Seabear snýr aftur Birgir Örn Steinarsson skrifar 17. mars 2016 14:49 Hljómsveitin Seabear. Sindri, Sóley og Dóri eru fyrir miðju. Vísir/Stefán Hljómsveitin Seabear verður ein þeirra sem kemur fram á styrktaruppákomu fyrir íbúana þrjá sem misstu allt sitt í brunanum á Grettisgötu 87 í síðustu viku. Þetta verður í fyrsta skiptið í tæp sex ár sem sveitin spilar en forsprakki hennar Sindri Már Sigfússon hefur verið upptekinn við sólóverkefni sitt Sin Fang síðan sveitin fór í pásu árið 2010. „Sóley kom með þessa hugmynd eftir að þetta gerðist allt og við slógum til,“ segir Sindri en fyrsta æfing fer fram í kvöld. Ásamt honum í hljómsveitinni voru m.a. Sóley Stefánsdóttir, sem hefur síðan gefið út tvær sólóbreiðskífur undir nafninu Sóley, og Halldór Ragnarsson myndlistamaður sem spilaði á bassa. „Síðasta árið sem við störfuðum vorum við úti frá janúar fram í nóvember. Spiluðum hátt í 300 tónleika það árið. Við vorum eitthvað að hafa áhyggjur af því hvort við munum þessi lög en kannski er eitthvað eftir í vöðvaminninu“. Þar sem tónleikarnir eru haldnir til styrktar Halldórs, kærustu hans og sambýlismann þeirra sem öll misstu allt sitt í brunanum hlýtur stóra spurningin að vera hvort Dóri (eins og hann er kallaður) muni sjálfur plokka bassann? Vitað er að bassagítarinn hans varð brunanum að bráð. „Fólk verður bara að mæta á staðinn til þess að sjá það. Hann hefur ekkert spilað á bassa síðan Seabear hætti“. Áður starfaði Dóri með hljómsveitinni Kimono en hann spilaði á bassa á fyrstu tveimur plötum þeirrar sveitar. Seabear var stofnuð sem sólóverkefni árið 2005 sem hlóð svo utan á sig. Síðar átti Seabear eftir að komast á samning hjá þýska útgáfufyrirtækinu Morr Music sem gaf út plötur sveitarinnar um allan heim. Tónleikarnir, sem haldnir eru undir yfirskriftinni „Hjálpum þeim“, fara fram á Húrra 31. mars. Tónlist Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Hljómsveitin Seabear verður ein þeirra sem kemur fram á styrktaruppákomu fyrir íbúana þrjá sem misstu allt sitt í brunanum á Grettisgötu 87 í síðustu viku. Þetta verður í fyrsta skiptið í tæp sex ár sem sveitin spilar en forsprakki hennar Sindri Már Sigfússon hefur verið upptekinn við sólóverkefni sitt Sin Fang síðan sveitin fór í pásu árið 2010. „Sóley kom með þessa hugmynd eftir að þetta gerðist allt og við slógum til,“ segir Sindri en fyrsta æfing fer fram í kvöld. Ásamt honum í hljómsveitinni voru m.a. Sóley Stefánsdóttir, sem hefur síðan gefið út tvær sólóbreiðskífur undir nafninu Sóley, og Halldór Ragnarsson myndlistamaður sem spilaði á bassa. „Síðasta árið sem við störfuðum vorum við úti frá janúar fram í nóvember. Spiluðum hátt í 300 tónleika það árið. Við vorum eitthvað að hafa áhyggjur af því hvort við munum þessi lög en kannski er eitthvað eftir í vöðvaminninu“. Þar sem tónleikarnir eru haldnir til styrktar Halldórs, kærustu hans og sambýlismann þeirra sem öll misstu allt sitt í brunanum hlýtur stóra spurningin að vera hvort Dóri (eins og hann er kallaður) muni sjálfur plokka bassann? Vitað er að bassagítarinn hans varð brunanum að bráð. „Fólk verður bara að mæta á staðinn til þess að sjá það. Hann hefur ekkert spilað á bassa síðan Seabear hætti“. Áður starfaði Dóri með hljómsveitinni Kimono en hann spilaði á bassa á fyrstu tveimur plötum þeirrar sveitar. Seabear var stofnuð sem sólóverkefni árið 2005 sem hlóð svo utan á sig. Síðar átti Seabear eftir að komast á samning hjá þýska útgáfufyrirtækinu Morr Music sem gaf út plötur sveitarinnar um allan heim. Tónleikarnir, sem haldnir eru undir yfirskriftinni „Hjálpum þeim“, fara fram á Húrra 31. mars.
Tónlist Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira