Aron Sigurðarson skoraði eina mark Tromsö þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Eiði Smára og félögum í Molde í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag.
Eiður Smári var í byrjunarliði Molde í leiknum og lék nokkuð vel. Hann spilaði fyrstu 66 mínúturnar og var klappað vel fyrir honum er hann gekk af velli.
Fredrik Aursnes kom Molde yfir eftir aðeins nokkurra sekúnda leik en Aron jafnaði með glæsilegu marki tuttugu mínútum fyrir leikslok.
Aron skoraði frábært mark | Eiður lék í rúmlega klukkutíma
Stefán Árni Pálsson skrifar

Fleiri fréttir
