Sérhæfa sig í þjónustu við erlendar stjörnur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. mars 2016 07:00 "Sumir kaupa sér miða á Saga Class þótt það sé hægt að fá ódýrari sæti rétt fyrir aftan. Það sama gildir um lúxusakstur,“ segir Hjörtur sem hér stendur við einn af bílum Servio. Fréttablaðið/Anton „Þetta eru ekki bara stjörnurnar heldur allt fylgdarlið líka, það fylgir þessu öllu mikill atgangur,“ segir Hjörtur Freyr Vigfússon, markaðsstjóri Securitas. Dótturfyrirtæki Securitas, Servio, sérhæfir sig í þjónustu við kvikmynda- og auglýsingafyrirtæki sem koma til Íslands. Þjónustan felst í akstri á sérútbúnum glæsikerrum, öryggis- og lífvarsla eins og að vera með vörð við hótelið sem viðkomandi gistir á eða hreinlega redda því sem þarf að redda hverju sinni. „Okkar mottó er að gestum okkar eigi að líða eins og drottningum og kóngum,“ segir Hjörtur og játar því að nóg sé að gera í bransanum enda hafi eftirspurnin aukist gífurlega síðustu árin í takt við vinsældir Íslands sem tökustaðar. Það eru sjö í föstu starfi hjá Servio en fjórtán í viðbót eru í verktakavinnu og kallaðir út þegar sinnt er stórum verkefnum. Eins og þessa dagana við Mývatni þar sem Hollywood-myndin Fast and the Furious er tekin upp. Flestir starfsmenn eru fyrrverandi lögreglumenn sem fara svo í stranga sérþjálfun áður en þeir taka til starfa hjá Servio. „Við gefum ekkert uppi um gesti okkar en ég get sagt að við erum leiðandi í þessari þjónustu og séum með mjög mikilvæga kúnna,“ svarar Hjörtur kíminn þegar hann er spurður hvort Justin Bieber og Bill Gates hafi nýtt sér þjónustu fyrirtækisins. „Þagmælskan er mikilvæg í þessu starfi. Það læra starfsmenn okkar strax, þeir yrða til dæmis ekki á gesti okkar nema á þá sé mælt. Það er ekki þetta venjulega kumpánlega íslenska spjall í boði.“ Dæmi um verð fyrir stjörnumeðhöndlun er 35 þúsund krónur fyrir akstur á flugvöllinn og 250 þúsund krónur fyrir sólarhringsgæslu, en verðið fer þó eftir aðstæðum og áhættu. Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
„Þetta eru ekki bara stjörnurnar heldur allt fylgdarlið líka, það fylgir þessu öllu mikill atgangur,“ segir Hjörtur Freyr Vigfússon, markaðsstjóri Securitas. Dótturfyrirtæki Securitas, Servio, sérhæfir sig í þjónustu við kvikmynda- og auglýsingafyrirtæki sem koma til Íslands. Þjónustan felst í akstri á sérútbúnum glæsikerrum, öryggis- og lífvarsla eins og að vera með vörð við hótelið sem viðkomandi gistir á eða hreinlega redda því sem þarf að redda hverju sinni. „Okkar mottó er að gestum okkar eigi að líða eins og drottningum og kóngum,“ segir Hjörtur og játar því að nóg sé að gera í bransanum enda hafi eftirspurnin aukist gífurlega síðustu árin í takt við vinsældir Íslands sem tökustaðar. Það eru sjö í föstu starfi hjá Servio en fjórtán í viðbót eru í verktakavinnu og kallaðir út þegar sinnt er stórum verkefnum. Eins og þessa dagana við Mývatni þar sem Hollywood-myndin Fast and the Furious er tekin upp. Flestir starfsmenn eru fyrrverandi lögreglumenn sem fara svo í stranga sérþjálfun áður en þeir taka til starfa hjá Servio. „Við gefum ekkert uppi um gesti okkar en ég get sagt að við erum leiðandi í þessari þjónustu og séum með mjög mikilvæga kúnna,“ svarar Hjörtur kíminn þegar hann er spurður hvort Justin Bieber og Bill Gates hafi nýtt sér þjónustu fyrirtækisins. „Þagmælskan er mikilvæg í þessu starfi. Það læra starfsmenn okkar strax, þeir yrða til dæmis ekki á gesti okkar nema á þá sé mælt. Það er ekki þetta venjulega kumpánlega íslenska spjall í boði.“ Dæmi um verð fyrir stjörnumeðhöndlun er 35 þúsund krónur fyrir akstur á flugvöllinn og 250 þúsund krónur fyrir sólarhringsgæslu, en verðið fer þó eftir aðstæðum og áhættu. Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira