Hnífsstunguárásin: Sagðist fyrr um kvöldið ætla að drepa félaga sinn með hnúajárni Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 10. mars 2016 16:52 Í síma mannsins fundust skilaboð sem hann sendi vini sínum þar sem hann spurðist fyrir um hnúajárn sem hann ætlaði að nota til að drepa brotaþola. Vísir/stöð 2 Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að maður sem játað hefur að hafa stungið annan mann, félaga sinn, í bakið við Sæmundargötu aðfaranótt sunnudags sæti ekki áfram gæsluvarðhaldi, en samkvæmt dómi Hæstaréttar mun maðurinn vera í gæsluvarðhaldi til 6. apríl næstkomandi. Er maðurinn í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna en í dómi Hæstaréttar segir að hann sé undir sterkum grun um tilraun til manndráps eða sérstaklega hættulega líkamsárás. Þá kemur jafnframt að maðurinn sem ráðist var á hafi verið í lífshættu þegar hann kom á slysadeild en hann var með stungusár neðarlega á baki sem olli rispu á lunga og fór djúpt inn í lifrina.Sáu stóran blóðblett á baki mannsins Atvik málsins eru rakin nokkuð ítarlega í úrskurði héraðsdóms. Er þar meðal annars greint frá framburði tveggja vitna sem sáu mennina í erjum úti á götu en þau hafi verið stödd í íbúð á 4. hæð og horft á atvikið út um glugga íbúðarinnar. Þau hafi séð brotaþola elta kærða í kringum bíl utan við húsið og hafi þau heyrt kærða segja að brotaþoli hafi skallað hann. Þeir hafi svo farið nær byggingunni og horfið úr sjónmáli skamma stund en þegar vitnin sáu þá aftur hafi þau tekið eftir stórum blóðblett á baki brotaþola. Annað vitnið hafi þá kallað á hann en við það hafi hinn maðurinn farið á brott. Fólkið fór svo niður að huga að manninum sem hafði verið stunginn en þau spurðu hann hver hefði stungið hann. Hafi hann sagt að það hafi verið kærði en skömmu síðar missti hann meðvitund og hneig niður.Manninum var hleypt inn í anddyri húss við stúdentagarða þar sem hann beið þar til sjúkrabíll kom.vísirVísaði lögreglu á hnífinn Lögreglan handtók gerandann seinna um nóttina og viðurkenndi hann að hafa stungið hinn manninn í kjölfar slagsmála þeirra á milli. Hann var með skefti af hníf á sér en hnífsblaðið vantaði. Hann hafi hins vegar vísað á hnífsblaðið sem hafi fundist en það er 15 sentimetra langt og 2 sentimetrar á breidd. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að við skoðun á síma mannsins hafi fundist Facebook-skilaboð á milli hans og vinar hans, en vinurinn sendir honum nokkur skilaboð milli klukkan 02.23 og 02.28 aðfaranótt sunnudags þar sem hann spyr „hvort hann þurfi að hafa áhyggjur af kærða eftir að kærði hafi hringt í hann og spurt hann út í hnúajárn sem hann hafi ætlað að nota til að drepa brotaþola. Tekin hafi verið skýrsla af vitninu E vegna þessara skilaboða og hafi vitnið sagt að kærði hafi hringt í hann um miðnætti þann 6. mars sl. og beðið vitnið að lána sér hnúajárn og sagt að hann ætlaði að drepa brotaþola. Fyrr um kvöldið sagðist vitnið hafa verið með kærða og brotaþola heima hjá kærða og þá hafi verið gott á milli þeirra,” að því er segir í úrskurði héraðsdóms.Tók mynd af rassi kærustu kærða Deilurnar hófust eftir að sá sem fyrir árásinni varð tók mynd af rassi kærustu hins kærða. Þegar þeir voru tveir eftir í íbúðinni upphófust rifrildi og fór brotaþoli út. Hann kom þó aftur skömmu síðar og sagðist hafa gleymt einhverju áður en hann yfirgaf íbúðina aftur. Kærði sagðist í skýrslutöku hafa farið út á bílastæðið fyrir framan íbúð sína, hann hafi óttast að félagi sinn myndi bíða þar eftir honum og því hafi hann tekið eldhúshníf sem hann hafði sett í vasann á úlpunni sinni. Er hann hafi verið fyrir utan hafi félagi hans komið aftur til hans og beðið hann um að hleypa sér aftur inn svo hann gæti náð í rafsígarettur þangað sem hann hafði gleymt. Kærði vildi það ekki og tókust þeir á í framhaldinu. Brotaþoli hafi meðal annars slegið og skallað sig. Eftir það hafi átökin haldið eitthvað áfram og játar kærði að hafa stungið félaga sinn í bakið en neitar að hafa ætlað að drepa hann. Síðan hafi stúlka sem hafi verið stödd á svölum skammt frá kallað til sín og hann þá farið í burtu. Eins og áður segir hefur maðurinn nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Manninum sem hann stakk í bakið er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Tengdar fréttir „Menn hafa ekkert að gera með hníf á almannafæri“ Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það morgunljóst að menn hafi ekkert með hníf að gera í miðbæ Reykjavíkur um helgar. Karlmaður sem stunginn var aðfaranótt sunnudags í Vesturbænum liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu. 7. mars 2016 19:00 Rifrildi háskólanemanna snerist um þriðja aðila Manninum sem stunginn var í bakið aðfaranótt sunnudags er enn haldið sofandi í öndunarvél. Hann er fæddur árið 1989 en það er árásarmaður hans líka. 9. mars 2016 07:00 Hefur játað stunguárás á Sæmundargötu Játning liggur fyrir í málinu og þá er hnífurinn sem beitt var í árásinni í vörslu lögreglu. 8. mars 2016 14:50 Hnífstunga á stúdentagörðunum: Gerandinn laus úr haldi Maður sem játað hefur að hafa stungið félaga sinn í bakið með hníf við Sæmundargötu í Reykjavík aðfaranótt sunnudags er laus úr gæsluvarðhaldi. 9. mars 2016 13:41 Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Fleiri fréttir Ábati af Samgöngusáttmálanum sé 1.100 milljarðar næstu fimmtíu ár Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Sjá meira
Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að maður sem játað hefur að hafa stungið annan mann, félaga sinn, í bakið við Sæmundargötu aðfaranótt sunnudags sæti ekki áfram gæsluvarðhaldi, en samkvæmt dómi Hæstaréttar mun maðurinn vera í gæsluvarðhaldi til 6. apríl næstkomandi. Er maðurinn í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna en í dómi Hæstaréttar segir að hann sé undir sterkum grun um tilraun til manndráps eða sérstaklega hættulega líkamsárás. Þá kemur jafnframt að maðurinn sem ráðist var á hafi verið í lífshættu þegar hann kom á slysadeild en hann var með stungusár neðarlega á baki sem olli rispu á lunga og fór djúpt inn í lifrina.Sáu stóran blóðblett á baki mannsins Atvik málsins eru rakin nokkuð ítarlega í úrskurði héraðsdóms. Er þar meðal annars greint frá framburði tveggja vitna sem sáu mennina í erjum úti á götu en þau hafi verið stödd í íbúð á 4. hæð og horft á atvikið út um glugga íbúðarinnar. Þau hafi séð brotaþola elta kærða í kringum bíl utan við húsið og hafi þau heyrt kærða segja að brotaþoli hafi skallað hann. Þeir hafi svo farið nær byggingunni og horfið úr sjónmáli skamma stund en þegar vitnin sáu þá aftur hafi þau tekið eftir stórum blóðblett á baki brotaþola. Annað vitnið hafi þá kallað á hann en við það hafi hinn maðurinn farið á brott. Fólkið fór svo niður að huga að manninum sem hafði verið stunginn en þau spurðu hann hver hefði stungið hann. Hafi hann sagt að það hafi verið kærði en skömmu síðar missti hann meðvitund og hneig niður.Manninum var hleypt inn í anddyri húss við stúdentagarða þar sem hann beið þar til sjúkrabíll kom.vísirVísaði lögreglu á hnífinn Lögreglan handtók gerandann seinna um nóttina og viðurkenndi hann að hafa stungið hinn manninn í kjölfar slagsmála þeirra á milli. Hann var með skefti af hníf á sér en hnífsblaðið vantaði. Hann hafi hins vegar vísað á hnífsblaðið sem hafi fundist en það er 15 sentimetra langt og 2 sentimetrar á breidd. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að við skoðun á síma mannsins hafi fundist Facebook-skilaboð á milli hans og vinar hans, en vinurinn sendir honum nokkur skilaboð milli klukkan 02.23 og 02.28 aðfaranótt sunnudags þar sem hann spyr „hvort hann þurfi að hafa áhyggjur af kærða eftir að kærði hafi hringt í hann og spurt hann út í hnúajárn sem hann hafi ætlað að nota til að drepa brotaþola. Tekin hafi verið skýrsla af vitninu E vegna þessara skilaboða og hafi vitnið sagt að kærði hafi hringt í hann um miðnætti þann 6. mars sl. og beðið vitnið að lána sér hnúajárn og sagt að hann ætlaði að drepa brotaþola. Fyrr um kvöldið sagðist vitnið hafa verið með kærða og brotaþola heima hjá kærða og þá hafi verið gott á milli þeirra,” að því er segir í úrskurði héraðsdóms.Tók mynd af rassi kærustu kærða Deilurnar hófust eftir að sá sem fyrir árásinni varð tók mynd af rassi kærustu hins kærða. Þegar þeir voru tveir eftir í íbúðinni upphófust rifrildi og fór brotaþoli út. Hann kom þó aftur skömmu síðar og sagðist hafa gleymt einhverju áður en hann yfirgaf íbúðina aftur. Kærði sagðist í skýrslutöku hafa farið út á bílastæðið fyrir framan íbúð sína, hann hafi óttast að félagi sinn myndi bíða þar eftir honum og því hafi hann tekið eldhúshníf sem hann hafði sett í vasann á úlpunni sinni. Er hann hafi verið fyrir utan hafi félagi hans komið aftur til hans og beðið hann um að hleypa sér aftur inn svo hann gæti náð í rafsígarettur þangað sem hann hafði gleymt. Kærði vildi það ekki og tókust þeir á í framhaldinu. Brotaþoli hafi meðal annars slegið og skallað sig. Eftir það hafi átökin haldið eitthvað áfram og játar kærði að hafa stungið félaga sinn í bakið en neitar að hafa ætlað að drepa hann. Síðan hafi stúlka sem hafi verið stödd á svölum skammt frá kallað til sín og hann þá farið í burtu. Eins og áður segir hefur maðurinn nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Manninum sem hann stakk í bakið er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans.
Tengdar fréttir „Menn hafa ekkert að gera með hníf á almannafæri“ Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það morgunljóst að menn hafi ekkert með hníf að gera í miðbæ Reykjavíkur um helgar. Karlmaður sem stunginn var aðfaranótt sunnudags í Vesturbænum liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu. 7. mars 2016 19:00 Rifrildi háskólanemanna snerist um þriðja aðila Manninum sem stunginn var í bakið aðfaranótt sunnudags er enn haldið sofandi í öndunarvél. Hann er fæddur árið 1989 en það er árásarmaður hans líka. 9. mars 2016 07:00 Hefur játað stunguárás á Sæmundargötu Játning liggur fyrir í málinu og þá er hnífurinn sem beitt var í árásinni í vörslu lögreglu. 8. mars 2016 14:50 Hnífstunga á stúdentagörðunum: Gerandinn laus úr haldi Maður sem játað hefur að hafa stungið félaga sinn í bakið með hníf við Sæmundargötu í Reykjavík aðfaranótt sunnudags er laus úr gæsluvarðhaldi. 9. mars 2016 13:41 Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Fleiri fréttir Ábati af Samgöngusáttmálanum sé 1.100 milljarðar næstu fimmtíu ár Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Sjá meira
„Menn hafa ekkert að gera með hníf á almannafæri“ Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það morgunljóst að menn hafi ekkert með hníf að gera í miðbæ Reykjavíkur um helgar. Karlmaður sem stunginn var aðfaranótt sunnudags í Vesturbænum liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu. 7. mars 2016 19:00
Rifrildi háskólanemanna snerist um þriðja aðila Manninum sem stunginn var í bakið aðfaranótt sunnudags er enn haldið sofandi í öndunarvél. Hann er fæddur árið 1989 en það er árásarmaður hans líka. 9. mars 2016 07:00
Hefur játað stunguárás á Sæmundargötu Játning liggur fyrir í málinu og þá er hnífurinn sem beitt var í árásinni í vörslu lögreglu. 8. mars 2016 14:50
Hnífstunga á stúdentagörðunum: Gerandinn laus úr haldi Maður sem játað hefur að hafa stungið félaga sinn í bakið með hníf við Sæmundargötu í Reykjavík aðfaranótt sunnudags er laus úr gæsluvarðhaldi. 9. mars 2016 13:41