Bayern áfram eftir magnaðan sex marka leik | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. mars 2016 22:15 Thomas Müller fagnar markinu sem skaut Bayern í framlenginu. vísir/getty Bayern München komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld eftir magnaðan 4-2 sigur á Juventus í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum. Liðin skildu jöfn, 2-2, í Tórínó þar sem Bayern kastaði frá sér tveggja marka forskoti. Leikurinn var ekki fimm mínútna gamall þegar Paul Pogba kom Juventus yfir, 1-0. Frakkinn renndi boltanum úr teignum í autt netið eftir skógarhlaup hjá Manuel Neuer. Juventus komst svo í 2-0 þegar Juan Cuadrado skoraði fallegt mark eftir glæsilega skyndisókn gestanna frá Tórínó. Álvaro Morata bar upp boltann og lagði hann á Kólumbíumanninn sem fíflaði einn og hamraði boltann svo í netið. Þar með var Juventus búið að skora fjögur mörk í röð í einvíginu eftir að lenda 2-0 undir á heimavelli í fyrri leiknum. Það tók Bæjara 73 mínútur að koma sér á blað í kvöld en Robert Lewandowski minnkaði muninn í 2-1 (3-4) með skalla. Upphófst þá mikil og þung sókn Bayern-liðsins. Þegar Juventus virtist ætla að sigla glæsilegum sigri í hús í venjulegum leiktíma skoraði Thomas Müller skallamark á fyrstu mínútu í uppbótartíma, 2-2 (4-4), og þurfti því að grípa til framlengingar. Müller lagði svo upp fimmta mark leiksins fyrir varamanninn Thiago Alcantara. Thiago tók nettan þríhyrning við Müller í vítateig Juventus á 108. mínútu og lagði boltann snyrtilega í hornið, 3-2 (5-4). Thiago skoraði á 108. mínútu og tveimur mínútum síðar gekk Frakkinn Kingsley Coeman frá einvíginu með fallegu marki, 4-2. Samanlögð staða þá orðin 6-4 fyrir Bayern. Coeman, sem er lánsmaður frá Juventus, smellti boltanum í hornið framhjá Buffon með föstu skoti úr teignum. Fjórum mínútum fyrir leiksloks fengu Stefano Sturaro og Mario Mandzukic báðir góð færi í sömu sókninni til að minnka muninn og hleypa spennu í lokakaflann en þeim brást bogalistin. Eftir að fá á sig fjögur mörk í röð í einvíginu skoraði Bayern fjögur í röð í leiknum í kvöld eftir að lenda 2-0 undir og komst áfram í átta liða úrslitin. Silfurlið síðasta árs úr leik eftir magnað tíu marka einvígi.Paul Pogba kemur Juve í 0-1 (2-3) Juan Cuadrado kemur Juventus í 0-2 (2-4). Robert Lewandowski minnkar muninn í 1-2 (3-4): Thomas Müller jafnar fyrir Bayern 2-2 (4-4): Thiago Alcantara kemur Bayern í 3-2 (5-4): Kingsley Coeman kemur Bayern í 4-2 (6-4): Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira
Bayern München komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld eftir magnaðan 4-2 sigur á Juventus í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum. Liðin skildu jöfn, 2-2, í Tórínó þar sem Bayern kastaði frá sér tveggja marka forskoti. Leikurinn var ekki fimm mínútna gamall þegar Paul Pogba kom Juventus yfir, 1-0. Frakkinn renndi boltanum úr teignum í autt netið eftir skógarhlaup hjá Manuel Neuer. Juventus komst svo í 2-0 þegar Juan Cuadrado skoraði fallegt mark eftir glæsilega skyndisókn gestanna frá Tórínó. Álvaro Morata bar upp boltann og lagði hann á Kólumbíumanninn sem fíflaði einn og hamraði boltann svo í netið. Þar með var Juventus búið að skora fjögur mörk í röð í einvíginu eftir að lenda 2-0 undir á heimavelli í fyrri leiknum. Það tók Bæjara 73 mínútur að koma sér á blað í kvöld en Robert Lewandowski minnkaði muninn í 2-1 (3-4) með skalla. Upphófst þá mikil og þung sókn Bayern-liðsins. Þegar Juventus virtist ætla að sigla glæsilegum sigri í hús í venjulegum leiktíma skoraði Thomas Müller skallamark á fyrstu mínútu í uppbótartíma, 2-2 (4-4), og þurfti því að grípa til framlengingar. Müller lagði svo upp fimmta mark leiksins fyrir varamanninn Thiago Alcantara. Thiago tók nettan þríhyrning við Müller í vítateig Juventus á 108. mínútu og lagði boltann snyrtilega í hornið, 3-2 (5-4). Thiago skoraði á 108. mínútu og tveimur mínútum síðar gekk Frakkinn Kingsley Coeman frá einvíginu með fallegu marki, 4-2. Samanlögð staða þá orðin 6-4 fyrir Bayern. Coeman, sem er lánsmaður frá Juventus, smellti boltanum í hornið framhjá Buffon með föstu skoti úr teignum. Fjórum mínútum fyrir leiksloks fengu Stefano Sturaro og Mario Mandzukic báðir góð færi í sömu sókninni til að minnka muninn og hleypa spennu í lokakaflann en þeim brást bogalistin. Eftir að fá á sig fjögur mörk í röð í einvíginu skoraði Bayern fjögur í röð í leiknum í kvöld eftir að lenda 2-0 undir og komst áfram í átta liða úrslitin. Silfurlið síðasta árs úr leik eftir magnað tíu marka einvígi.Paul Pogba kemur Juve í 0-1 (2-3) Juan Cuadrado kemur Juventus í 0-2 (2-4). Robert Lewandowski minnkar muninn í 1-2 (3-4): Thomas Müller jafnar fyrir Bayern 2-2 (4-4): Thiago Alcantara kemur Bayern í 3-2 (5-4): Kingsley Coeman kemur Bayern í 4-2 (6-4):
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira