Morten Bruun sagði frá því á Twitter í dag að einhver hefði brotist inn á heimili hans á meðan hann var við störfum á leiknum og viðkomandi hafi stolið gullinu sem Bruun vann með danska landsliðinu á EM í Svíþjóð 1992.
„Til þess sem braust inn í húsið mitt á meðan ég var að vinna við leikinn. Væri þú svo vænn að skila 1992 medalíunni minni. Þú þekkir heimilisfangið," skrifað Morten Bruun á Twitter-síðu sína.
Morten Bruun var varamaður í úrslitaleiknum en Danir unnu þá 2-0 sigur á Þjóðverjum með mörkum frá John Jensen og Kim Vilfort. Bruun fékk reyndar ekkert að spila í eina einustu mínútu á Evrópumótinu en var hluti af leikmannahópnum og fékk gull um hálsinn í mótslok.
Bruun var að vinna fyrir sjónvarpsstöðina Kanal 6 á leiknum í gær en þar unnu Danir sannfærandi 2-1 sigur á Íslandi.
Morten Bruun vann bara þrjú gull á ferlinum, Evrópumeistaratitilinn 1992, deildina með Silkeborg 1994 og danska bikarinn með Silkeborg 2001. Hann spilaði allan ferillinn sinn með Silkeborg IF og spilaði alls 424 leiki fyrir félagið frá 1988 til 2001.
Til dig, der brød ind i mit hus, mens jeg kommenterede landskamp: Vil du ikke levere min EM-medalje fra 1992 tilbage? Du kender jo adressen.
— Morten Bruun (@Bruun6eren) March 25, 2016