað sér að taka þátt í hryðjuverkaárás í Brussel með félögum sínum, sem síðan létu til skarar skríða á þriðjudaginn. Þetta hefur bandaríska fréttastöðin CNN eftir belgískum embættismanni. Salah hefur verið í yfirheyrslum og veitt lögreglunni margvíslegar upplýsingar, bæði um árásirnar í Brussel á þriðjudaginn og árásirnar í París í nóvember, sem kostuðu 130 manns lífið. Salah tók sjálfur þátt í árásunum í París en sprengdi sig á endanum ekki í loft upp, þótt talið sé að hann hafi upphaflega ætlað að gera það. Bróðir hans, Brahim Abdeslam, var hins vegar einn þeirra sem drápu sig í París.Hetjudraumar og ævintýraþráÍ skýrslu frá evrópsku lögreglustofnuninni Europol frá í janúar síðastliðnum segir að evrópskir hryðjuverkahópar, sem kenna sig við Íslamska ríkið, séu að mestu „heimaræktaðir“ og staðbundnir. Þá segir í skýrslunni að stór hluti þeirra Evrópubúa, sem haldið hafa til liðs við Íslamska ríkið í Sýrlandi eða Írak, hafi áður greinst með geðræn vandamál. Margir þeirra hafi auk þess áður komist í kast við lögin, ýmist fyrir smáglæpi eða stærri afbrot. Þar segir einnig að trúarleg áhrif hafi að stórum hluta vikið fyrir félagslegum þáttum þegar skoðað er hvað hreki einstaklinga út á þessar brautir. Þar skipti jafningjaþrýstingur og félagslegar fyrirmyndir meira máli en trúarlegar pælingar „Auk þess gætu rómantískar væntingar um að vera þátttakandi í mikilvægum og spennandi atburðum átt hlut að máli,“ segir í skýrslunni. „Sjálfsvígssprengjumenn líta frekar á sig sem hetjur en trúarlega píslarvotta.“Fréttin birtist fyrst Fréttablaðinu 24. mars
Hryðjuverk í Brussel Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent