Allt breyttist þegar mamma Abel kom til landsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. mars 2016 14:16 Vísir Líðan Abel Dhaira, markvarðar ÍBV sem berst nú við krabbamein, er mun betri í dag en fyrir aðeins fáeinum vikum að sögn Óskars Arnar Ólafssonar, formanni knattspyrnudeildar ÍBV. Abel spilaði með ÍBV fram á síðastliðið haust en greindist svo með krabbamein í kviðarholi aðeins nokkrum vikum síðar. Hann kom hingað til lands í byrjun janúar. Sjá einnig: „Ég er djúpt snortinn og Abel er orðlaus“ Snemma kom í ljós að meinið hafði dreift sér víða um líkama Abels og hefur hann háð erfiða baráttu við veikindin síðustu vikurnar. En Óskar segir að það hafi aldrei komið til greina hjá Abel að gefa tommu eftir. „Maður hafði áhyggjur um daginn en nú virðist allt stefna í rétta átt,“ sagði Óskar í samtali við Vísi í dag.Ekki hluti af orðaforðanum „Abel er sjálfur mikill bjartsýnismaður að eðlisfari og hann talar ekki um annað en þegar hann kemur til baka og tekur annað tímabil með ÍBV. Að tapa er ekki hluti af hans orðaforða.“ Móðir hans kom til landsins fyrr í þessum mánuði og segir Óskar að það hafi breytt miklu. „Þegar hún kom þá fór þetta á réttu brautina.“ Sjá einnig: Fjársöfnun fyrir Abel Hlé hefur nú verið gert á lyfjameðferð Abels. „Hann var ekki tilbúinn þegar hún hófst og nú er verið að bíða eftir því að hann verði nógu sterkur til að hún geti hafist aftur.“Þarf engar áhyggjur að hafa Símasöfnun Vodafone lauk í gær en enn er hægt að leggja inn á söfnunarreikning Abels fyrir þá sem vilja leggja honum lið. Að sögn Haralds Bergvinssonar, einn þeirra sem eru í forsvari fyrir söfnunina, hefur hún gengið vel en hann gat þó ekki nefnt neinar tölur enn sem komið er. „Tilgangurinn með söfnuninni var að gera út um hvers kyns fjárhagsáhyggjur hans. Þeim tilgangi hefur verið náð sem er auðvitað frábært,“ segir Haraldur. Hann bendir á að söfnunin haldi áfram enda mikil óvissa í tengslum við svo alvarleg veikindi og mögulegan kostnað sem hlýst af þeim. Tilkynning ÍBV á sínum tíma:Þeir sem vilja taka þátt í þessari vegferð með okkur geta hringt í neðangreind númer eða lagt beint inn á söfnunarreikning 582-14-602628 kt. 680197-2029. Haraldur Bergvinsson er fjárhaldsmaður verkefnisins. Öllu söfnunarfé verður varið til að standa straum af kostnaði Abel vegna þessara veikinda. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Líðan Abel Dhaira, markvarðar ÍBV sem berst nú við krabbamein, er mun betri í dag en fyrir aðeins fáeinum vikum að sögn Óskars Arnar Ólafssonar, formanni knattspyrnudeildar ÍBV. Abel spilaði með ÍBV fram á síðastliðið haust en greindist svo með krabbamein í kviðarholi aðeins nokkrum vikum síðar. Hann kom hingað til lands í byrjun janúar. Sjá einnig: „Ég er djúpt snortinn og Abel er orðlaus“ Snemma kom í ljós að meinið hafði dreift sér víða um líkama Abels og hefur hann háð erfiða baráttu við veikindin síðustu vikurnar. En Óskar segir að það hafi aldrei komið til greina hjá Abel að gefa tommu eftir. „Maður hafði áhyggjur um daginn en nú virðist allt stefna í rétta átt,“ sagði Óskar í samtali við Vísi í dag.Ekki hluti af orðaforðanum „Abel er sjálfur mikill bjartsýnismaður að eðlisfari og hann talar ekki um annað en þegar hann kemur til baka og tekur annað tímabil með ÍBV. Að tapa er ekki hluti af hans orðaforða.“ Móðir hans kom til landsins fyrr í þessum mánuði og segir Óskar að það hafi breytt miklu. „Þegar hún kom þá fór þetta á réttu brautina.“ Sjá einnig: Fjársöfnun fyrir Abel Hlé hefur nú verið gert á lyfjameðferð Abels. „Hann var ekki tilbúinn þegar hún hófst og nú er verið að bíða eftir því að hann verði nógu sterkur til að hún geti hafist aftur.“Þarf engar áhyggjur að hafa Símasöfnun Vodafone lauk í gær en enn er hægt að leggja inn á söfnunarreikning Abels fyrir þá sem vilja leggja honum lið. Að sögn Haralds Bergvinssonar, einn þeirra sem eru í forsvari fyrir söfnunina, hefur hún gengið vel en hann gat þó ekki nefnt neinar tölur enn sem komið er. „Tilgangurinn með söfnuninni var að gera út um hvers kyns fjárhagsáhyggjur hans. Þeim tilgangi hefur verið náð sem er auðvitað frábært,“ segir Haraldur. Hann bendir á að söfnunin haldi áfram enda mikil óvissa í tengslum við svo alvarleg veikindi og mögulegan kostnað sem hlýst af þeim. Tilkynning ÍBV á sínum tíma:Þeir sem vilja taka þátt í þessari vegferð með okkur geta hringt í neðangreind númer eða lagt beint inn á söfnunarreikning 582-14-602628 kt. 680197-2029. Haraldur Bergvinsson er fjárhaldsmaður verkefnisins. Öllu söfnunarfé verður varið til að standa straum af kostnaði Abel vegna þessara veikinda.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira