PJ Harvey með nýtt vídjó Birgir Örn Steinarsson skrifar 18. mars 2016 11:22 Pj Harvey bregður hvergi fyrir í nýja myndbandinu. Visir/Getty Verðandi Íslandsvinur PJ Harvey deildi fyrr í dag fyrsta myndbandinu af væntanlegri plötu sinni „The hope six demolition project“. Lagið heitir „The community of hope“ og fjallar um fáttækrahverfi í Washington D.C. sem borgaryfirvöld þar hafa verið að reyna breyta. Nýja platan kemur út 15. apríl og er samin á ferðalagi rokkarans um Afganistan, Kosovo sem endaði í höfuðborg Bandaríkjanna. Platan var hljóðrituð í London í Somerset House og voru upptökurnar opnar almenningi. Þetta verður níunda breiðskífa Harvey og sú fyrsta síðan 2011 þegar meistarastykkið Let England Shake kom út. Myndbandið við lagið er tekið upp i umræddu hverfi í Washington en því er leikstýrt af langtíma samstarfsmanni Harvey, Seamus Murphy. Þar má m.a. sjá upptöku af gospel-kór úr hverfinu taka lagið í kirkju. Þar er línan; „They're gonna put a Walmart here“ mjög áhrifamikil. Eins og margir vita mun PJ Harvey koma fram á Iceland Airwaveshátíðinni í ár. Það verður í fyrsta skiptið sem hún spilar hér og er eftirvænting fyrir komu hennar talsverð á meðal tónlistarunnenda. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan; Tónlist Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Verðandi Íslandsvinur PJ Harvey deildi fyrr í dag fyrsta myndbandinu af væntanlegri plötu sinni „The hope six demolition project“. Lagið heitir „The community of hope“ og fjallar um fáttækrahverfi í Washington D.C. sem borgaryfirvöld þar hafa verið að reyna breyta. Nýja platan kemur út 15. apríl og er samin á ferðalagi rokkarans um Afganistan, Kosovo sem endaði í höfuðborg Bandaríkjanna. Platan var hljóðrituð í London í Somerset House og voru upptökurnar opnar almenningi. Þetta verður níunda breiðskífa Harvey og sú fyrsta síðan 2011 þegar meistarastykkið Let England Shake kom út. Myndbandið við lagið er tekið upp i umræddu hverfi í Washington en því er leikstýrt af langtíma samstarfsmanni Harvey, Seamus Murphy. Þar má m.a. sjá upptöku af gospel-kór úr hverfinu taka lagið í kirkju. Þar er línan; „They're gonna put a Walmart here“ mjög áhrifamikil. Eins og margir vita mun PJ Harvey koma fram á Iceland Airwaveshátíðinni í ár. Það verður í fyrsta skiptið sem hún spilar hér og er eftirvænting fyrir komu hennar talsverð á meðal tónlistarunnenda. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan;
Tónlist Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira