Umfjöllun: Sviss-Ísland 22-21 | Stelpurnar stigalausar á botninum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2016 20:30 Ramune Pekarskyte. Vísir/Pjetur Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði naumlega á móti Sviss í kvöld, 22-21, í þriðju umferðinni í sínum riðli í undankeppni EM 2016. Íslensku stelpurnar hafa tapað öllum þremur leikjum sínum og eru stigalausar á botninum. Stórleikur Florentinu Stanciu í marki íslenska liðsins nægði ekki í kvöld því sóknarleikur íslenska liðsins var áfram til vandræða. Íslensku stelpurnar komust mest þremur mörkum yfir í fyrri hálfleik, 8-5, en var bara einu marki yfir í hálfleik, 10-9. Svissneska liðið byrjaði seinni hálfleikinn betur og tók frumkvæðið sem liðið hélt út leikinn. Leikurinn var jafn og spennandi nær allan tímann en svissnesku stelpurnar náðu tveggja marka forystu á lokakaflanum og lönduðu sínum fyrsta sigri í keppni síðan 2010. Karen Knútsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með sex mörk fjögur þeirra komu af vítalínunni. Solveig Lára Kjærnested var líflegust í sóknarleiknum og Ramune Pekarskyte byrjaði mjög vel en heilt yfir var sóknin vandaræðaleg gegn grimmri og framliggjandi vörn svissneska liðsins. Svissneska liðið spilaði síðan skynsaman og þolinmóðan sóknarleik og skoruðu þær oft ódýr mörk eftir langar sóknir. Íslenska liðið náði ekki mörgum hraðaupphlaupum í leiknum og lítið flæði var í íslensku sóknini á móti 3:2:1 vörninni. Svissneska liðið skoraði fyrsta markið í leiknum en íslenska liðið svaraði með tveimur mörkum í röð úr hraðri miðju annarsvegar og úr annarri bylgju hinsvegar. Íslensku stelpurnar voru eftir það með frumkvæðið í fyrri hálfleiknum. Íslenska liðið komst í 5-3 og 8-5 en þrjú mörk svissneska liðsins í röð vann upp forskotið á stuttum tíma. Íslenska liðið var samt skrefinu á undan allan hálfleikinn og einu marki yfir í hálfleik, 10-9. Sóknarleikurinn gekk ekki vel á móti framliggjandi og grimmri vörn svissneska liðsins. Klaufalegir tapaðir boltar gáfu svissneska liðinu nokkur ódýr mörk og liðið nýtti ekki vel stöðuna manni fleiri í eina skiptið sem stelpurnar fiskuðu Svisslending útaf. Svissnesku stelpurnar voru sterkari maður á móti manni og réðu því bæði við að dekka íslensku stelpurnar framarlega sem og að labba nokkrum sinnum í gegnum íslensku vörnina. Florentina Stanciu átti frábæran leik í íslenska markinu í fyrri hálfleiknum og var þá þegar búin að verja 13 skot þar af tvö víti. Það þýðir 59 prósent markvörslu. Þrír leikmenn íslenska liðsins voru markahæstar með þrjú mörk og höfðu því skorað öll mörk liðsins nema eitt. Þetta voru þær Ramune Pekarskyte, Solveig Lára Kjærnested og Karen Knútsdóttir. Hildigunnur Einarsdóttir skoraði fyrsta mark íslenska liðsins í seinni hálfleiknum og kom Íslandi tveimur mörkum yfir, 11-9. Þá tók við skelfilegur kafli og þrjú svissnesk mörk í röð. Íslenska liðið komst ekki aftur yfir í leiknum en hélt muninum í einu marki fram eftir leik. Í stað þess að byggja á því sem gekk vel í fyrri hálfleiknum varð sóknarleikurinn enn stirðari í þeim síðari. Svissnesku stelpurnar komust tveimur mörkum yfir, 21-19, þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir og það reyndist íslenska liðinu óyfirstíganlegt. Íslenska liðið náði ekki að jafna leikinn og Sibylle Scherer fór langt með að tryggja Sviss sigurinn þegar hún skoraði úr vítakasti þegar hálf mínúta var eftir. Íslensku stelpurnar þurfa ekki að bíða lengi eftir því að fá að bæta fyrir þennan leik því liðin mætast aftur á Ásvöllum á sunnudaginn. Þar fá þær tækifæri til að sýna og sanna að það geta miklu betur en í kvöld. Handbolti Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði naumlega á móti Sviss í kvöld, 22-21, í þriðju umferðinni í sínum riðli í undankeppni EM 2016. Íslensku stelpurnar hafa tapað öllum þremur leikjum sínum og eru stigalausar á botninum. Stórleikur Florentinu Stanciu í marki íslenska liðsins nægði ekki í kvöld því sóknarleikur íslenska liðsins var áfram til vandræða. Íslensku stelpurnar komust mest þremur mörkum yfir í fyrri hálfleik, 8-5, en var bara einu marki yfir í hálfleik, 10-9. Svissneska liðið byrjaði seinni hálfleikinn betur og tók frumkvæðið sem liðið hélt út leikinn. Leikurinn var jafn og spennandi nær allan tímann en svissnesku stelpurnar náðu tveggja marka forystu á lokakaflanum og lönduðu sínum fyrsta sigri í keppni síðan 2010. Karen Knútsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með sex mörk fjögur þeirra komu af vítalínunni. Solveig Lára Kjærnested var líflegust í sóknarleiknum og Ramune Pekarskyte byrjaði mjög vel en heilt yfir var sóknin vandaræðaleg gegn grimmri og framliggjandi vörn svissneska liðsins. Svissneska liðið spilaði síðan skynsaman og þolinmóðan sóknarleik og skoruðu þær oft ódýr mörk eftir langar sóknir. Íslenska liðið náði ekki mörgum hraðaupphlaupum í leiknum og lítið flæði var í íslensku sóknini á móti 3:2:1 vörninni. Svissneska liðið skoraði fyrsta markið í leiknum en íslenska liðið svaraði með tveimur mörkum í röð úr hraðri miðju annarsvegar og úr annarri bylgju hinsvegar. Íslensku stelpurnar voru eftir það með frumkvæðið í fyrri hálfleiknum. Íslenska liðið komst í 5-3 og 8-5 en þrjú mörk svissneska liðsins í röð vann upp forskotið á stuttum tíma. Íslenska liðið var samt skrefinu á undan allan hálfleikinn og einu marki yfir í hálfleik, 10-9. Sóknarleikurinn gekk ekki vel á móti framliggjandi og grimmri vörn svissneska liðsins. Klaufalegir tapaðir boltar gáfu svissneska liðinu nokkur ódýr mörk og liðið nýtti ekki vel stöðuna manni fleiri í eina skiptið sem stelpurnar fiskuðu Svisslending útaf. Svissnesku stelpurnar voru sterkari maður á móti manni og réðu því bæði við að dekka íslensku stelpurnar framarlega sem og að labba nokkrum sinnum í gegnum íslensku vörnina. Florentina Stanciu átti frábæran leik í íslenska markinu í fyrri hálfleiknum og var þá þegar búin að verja 13 skot þar af tvö víti. Það þýðir 59 prósent markvörslu. Þrír leikmenn íslenska liðsins voru markahæstar með þrjú mörk og höfðu því skorað öll mörk liðsins nema eitt. Þetta voru þær Ramune Pekarskyte, Solveig Lára Kjærnested og Karen Knútsdóttir. Hildigunnur Einarsdóttir skoraði fyrsta mark íslenska liðsins í seinni hálfleiknum og kom Íslandi tveimur mörkum yfir, 11-9. Þá tók við skelfilegur kafli og þrjú svissnesk mörk í röð. Íslenska liðið komst ekki aftur yfir í leiknum en hélt muninum í einu marki fram eftir leik. Í stað þess að byggja á því sem gekk vel í fyrri hálfleiknum varð sóknarleikurinn enn stirðari í þeim síðari. Svissnesku stelpurnar komust tveimur mörkum yfir, 21-19, þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir og það reyndist íslenska liðinu óyfirstíganlegt. Íslenska liðið náði ekki að jafna leikinn og Sibylle Scherer fór langt með að tryggja Sviss sigurinn þegar hún skoraði úr vítakasti þegar hálf mínúta var eftir. Íslensku stelpurnar þurfa ekki að bíða lengi eftir því að fá að bæta fyrir þennan leik því liðin mætast aftur á Ásvöllum á sunnudaginn. Þar fá þær tækifæri til að sýna og sanna að það geta miklu betur en í kvöld.
Handbolti Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira