Hollenska lögreglan handtók í dag 32 ára gamlan Frakka í Rotterdam. Maðurinn er grunaður um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkaáras í Frakklandi í samstarfi við annan mann sem handtekinn var á fimmtudag.
Það voru frönsk yfirvöld sem óskuðu eftir því að maðurinn yrði handtekinn og búist er við því að hann verði framseldur til Frakklands á næstu dögum. Talið er að hann tengist hryðjuverkaárásum ISIS í París í nóvember á síðasta ári. Er hann einnig sakaður um að hafa starfað með manni að nafni Reda Kriket sem handtekinn var í Frakklandi á fimmtudag.
Þrír aðrir voru einnig handteknir í aðgerðum lögreglu í Rotterdam en lögregla réðst til atlögu í íbúahverfi í vesturhluta borgarinnar en rýma þurfti fjölmörg hús vegna aðgerðarinnar.
Lögregluyfirvöld í Evrópu hafa handtekið menn um álfuna vegna tengsla þeirra við hryðjuverkin í Brussel á þriðjudag. Þá hafa nokkrir verið ákærðir fyrir aðild sína að hryðjuverkunum þar sem 31 lét lífið og 300 særðust.
Handsömuðu mann sem grunaður er um að skipuleggja hryðjuverkaárás

Tengdar fréttir

Fleiri árásir voru í bígerð
Fjöldi manns hefur verið handtekinn í Belgíu, Frakklandi og Þýskalandi í tengslum við rannsókn lögreglu á árásunum í Brussel fyrr í vikunni. Einn var tekinn með sprengibúnað á sporvagnsstöð í Brussel.

Tveir ákærðir í tengslum við árásirnar
Fjölmiðlar hafa gert því í skóna að þriðji maðurinn, sem sást á Zaventem-flugvellinum, sé í haldi lögreglu.

Árásarmennirnir í Brussel bræður
Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær.

Handtökur eftir að ráðist var að minningarathöfn í Brussel
Lögreglan í Brussel handtók tíu manns þegar öfgasinnar réðust inn á Place de la Bourse torgið.

Sögðu einn árásarmanninn hafa verið handtekinn
Najim Laachraoui er talinn vera sprengjusmiður hópsins sem gerði árásirnar í Brussel í gær.