Abel fær viðeigandi jarðarför í Úganda Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. mars 2016 13:58 Abel Dhaira í leik með ÍBV. Vísir/Stefán Unnið er að því að koma jarðneskum leifum Abel Dhaira aftur heim til Úganda að sögn Óskars Arnar Ólafssonar, formanns knattspyrnudeildar ÍBV. Er sú vinna langt komin að hans sögn. „Það ferli hófst í gær og erum við í nánu samstarfi við fjölskyldu hans,“ sagði Óskar Örn í samtali við Vísi í dag. Sjá einnig: Abel Dhaira látinn Fjölmiðlar í Úganda hafa flutt misvísandi fréttir af því hvernig næstu skref verða í máli Abel sem lést eftir stutta baráttu við krabbamein í gær en Óskar segir engan vafa á því að jarðneskar leifar hans verða fluttar heim. „Hann mun fá viðeigandi jarðarför í Úganda,“ sagði Óskar Örn.Knattspyrnusamband Úganda tilkynnti á heimasíðu sinni að það muni taka að sér að skipuleggja útför hans í samstarfi við föður hans, Bright Dhaira. Fimm manna nefnd hafi þar að auki verið skipuð til að hafa yfirumsjón með flutningi jarðneskra leifa hans til heimalandsins og útför hans þar.Vísir/VilhelmBókhaldið verður opnað Óskar kvaðst ekki hafa verið í beinu sambandi við knattspyrnusamband Úganda en sagði ÍBV reiðubúið að aðstoða á hvern hátt sem kostur er. „Þetta krefst mikillar vinnu og skipulagningar en við erum reiðubúin að hjálpa eins og við getum,“ sagði Óskar Örn en fjármunir sem söfnuðust í söfnun til styrktar Abel verða notaðir til að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af því að koma Abel til hinstu hvílu í Úganda. Óskar segir enn fremur að bókhaldið í söfnuninni verði opnað. „Það verður allt sett upp á yfirborðið með það. Á því er enginn vafi.“ Erlendir miðlar hafa greint frá andláti Abel, til að mynda BBC og Mirror. Þá hafa fjölmargir hafa minnst markvarðarins öfluga á samfélagsmiðlum, bæði í Úganda sem og á Íslandi. Mínútuþögn verður fyrir landsleik Úganda og Búrkína Fasó í undankeppni Afríkukeppninnar 2017 sem fram fer á morgun. Tonny Mawejje, leikmaður Þróttar og fyrrum samherji Abel hjá ÍBV, er í landsliðshópi Úganda. Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Skemmtilegur viðburður af döpru tilefni“ Páll Magnússon segir að krabbamein hafi á örfáum vikum dreift sér víða um líkama Abel Dhaira. 6. mars 2016 09:52 „Ég er djúpt snortinn og Abel er orðlaus“ Fjölmörg knattspyrnulið hafa styrkt markvörðinn Abel Dhaira sem berst nú við erfiðan sjúkdóm. 15. febrúar 2016 13:34 Allt breyttist þegar mamma Abel kom til landsins Abel Dhaira gefur hvergi eftir í baráttunni við krabbameinið og ætlar að taka annað tímabil með ÍBV. 16. mars 2016 14:16 Abel Dhaira látinn Stuttri baráttu við krabbamein lauk í dag. 27. mars 2016 15:15 Gunnleifur setur upp styrktarleik fyrir Abel Úrvalslið Pepsi-deildarinnar mætir úrvalsliði ÍBV í Kórnum sunnudaginn 6. mars. 25. febrúar 2016 13:41 Fjársöfnun fyrir Abel Knattspyrnudeild ÍBV staðfestir í fréttatilkynningu í dag að markvörður félagsins, Abel Dhaira, sé að glíma við krabbamein í kviðarholi. 11. febrúar 2016 17:17 Tryggvi þurfti stiga til að komast í leikinn | Myndir frá styrktarleik Abel Dhaira Helstu stjörnur Pepsi-deildarinnar mæta nú- og fyrrverandi leikmönnum ÍBV í styrktarleik í Kórnum fyrir markvörðinn Abel Dhaira sem glímir við krabbamein. 6. mars 2016 00:01 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Sjá meira
Unnið er að því að koma jarðneskum leifum Abel Dhaira aftur heim til Úganda að sögn Óskars Arnar Ólafssonar, formanns knattspyrnudeildar ÍBV. Er sú vinna langt komin að hans sögn. „Það ferli hófst í gær og erum við í nánu samstarfi við fjölskyldu hans,“ sagði Óskar Örn í samtali við Vísi í dag. Sjá einnig: Abel Dhaira látinn Fjölmiðlar í Úganda hafa flutt misvísandi fréttir af því hvernig næstu skref verða í máli Abel sem lést eftir stutta baráttu við krabbamein í gær en Óskar segir engan vafa á því að jarðneskar leifar hans verða fluttar heim. „Hann mun fá viðeigandi jarðarför í Úganda,“ sagði Óskar Örn.Knattspyrnusamband Úganda tilkynnti á heimasíðu sinni að það muni taka að sér að skipuleggja útför hans í samstarfi við föður hans, Bright Dhaira. Fimm manna nefnd hafi þar að auki verið skipuð til að hafa yfirumsjón með flutningi jarðneskra leifa hans til heimalandsins og útför hans þar.Vísir/VilhelmBókhaldið verður opnað Óskar kvaðst ekki hafa verið í beinu sambandi við knattspyrnusamband Úganda en sagði ÍBV reiðubúið að aðstoða á hvern hátt sem kostur er. „Þetta krefst mikillar vinnu og skipulagningar en við erum reiðubúin að hjálpa eins og við getum,“ sagði Óskar Örn en fjármunir sem söfnuðust í söfnun til styrktar Abel verða notaðir til að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af því að koma Abel til hinstu hvílu í Úganda. Óskar segir enn fremur að bókhaldið í söfnuninni verði opnað. „Það verður allt sett upp á yfirborðið með það. Á því er enginn vafi.“ Erlendir miðlar hafa greint frá andláti Abel, til að mynda BBC og Mirror. Þá hafa fjölmargir hafa minnst markvarðarins öfluga á samfélagsmiðlum, bæði í Úganda sem og á Íslandi. Mínútuþögn verður fyrir landsleik Úganda og Búrkína Fasó í undankeppni Afríkukeppninnar 2017 sem fram fer á morgun. Tonny Mawejje, leikmaður Þróttar og fyrrum samherji Abel hjá ÍBV, er í landsliðshópi Úganda.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Skemmtilegur viðburður af döpru tilefni“ Páll Magnússon segir að krabbamein hafi á örfáum vikum dreift sér víða um líkama Abel Dhaira. 6. mars 2016 09:52 „Ég er djúpt snortinn og Abel er orðlaus“ Fjölmörg knattspyrnulið hafa styrkt markvörðinn Abel Dhaira sem berst nú við erfiðan sjúkdóm. 15. febrúar 2016 13:34 Allt breyttist þegar mamma Abel kom til landsins Abel Dhaira gefur hvergi eftir í baráttunni við krabbameinið og ætlar að taka annað tímabil með ÍBV. 16. mars 2016 14:16 Abel Dhaira látinn Stuttri baráttu við krabbamein lauk í dag. 27. mars 2016 15:15 Gunnleifur setur upp styrktarleik fyrir Abel Úrvalslið Pepsi-deildarinnar mætir úrvalsliði ÍBV í Kórnum sunnudaginn 6. mars. 25. febrúar 2016 13:41 Fjársöfnun fyrir Abel Knattspyrnudeild ÍBV staðfestir í fréttatilkynningu í dag að markvörður félagsins, Abel Dhaira, sé að glíma við krabbamein í kviðarholi. 11. febrúar 2016 17:17 Tryggvi þurfti stiga til að komast í leikinn | Myndir frá styrktarleik Abel Dhaira Helstu stjörnur Pepsi-deildarinnar mæta nú- og fyrrverandi leikmönnum ÍBV í styrktarleik í Kórnum fyrir markvörðinn Abel Dhaira sem glímir við krabbamein. 6. mars 2016 00:01 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Sjá meira
„Skemmtilegur viðburður af döpru tilefni“ Páll Magnússon segir að krabbamein hafi á örfáum vikum dreift sér víða um líkama Abel Dhaira. 6. mars 2016 09:52
„Ég er djúpt snortinn og Abel er orðlaus“ Fjölmörg knattspyrnulið hafa styrkt markvörðinn Abel Dhaira sem berst nú við erfiðan sjúkdóm. 15. febrúar 2016 13:34
Allt breyttist þegar mamma Abel kom til landsins Abel Dhaira gefur hvergi eftir í baráttunni við krabbameinið og ætlar að taka annað tímabil með ÍBV. 16. mars 2016 14:16
Gunnleifur setur upp styrktarleik fyrir Abel Úrvalslið Pepsi-deildarinnar mætir úrvalsliði ÍBV í Kórnum sunnudaginn 6. mars. 25. febrúar 2016 13:41
Fjársöfnun fyrir Abel Knattspyrnudeild ÍBV staðfestir í fréttatilkynningu í dag að markvörður félagsins, Abel Dhaira, sé að glíma við krabbamein í kviðarholi. 11. febrúar 2016 17:17
Tryggvi þurfti stiga til að komast í leikinn | Myndir frá styrktarleik Abel Dhaira Helstu stjörnur Pepsi-deildarinnar mæta nú- og fyrrverandi leikmönnum ÍBV í styrktarleik í Kórnum fyrir markvörðinn Abel Dhaira sem glímir við krabbamein. 6. mars 2016 00:01