Í gær upplýsti Recep Taayip Erdocan, forseti Tyrklands, að Brahim Al Bakraoui hefði verið handtekinn þar í landi og framseldur til Hollands. Honum var síðar sleppt eftir að ekki tókst að færa sönnur á tengsl hans við hryðjuverkasamtök. Bræðurna var hins vegar að finna á listum Bandaríkjanna yfir mögulega hryðjuverkamenn.
Í máli ráðamanna hefur komið fram að meðhöndlun máls Al Bakraoui hafi ekki verið líkt og best verður á kosið. Líklega hefðu málin farið á annan veg ef að málið hefði verið kannað í þaula.
Almannavarnir Belga hafa lækkað viðbúnaðarstig í landinu um eitt þrep og er það nú í næsthæsta þrepi.
31 lést í árásum þriggja á flugvöll og fjölfarna lestarstöð í borginni. Tveggja er enn leitað. Yfir 300 særðust í árásunum en þar af liggja 121 enn á sjúkrahúsi. 63 þeirra eru taldir í lífshættu.
Hér að neðan má sjá umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 í kvöld frá Brussel.